laugardagur, febrúar 24, 2007

Seinfattarinn í lagi

Sem ég stóð á Hlemmi í dag og beið eftir strætó fór ég að velta fyrir mér hvort væri réttara að segja:
* Það segir sig sjálft
* Það segir sér sjálft.

Í gegnum tíðina hefur mér alltaf fundist maður eiga að segja það síðarnefnda en það rann upp fyrir mér í dag, standandi á Hlemmi, bíðandi eftir strætó að svo væri ekki.
Svona vella nýjar uppgötvanir uppúr manni á hverjum degi!

-Takk og góða nótt.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Hið ljúfa líf

Það sem stóð uppúr í fáránleikanum í dag var þegar ég sat niðri á Hlemmi og horfði á hóp krakka, ekki í fyrsta sinn BETLA peninga af fólki sem beið eftir strætó. Það er augljóst að þeir eru ekki að segja satt þegar þeir segjast vanta strætómiða og ég get ekki ímyndað mér hvurn andskotann þeir gera með strætómiðana og hundraðkallana sem þeir fá svo upp í hendurnar. Það eina sem mér datt í hug er að þeir seldu rónunum þetta í staðinn fyrir sígarettur. En það er bara vegna þess að ég hef séð þá tala við rónana þarna niður frá eins og þetta séu bestu vinir þeirra.

Fegin er ég að hafa verið alin upp í mínum friðsæla Mosfellsbæ, þar sem ég gat hlaupið út á tún með hundinn minn og vinum og við lékum okkur í saklausum leikjum eins og vink vink í pottinn eða einni krónu. Heimur þessarra krakka, götulífið í hundraðogeinum er nokkuð öðruvísi og þetta minnir mig óneitanlega á ,,Trailer Trash people" eins og líferni fólks er sýnt í samnefndum þáttum. Það tók mig nokkurn tíma að venjast því að vera svona mikið niðri í bæ og sérstaklega að flytja niður í hlíðarnar. Ég var raunar guðslifandi fegin þegar ég komst aftur heim í MosfellsSVEITINA mína.
Fegin er ég að eiga hesta og æfa á piano og vera í kór og eiga helling af fullheilbrigðum og skynsömum vinum sem eru á mikilli framabraut og ég þakka Guði og foreldrum mínum fyrir að svo sé. Fegin er ég að hafa ekki alist upp á svona hátt og ég skal sko sjá til þess að börnin mín þurfi ekki að gera það.

Út frá þessu má líta á mig sem mjög fordómafulla manneskju en ég skora á þig að setjast niður á Hlemmi og fylgjast með þessu liði!

Sveitastelpan í Mosó kveður!

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Eru ekki allir í góðum fýling!?!?!?!

Fýlingur er orð notað yfir skafrenning ef vindur er hægur. Ég var að komast að þessu á vísindavefnum þar sem einhver spurði um hvaða orð Íslendingar ættu yfir snjó.

Nú verður snúið að spyrja mig hvort ég sé ekki í góðum fýling.

-Takk

föstudagur, febrúar 02, 2007

mp3 högger

Ég rakst á bloggsíðu sem er svolítið sniðug og áhugaverð. Þar eru lög kynnt á svona mp3 pleilista í 6 daga í senn til þess að vera einungis örlítil kynning á þeim og höfundum þeirra.
Þetta eru kannski einhver lög sem maður myndi annars aldrei heyra.
Endilega kíkið á þetta.

http://www.mp3hugger.blogspot.com/

Nokkrar myndir