Frá vinstri: Guðrún, ég, Karen og Hildur
Ég ákvað að gerast meðlimur síðunnar Badehose sem Hildur og Karen hafa haldið uppi.
Ætli þessi síða einkennist ekki af aulahúmor á versta stigi og fíflaskap og kjánalátum. Guðrún gerðist meðlimur nokkrum klukkustundum á eftir mér og þar með er allt talið.
Endilega skoðið vitleysuna ef ykkur finnst það ekki sóun á ykkar dýrmæta tíma.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
sunnudagur, janúar 21, 2007
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - Lágstéttin á Íslandi
Í síðustu viku var á ég leið í skólann með bróður mínum þegar ég heyrði í útvarpinu umræðu um hugsanlga byggingu húss fyrir heimilislausa í Reykjavík.
Ég hlustaði á þetta af miklum áhuga. Ég vinn nefnilega á Rauðarárstígnum og það klikkar ekki að einhverjir bágstaddir eins og Óli róni labbi framhjá. Yfirleitt bankar hann á gluggann og vinkar eða laumar sér inn í búðina. Þá sest hann á stólinn og fer að rabba. Fær sér slurk af vodkanu sínu og segist alltaf vera að bíða eftir Berglindi (rekanda búðarinnar). Hann stendur í þeirri trú um að hún sé konan hans. Auðvitað reynum við alltaf með sem bestu móti að koma honum út en höfum fengið einn löggimann til að rölta Rauðarárstíginn í eftirlitsferð.
En sem ég hlustaði á útvarpið, kappklædd í bílnum, föst í morgunumferðinni með góðan hitara á stilltan, og með alla eins vel búna í kringum mig, varð mér hugsað til þessarra einstaklinga sem eiga ekki húsaskjól. Og ég gladdist mjög yfir því að loksins yrði eitthvað gert fyrir þá. Um 30-50 manns sækja matstofu Samhjálpar dag hvern og 80 þegar mest er og þá fer maður að velta fyrir sér hversu margir í höfuðborginni eigi ekki heimili. Ég veit að löggan keyrir oft út á kvöldin og hirðir sem flesta upp, til að hleypa inn yfir nætur, þá á "vistinni" minnir mig að það hafi heitið, við Þingholtsstræti.
Ég veit að Óli er allavega heimilislaus. Hann er fremur kurteis og mér finnst ekkert annað en sjálfsagt en að vera kurteis á móti þrátt fyrir að hann hafi orðið undir í lífinu. Mig langar að í okkar samfélagi, þar sem engann á að þurfa að skorta neitt, eigi ekki þeir að vera til sem búa á götum úti.
Ég vissi ekki einu sinni af þessu fólki fyrr en ég var orðin fullgömul af því að mér datt ekki í hug að það væri möguleiki að eiga svona líf á íslandi. Mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt að hugsa til þess.
Með þessu hef ég vonandi opnað hug einhverra. Vona að þetta minni mann á hvað maður hefur það gott af því að enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en misst hefur.
-Takk
Ég hlustaði á þetta af miklum áhuga. Ég vinn nefnilega á Rauðarárstígnum og það klikkar ekki að einhverjir bágstaddir eins og Óli róni labbi framhjá. Yfirleitt bankar hann á gluggann og vinkar eða laumar sér inn í búðina. Þá sest hann á stólinn og fer að rabba. Fær sér slurk af vodkanu sínu og segist alltaf vera að bíða eftir Berglindi (rekanda búðarinnar). Hann stendur í þeirri trú um að hún sé konan hans. Auðvitað reynum við alltaf með sem bestu móti að koma honum út en höfum fengið einn löggimann til að rölta Rauðarárstíginn í eftirlitsferð.
En sem ég hlustaði á útvarpið, kappklædd í bílnum, föst í morgunumferðinni með góðan hitara á stilltan, og með alla eins vel búna í kringum mig, varð mér hugsað til þessarra einstaklinga sem eiga ekki húsaskjól. Og ég gladdist mjög yfir því að loksins yrði eitthvað gert fyrir þá. Um 30-50 manns sækja matstofu Samhjálpar dag hvern og 80 þegar mest er og þá fer maður að velta fyrir sér hversu margir í höfuðborginni eigi ekki heimili. Ég veit að löggan keyrir oft út á kvöldin og hirðir sem flesta upp, til að hleypa inn yfir nætur, þá á "vistinni" minnir mig að það hafi heitið, við Þingholtsstræti.
Ég veit að Óli er allavega heimilislaus. Hann er fremur kurteis og mér finnst ekkert annað en sjálfsagt en að vera kurteis á móti þrátt fyrir að hann hafi orðið undir í lífinu. Mig langar að í okkar samfélagi, þar sem engann á að þurfa að skorta neitt, eigi ekki þeir að vera til sem búa á götum úti.
Ég vissi ekki einu sinni af þessu fólki fyrr en ég var orðin fullgömul af því að mér datt ekki í hug að það væri möguleiki að eiga svona líf á íslandi. Mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt að hugsa til þess.
Með þessu hef ég vonandi opnað hug einhverra. Vona að þetta minni mann á hvað maður hefur það gott af því að enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en misst hefur.
-Takk
þriðjudagur, janúar 16, 2007
jéééé
ég er í tölvufræðitíma sem er ekki byrjaður.
Um helgina var afmælið hennar Hildar haldið með pompi og prakt. Hún er loksins orðin stauján ára litla krílið. Óskum henni til hamingju með það.
Núúúúú eins og sjá má átti ég heldur ómerkileg áramót. Var í Hvammi með foreldrum mínum. Eftir skaupið rölti ég út á tún til að tjékka hvort að hestarnir hefðu það ekki bara ágætt þrátt fyrir sprengingar allt í kring en þeir virtust fagna mér og finnast öruggara að hafa mig. Fyrst ætluðu þeir að hlaupa í burtu af fælni en svo gerðu þeir sér grein fyrir að þetta væri ég svo að þeir stoppuðu og löbbuðu í átt til mín.
Sumsé, ég naut áramótanna með hestunum mínum. Fór svo inn og bjó til myndasíðu á meðan ég hugsaði til allra brjáluðu partíanna sem ég vissi að áttu sér stað víðsvegar um landið.
En eins og margir segja, þá eru áramótakvöld hverra ára ein ofmetnustu kvöld...áranna.
Um helgina var afmælið hennar Hildar haldið með pompi og prakt. Hún er loksins orðin stauján ára litla krílið. Óskum henni til hamingju með það.
Núúúúú eins og sjá má átti ég heldur ómerkileg áramót. Var í Hvammi með foreldrum mínum. Eftir skaupið rölti ég út á tún til að tjékka hvort að hestarnir hefðu það ekki bara ágætt þrátt fyrir sprengingar allt í kring en þeir virtust fagna mér og finnast öruggara að hafa mig. Fyrst ætluðu þeir að hlaupa í burtu af fælni en svo gerðu þeir sér grein fyrir að þetta væri ég svo að þeir stoppuðu og löbbuðu í átt til mín.
Sumsé, ég naut áramótanna með hestunum mínum. Fór svo inn og bjó til myndasíðu á meðan ég hugsaði til allra brjáluðu partíanna sem ég vissi að áttu sér stað víðsvegar um landið.
En eins og margir segja, þá eru áramótakvöld hverra ára ein ofmetnustu kvöld...áranna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)