mánudagur, nóvember 12, 2007

hildurmae.blogspot.com

Hildur fékk sér nýja bloggsíðu sem kom mér til þess að langa að kíkja á mitt gamla blogg sem ég hef byrjað og hætt þó nokkuð oft.
En þessi breyting verður vonandi til góðs. Ég stóóórefa það þó að ég muni blogga eitthvað til frambúðar. En ég hugsa að ég setji inn eitthvað sjitt.
Saga dagsins hljóðar þó svo:

Ég fór með Matta á rúntinn eftir söbvei máltíð. Við keyrðum upp í Mosfellsdal og beygðum svo upp veginn inn í Helgadal. Þar komum við að botngötu og keyrðum inn að hlaði. Það var myrkur en við sáum samt nokkra ullarhnoðra liggjandi á túninu, nefnilega kindur. Ég bjóst við því að þær hlypu í burtu en þær virtust svo rólegar þannig að ég ákvað að henda í þær chilli hrískökum sem ég hafði keypt og var með í poka. Þá risu þær á fætur en í stað þess að hlaupa í burtu þá ruddust þær að girðingunni og virtust alveg óðar..... í kökurnar mínar.
Svo að kvöldið mitt fór í að mata kindur af hrískökum.
Gamla konan í glugganum virtist skelkuð á þessum óboðnu gestum á hlaðinu sem voru að abbast upp á kindurnar sínar. Svo að ég rölti upp að dyrum og heilsaði og baðst afsökunar á viðveru minni. En bara svo að hún myndi ekki hringja á lögguna þegar við brunuðum úr hlaði.

Svona var dagurinn í dag.
Góða nótt.

Nokkrar myndir