þriðjudagur, desember 27, 2005

Tími til kominn!

Já kæru lesendur, tíminn er kominn!
Nú er stutt í nýja árið og nýja stórkostlega árangra!
Og Brynhildur hér er tilbúin í slaginn! Brynhildur -ég- mun koma sterk inn á næsta ári og það verða án efa tímamót í lífi mínu.
Ég kemst ekki hjá því að verða vör við það að fólk líti á mig sem óstundvísa, óstkipulagða stelpu. Stelpu sem er ekki til staðar þegar þess er þörf. Stelpu sem stundar ekkert af of miklum áhuga....
En það mun breytast á nýju ári.
Alveg frá því í 5. bekk hef ég verið þekkt fyrir það að mæta of seint, og jafnvel mæta bara ekkert! Já. Fyrstu skrópin mín hófust þá og það hefur komið mér á það spor að komast upp með alls kyns hluti sem ég sjálf, persónulega, hefði aldrei leyft mér að komast upp með!
Skipulag, stundvísi og ábyrgð, metnaður og ódrepandi barátta verða mín hvatningaorð á nýju ári.
Sumsé áramótaheitið komið. Ég ætla hreinlega að koma á skipulagi í lífi mínu!

Hin nýja Brynhildur er fædd!

Takk fyrir mig.

sunnudagur, desember 25, 2005

ágætu landmenn nær og fjær

Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka fyrir það liðna og við sjáumst hress á nýja árinu! yay!haha greyið kötturinn það sést á honum að hann skammast sín!

fimmtudagur, desember 22, 2005

manntal

finnst þetta svolítið fyndið orð.
Hef ekki heyrt það neitt oft fyrr en ég var í jólaprófunum núna um daginn.
Þá kölluðu kennararnir alltaf MANNTAL eftir að bjallan hringdi inn.

Ég heyrði það í útvarpinu að Íslendingar eru loksins farnir að nálgast þrjúhundruðþúsundin.
Það vantar aðeins uppá um 300 og eitthvað.
Þannig fólk ætti endilega að fara að drita út börnum svo við náum 300þús á næsta ári.
Reyndar er búið að áætla að við náum þessari tölu á næsta ári og það verður hægt að fylgjast með því einmitt. Ég fylgdist ekki nógu vel með þessari frétt en ég bíð spennt!

mánudagur, desember 19, 2005

Daglegt líf ...

sit hérna... kl. orðin 3. Sólarhringurinn er búinn að snúast algjörlega í marga hringi... og á þessari stundu er hann einmitt öfugur. En öfugur stendur stundum fyrir það að vera samkynhneigður, Hýr, sem getur líka þítt glaður, eða gay á ensku sem hefur tvær merkingar, ef ekki fleiri, hýr á brá, eða samkynhneigður.
Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum. Er reyndar svolítið hrædd við samkynhneigðar stúlkur, eða veit ekki.. hef ekki haft mikla reynslu af þeim en það var þó ein sem hræddi mig alveg gríðarlega! Úff..
ég ætla að vera hérna í svona 9 mínútur í viðbót þar sem ég er að bíða eftir að The O.C 307 er að lenda. Bíð og bíð... ætlaði að fara að sofa.. en þetta virðist vera það eina sem maður lifir fyrir þessa dagana. hmm....

annars var allt að gerast í dag! drattaðist á fætur kl. 1 eða hálf 2 og fór að taka til, í mínu herbergi og svo Marissu herbergi... sem skyldi það frekar ósnyrtilega eftir, þó hún hafi tekið smá til áður en hún yfirgaf mig yfir jólatímann. Meðal annars sem ég fann inni í herberginu hennar voru 13 handklæði. Sem fjölskyldan var orðin alveg steinhissa á að hafi alltí einu horfið. Það voru gjörsamlega engin handklæði til svo að hele familíen stinkaði þar til tekið var til í Herberginu hennar marissu! Öss...
Nei nei reyndar eigum við alveg heilan búnka af handklæðum þannig þetta reddaðist alveg.
Fór aðeins út í öfgar...

Annars var ég ógeðslega dugleg, skar egg í kartöflusalat, skellti upp þremur jólaseríum og allt er orðið jólalegt í húsinu núna! Ahh... manni líður miklu betur á eftir.
Já var víst búin fyrr en ég hélt þannig tók upp mínar heitt elskuðu Efnafræðiglósur og skrifaði þær inn í tölvuna á meðan ég beið eftir að allir gestirnir myndu hrúgast inn til að gæða sér á yndælis hangiketi og ýmsu meðlæti.
Þetta var jólaboð sumsé, haldið til heiðurs ömmu og afa, þar sem þau eru að fara til Kanaríeyja um jólin. Með frænkum mínum og frændum, Ásgeiri og Atla og fleirum
Heyrðu sem minnir mig á það að Klara kötturinn þeirra gaut bara allt í einu 6 kettlingum! Out of nowhere !:O eða ég veit ekki hvort það hafi verið að óvörum. Var síðast í Hvammi fyrir alveg hellings tíma og er svo sannarlega farin að sakna staðarins.
Nú eru tvær mínútur í að þátturinn sé kominn þannig ég bið bara að heilsa og vona að allir NJÓTI jólafrísins en gleymi sér ekki í einhverju jólastressi eða of mikilli vinnu þar sem fólk þarf smá frí!
Held að Íslendingar einkennist svolítið af því að vera vinnualkar, kunna sér ekki hóf og vilja alltaf meira og meira... Peningar eru líka mjög mikilvægir til þess að halda lífi, til þess að hafa allt í himnalagi og svo er náttúrlega ekki hægt annað en að kaupa sér stóran góðan flatskjá og nýja gsm síma á röðina fyrir jólin! Hah! Er það ekki sannur jólaandi...

Hvert stefnir þetta....

Brynhildur

föstudagur, desember 16, 2005

Prófin búin

LOKSINS!!!

Ahhég er ekkert smá fegin að vera loksins búin í prófunum. Er búin að vera geggjað steikt og sofa í sófanum í eldhúsinu hjá Siggu yfir kvöldmatnum hjá þeim í kvöld.
Skrapp í bæinn með Siggu, Söndru og Svövu í gær til þess að halda aðeins upp á þettu, jibbí.
Fórum í kringluna og grúskuðum í jólagjöfum og fórum svo á King Kong sem kom mér á óvart.
Svo fórum við Sigga í Smáralindina í dag og Kíktum á Söndru vinna hehe.. dugleg litla stúlkukindin.
annarss... þá var hún móðir mín líka að koma heim frá Vínarborg og Marissa fór í gærmorgun :(
Hildur fer 17. des og já...

Heyrðu langar að segja frá maskaranum sem mamma keypti handa mér.
"ógeðslega góður maður! Þolir rigningu og svita og vatn og allt!" Já.. allt, það er mikið rétt, í gær þegar ég var komin heim úldin þreytt og fór að athafast við að þrífa burt grímuna sem maður setur upp... maskarinn, sem er svo góður og þolir allt vildi alls ekki fara af! Sjæsse! Byrjaði að nota svona æmeikoprímúver en það gekk ekki þannig að ég ætlaði að prófa vatn þar sem það stendur svona 38° á umbúðunum. ég nuddaði og nuddaði en ekkert gekk og á endanum var ég að plokka þennan ansvétans maskara af augnhárunum sem rifnuðu af í leiðinni! Puff...

Jólafríið er hafið og letin tekur við.
Takk fyrir mig.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Svennnnar!

ég er komin með mína eigin kindahjörð og það reynir ekkert á að passa hana! Hún gerir það nánast sjálf!
Hér eru Svennarnir mínir... (þeir eru í raun 9 talsins þegar þeir eru allir til staðar en stundum dobblast þeir og svona thíhí)

þriðjudagur, desember 13, 2005

yehh

Finnst vera tími til kominn til að skrifa á ný.

Ástæðan fyrir nýja lúkkinu á síðunni er jólin. En þetta var einmitt jólalegasta lúkkið sem ég fann.
Ekki mikið og auðsjáanlegt en svonahh..

Nú eru bara tvö próf eftir hjá mér og ég get varla beðið eftir að vera búin.
Hestarnir koma inn strax þegar ég er búin í prófum
Mamma kemur heim frá Vín þegar ég er búin í prófum
Jólin koma þegar ég er búin í prófum
Marissa fer þegar ég er búin í prófum

Á næsta leiti er sumsé margt að gerast. Bráðum hef ég tíma til að kaupa jólagjafir og komast í jólastuðið þar sem það er enn eitthvað að sitja á sér.
Það er svo súrt að allir fari einmitt þegar ég er tilbúin til að gera eitthvað! eða nokkrir... Ásgeir fer til Kanaríeyja, Marissa fer til Ameríkunnar stóru og Hildur fer til Ástralíu. Matti fer svo kannski til Grundarfjarðar þannig að ég á ekki marga að um jólin!
Ójú... skipulagningar fyrir endalaus partý hjá bekknum eru að há mig.
Ég var að vonast til þess að geta haldið smá litlu jól fyrir Saumaklúbbinn ef þið eruð eitthvað háttstemmdar í það stelpur ??
Svo verða hesthúsaferðirnar ófáar.
Shit! Ég sem er að fara að vinna líka um jólin og ég ætlaði að vera rosa dugleg við að gera mig tilbúna fyrir Vorprófin! Haha... þó það sé kannski ekki alveg að gera sig.

En það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer. Hlakka ekkert smá til Fríííísins!!!!!! Vííí!!!!!!!!!!

Bloggsíða vikunnar er: www.folk.is/-artemis Hildar síða.. þar sem hún er að fara til Ástralíu að sjá Kengúrur og komast kannski í hlýjan poka einhverrar þeirra.
TEAM LAZER EXPLOSION !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

fimmtudagur, desember 08, 2005

Ef ég væri BMWBMW E66 760iL

http://www.pjus.is/iar/bilar/bmwquiz/


Ég er þessi hérna glæsivagn...

En þú ?

Prófaðu að taka þetta stutta próf...

miðvikudagur, desember 07, 2005

Gamall góður

Gamall góður brandari sem rifjaðist upp fyrir mér rétt áðan..
en hann kom í pöddulíf.. hinni ágætu mynd sem ég horfði svo oft á eftir að hafa fengið hana í jólagjöf:

Fluga tjáði sig : "Þjónn! Ég er í súpunni minni" -( var á veitingastaðnum í ónýtu baunadósinni )

Hahahahhaaahahah

þriðjudagur, desember 06, 2005

Niðurtalning

Þegar ég var að læra undir jarðfræðipróf í gær í tölvunni... að horfa á asnaleg video með brjáluðum brake dönsurum... þá varð mér starsýnt á msn og sá að þónokkuð margir eru að telja niður prófin sín. Tilhlökkunin til jólana leynir sér ekki og allir bíða í íþreyju eftir að komast í hið langþráða jólafrí.
Mér fannst þetta frekar athygliverður "menningarkimi" ef svo má að orði komast og flokkaði undir eins þetta fólk undir eina grúppu*.
Tók svo mynd af með screen takkanum blesssuðum og hér er hún...


Bloggsíðan sem stóð uppúr þessa vikuna : http://blog.central.is/straeto

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Mér var bennt á síðu sem er alveg gríðarlega sniðug. Langaði að minnast á hana í blogginu þar sem þetta er alveg snilldar síða!

http://www.pandora.com


Prófin eru að hefjast og það verður skrautlegt að sjá útkomurnar.
Að þessu sinni tek ég samanlagt 10 jólapróf! JEii!
Mjög gaman að hafa próf á hverjum degi í tvær vikur.
En svo verður því lokið og ég get haldið áhyggjulaus inn í jóladraumaheiminn.. gleymt mér alveg, ætla að halda mig bara í letinni þessi jólin. Fyrir utan það að stunda ræktina og vinna.
Já.. Brynhildur sjálf ætlar að fá vinnu um jólin! Og það er ekkert annað en svona kynnir á matvælum í búðum! Komið til Brynhildar og fáið smakk! Jehh..

Vona að hesthúsið taki á sig einhverja góða mynd fyrir jól. Það verður yndislegt að fá hestana um jólin til þess að geta týnt mér bara í einhverfni með þeim! Ahh.... svona á maður að lifa lífinu! Hlakka skuggalega til að sjá stúlkukindurnar mínar sem maður er ekki búin að sjá svo lengi =)
Þá á ég við hestastelpurnar og svo að sjálfsögðu ykkur í saumónum ;)
Jiss. saumó! stelpur... hvað er í gangi!

Því miður fer Marissa 15. desember, daginn sem ég er búin í skólanum þannig ég verð ekki með henni um jólin :(
Stefni að því að komast austur eitthvað! Austankaldinn á oss blés eins og textinn í minnistæðu lagi gefur, sem maður æfði í kór einu sinni.

Maður er nú svolítið nörd ég sér.. eða er það bara álit mitt á mér...
Rás 2 komin sterklega inn hjá mér! Daglegur viðburður að hlusta á m.a. deigluna og fréttir og svona rosalega sniðuga þætti.
Boxið er alltaf á sínum stað og svo er pianopróf og tónleikar bráðum, kórinn í fullu fjöri, öss þegar skólanum líkur fyrir jól verða stífar æfingar á hverjum degi fram að Þorláksmessu.
Af öllu ógleymanlegu!
Jólaballið! Það verður tryllt fjör á jólaballinu og stefnan er að hafa fyrirpartý með 3 bekkjum. =)
Þetta verður rosafjör. Get ekki stillt mig fyfir þessu öllu saman! Það er gjörsamlega allt að gerast! vÍÍÍÍÍÍÍ elska að hafa mikið að gera!!!!!!!!!!
Hvar væri maður ef maður væri ekki með eitthvað fyrir stafni. Úff....

En ætla að láta þetta gott heita.
Takk fyrir mig.

laugardagur, nóvember 19, 2005

Jánei!

Það sem flýgur um huga mér þessa dagana...


Neikvætt:

* Siffa Stærðfræðikennari er leiðinleg.
* Headphonin mín eru ónýt.
* Sögukaflinn um heimspekinga er 5 blaðsíður... það er Mikið..
* Þarf að gera félagsfræðiglósur.
* Djöf! Ég var að prófa hvort að skiladagurinn á jarðfræðiverkefninu myndi breytast ef ég myndi breyta dagsetningunni í tölvunni minni.. sendi skjalið og var ekki búin með það. Fæ ekki 10..
* Kann ekki jólalögin af því ég er búin að missa af öllum kóræfingum seinustu vikrnar.
* Jólaljós?? Eru þau ekki einum of snemma ? Kveikja jólaljósin í bænum í dag!? Öss..
* Neikvæðni og pirringur fer í taugarnar á mér svo að ég sjálf fer í taugarnar á mér..!


Jákvætt:


* Box er skemmtilegt.
* Þarf að tileinka mér meiri stjórnmál.
* Jibbíííííí!!!
* Pianopróf 9. des, 10. des- jólatónleikar í piano.
* Jólatónleikar hjá kórnum í kringum aðfangadag.
* Æfa mig á pianoið.
* Tannburstinn minn er bleikur.
* Team Lazer Explotion!
* Sudoku! Er að rústa því maður! Jee..
* Fæ mér rauðu og fjólubláu bara bráðum hah!
* Prófin eru að byrja. Jess! Þá get ég bara lokið þeim og jólafríið hefst!
* Kaupi bara ný headphone!
* Sigurrósar tónleikar! víí
* Sveitt Partý í kvöld ójá! Þema = Bleikur


Yup! Þetta er svona smá brot af daglegum hugsunum mínum...

föstudagur, nóvember 11, 2005

Andfýla

Var að labba heim frá strætóskýlinu áðan þegar mér varð alltí einu hugsað til andfýlunnar.

Ójá... hún sem er ætíð tilbúin til að koma... birtast mismikil.
Fór að hugsa hvernig maður gæti haldið andfýlunni í hinum mestu skefjum og mín kenning er að ef maður talar nógu mikið þá er maður laus við næstum alla andfýlu!
Rannsóknir mínar leiddu reyndar í ljós að ef maður talar Of mikíð, þá er líka hætta á andfýlu. Því verður maður að tala upp að vissum mörkum. Ef maður talar of lítið þá verður maður líka andfúll.
Einnig getur það komið fyrir að maður verði alveg hrottalega andfúll, sérstaklega þegar maður er með hálsbólgu... ekki búinn að hreinsa munninn eða lítið búinn að borða, og jafnvel ef maður er orðinn vel þurr í munninum.
Þá datt mér í hug þessi settu mörk, að kvenmenn eigi að tala einhver fyrirfram ákveðið mörg orð á dag og karlmenn líka og það sé ekki af því að þau vilja það.. heldur er það bara til þess að koma í veg fyrir andfýlu! Ójá!

Þessi 5000 orð eða hvað það nú er, sem konur eiga að segja og 2500 orð sem karlar eiga að segja... Það er ekkert af einhverri tilviljanakennd! Nei nei..

Hver kannast ekki við það að ef maður er eitthvað urillur og lítið í stuði til að tala, þá kemur þessi yndislega andfýla í kjölfarið!
Það held ég að maður ætti að setja sér einhver ákveðin mörk á fjölda orða fyrir hvern dag.

Þetta var það sem ég hafði að segja.
Takk fyrir mig

laugardagur, október 29, 2005

Stærðfræði!

Ójá!
Sit hérna í sigurvímu eftir að geta loksins stærðfræðidæmið mitt! Ahh! Lífið er aftur orðið skiljanlegt!
Er búin að reika um villigötur seinustu vikurnar í stærðfræði.. og það hefur gert mig hálf fatlaða í lífi og starfi.. dregið mig niður andlega og haft ill áhrif á önnur fög í skólanum. En minn tími er kominn!!
Brynhildur is back in the game!

Fórnaði Halloween partýinu fyrir stærðfræði.
En til þess að að komast í partý sem verður vonandi hjá Karenu í kveld ætla ég að klára að læra núna!

Blehh...

sunnudagur, október 16, 2005

Ich bin Emil !

Emil bekkjarbróðir minn vísaði mér á síðu hjá nafna sínum.

Nafni Emils, Emil er gaur sem býr nálægt Bodensee í Milli Sviss, Þýskalands og Austurríkis.
Emil toppar alla geðveilu sem ég hef augum litið.
Allavega myndi ég ekki vilja verða á vegi hans.
Þetta er örugglega skrýtnasta áhugamál sem ég veit um fyrir utan kannski að taka myndir af saurugum klósettum og láta fólk gefa einkunnir fyrir það..


Emil - http://www.string-emil.de/default.php
sauruga síðan - http://www.ratemypoo.com

(Þeir sem eru viðkvæmir, klíjugjarnir eða yngri en allavega 16 og þeir sem kæra sig bara ekkert um að sjá gaur sem er að sýna sig á g-streng einum saman og kúk í klósetti ættu ekki að vera að skoða þetta..)

sunnudagur, október 09, 2005

Weebl And Bob

kynningin fór eitthvað úrskeiðis.. en ef þið viljið skoða... þá klikkið á Weebl And Bob og horfið á þessa yndislegu þætti...

mánudagur, október 03, 2005

Yay Gestabók!


Loksins komin ný gestabók á síðuna.
Þó hún verði líklegast lítt skoðuð og skrifuð.. hmm

En þá verð ég bara dugleg að skrifa í hana sjálf og leika jónasa og tuma útí bæ.

sunnudagur, október 02, 2005

öss öss öss... Matthías..

Aðfararnótt sunnudags...

(Klikkið á fyrirsögnina)

föstudagur, september 30, 2005

Klukkud hvad ??

eg skil ekki hvad tetta klukk daemi er ennda er eg bara hryllilega utur greinilega.

En fekk svo upplysingar um hvad tetta vaeri tannig... Njotid vel!
Vona ad tetta turfi ekki ad vera langar sogur...?

1. Tegar eg profadi snjobretti i fyrsta skipti kunni eg ekki ad stoppa, renndi mer nidur tessa lika rosalega haettulegu barnabrekku i skalafelli og klessti a rolu sem var tarna eitthvad ad tvaelast!

2. Madur er nattla madur alveg gridarlega gafadur. Komin i MR og allt og einn godan vedurdag vorum vid i jardfraedi og vorum ad tala um steindir. Aedislegt alveg hreint, nema hvad, malefnid for ut i alkul og svoleidis gafulegheit. Spurt var hvort tad vaeri alkul i geimnum og fleira tegar eg spurdi hvort tad vaeri alkul a sudurskautslandi. En tad virtist hafa verid eitthvad svadalega heimskuleg spurning tennan dag og var mikid hlegid ad mer... Ekki gaman.

3. En madur a ad geta gert grin af sjalfum ser. Tad gerir mann vist ad sterkari einstaklingi. Aetla ekki ad segja adeins fra misgjordum og heimskuporum manns.

ER í partýi!!! get ekki klárað.jkljklæj

miðvikudagur, september 21, 2005

Dýr.

Geta ekki flestir verið sammála því hvað það er notalegt að hafa dýr hjá sér.
Ég sit hérna lokuð inní herbergi með minn tölvuheim fyrir framan mig og Kisi liggur hjá mér. Það er bara það mest róandi í heimi!!
Maður þarf ekki að segja neitt. Hann er þarna bara. Veitir manni félagsskap og ég get engan veginn sagt að ég finni fyrir einmanakennd með hann við hlið mér.

Ég hef verið alin upp við þau skilyrði að ég hafi alltaf haft haug af dýrum í kringum mig. Fyrir utan að fæðast inní hestaheiminn sem er örugglega eitt það besta sem hefur nokkurn tíma komið fyrir mig hef ég laðast að hundum, köttum og hvaðeinu eða bara hreinlega þau laðast að mér?
Þegar maður var keyrandi upp í sveit þegar maður var yngri skrúfaði ég niður gluggan og hneggjaði, jarmaði eða baulaði á hesta, kindur og beljur sem voru í næstu girðingu. klikk*

Svo er líka bara svo óendanleg tryggð, einlægni, ást og sakleysi! Þau vilja aldrei vera vond nema þau neyðist til þess. Er það ekki rétt hjá mér??
Ætla að láta nokkrar sætar myndir fylgja..


sunnudagur, september 11, 2005

flugur..?

Kannast einhver við það að hafa kannski setið og séð flugu tylla sér á vegginn rétt hjá manni. Hún situr þarna.. og þú í dálitla stund en svo stendurðu upp og ferð. Svo kannski siturðu á sama stað aftur eftir viku og flugan er ennþá þarna.. BARA DAUÐ??


Pæling...

Myndir

Einhverjar myndir komnar inn fyrir þá sem vilja sjá....

Það er sumsé MR ballið, MH ballið held að mynd af Andreu sé þarna líka síðan á MS ballinu og svo vantar fleiri. En já þetta er líka úr fyrirpartýjum og eitthvað shit þannig endilega bara skoða. ~=)

fimmtudagur, september 08, 2005

Tolleringin!Hin árlega busun var í dag og allir voru Tolleraðir og svona ;)
Þetta var alveg gríðarlega ánægjulegt og ég held að allir nýnemar hafi gengið stoltir heim úr skólanum í dag.
Loksins orðnir viðurkenndir MR-ingar !=D

Það er alltaf svaka húllumhæ í kringum þetta og sjöttu bekkingar klæða sig upp í svona hvít föt, mála sig ógurlega og svo er spiluð þessi hrottafegna tónlist til að hræða okkur litlu börnin.
Maðurinn með ljáinn gekk fyrir stafni allra sjöttu bekkinganna og þetta var mjög vel heppnað :)

Jú jú maður var látinn gera ýmsa niðurlægjandi hluti.
Vorum fyrst lokuð inní stofu í gamla skóla og svo ruddust 6. bekkingar inn öskrandi og skipuðu okkur fyrir. Girða okkur.. peysur ofan í buxur og buxur ofan í sokka. Dansa tvö og tvö og syngja höfuð herðar hné og tær. Svo vorum við látin syngja gaudann og að lokum rekin út úr stofunni skríðandi og jarmandi eins og fresh new lambakjöt!
Ég var sérstaklega tekin fyrir útaf nylonbolnum mínum sem ég keypti bara í gamni mínu.
Látin syngja í micraphone eitthvað nylon lag en kunni það ekki þannig það enntist stutt.
Svo var ég látin syngja Gaudann aftur á meðan ég var tolleruð.

Og það allra síðasta var skúffukakan og mjólk sem var alveg ofboðslegt ljúfmeti í munninn :)

En MR ballið er í Kvööld, MH ballið var í gær og það var rosa fjör
Þarf að klára að læra fyrir morgundaginn þannig ég kveð að sinni!

Yfir og út...
Litli MR-ingurinn

laugardagur, ágúst 27, 2005

MR

viii MR er alveg aedislegur skoli!
Fyrsta daginn var bekkurinn strax farinn ad kynnast og tad var rosa fjor. Tok uppa tvi ad koma med blodru annan daginn og tad var lifsleikni timinn tar sem kennarinn maetti ekki. Flestir ur bekknum komu saman i hring og svo heldum vid blodrunni a lofti i orugglega klukkutima.
..Sem var frekar einhverft og einhaf skemmtun en allir virtust finna sig i tessari nyju itrott.

En semsagt! Bekkurinn er agaetur. Buin ad kynnast tarna nokkrum indaelum stulkukindum og for heim til Petru i gaer sem byr einmitt nidri i bae. Hun a heima i alveg obboslega saetu litlu graenu husi og vid satum tar i bleika herberginu hennar, eg, hun og Sara. nokkur skemmtileg moment tar.

A fimmtudagskvoldid var kynning a felagslifinu i MR og eg held ad flestum nynemum hafi litist allsvakalega vel a hana.

Annars er eg haett ad vinna og i ar verd eg bara undirritadur "fataekur namsmadur".

For i Bio i gaer med Matta a myndina Broken Flowers. Svolitid skrytin mynd og endadi alveg rosalega. :D haha. En jaeja dagurinn i dag verdur krefjandi eins og flestir dagar tannig eg kved ad sinni.

Lof se MR!

Fataeki namsmadurinn...

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

heyrdu ja!

Tad er vist alveg hrottalega langt sidan eg bloggadi. Akvad ad segja adeins fra Svitjodarferdinni.

Forum sumse eg og karlmennirnir i fjolskyldunni. Vorum i vandraedum med ad finna gistingu. Svafum fyrstu nottina a hoteli i Stokkholmi en fundum okkur svo bilaleigubil og keyrdum til Norrkoping sem var svoldid erfitt ad finna =/

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Svíþjóð


Jæja... eftir u.þ.b. 3 tíma verð ég komin til Keflavíkurflugvallar.
Er svo að fara að fljúga til Svíþjóðar á heimsmeistaramót hestamanna. Marissa og Tinna fóru á mánudag og Sigga og Dóra á laugardaginn og við sjáumst fljótlega! Jííí =)

Þessi skemmtilega mynd er búin að vera auglýsing fyrir hestamannamótið í nokkra mánuði í hestablöðum!

Það versta við að fara frá Íslandi er að Matti verður eftir hér : (
Hugmyndin um að geyma hann í ferðatöskunni var víst ekki nógu góð =\ Þetta er nú ekkert svo rosalega langur tími en það er alveg fáránlegt hvað maður fær fráhvarfseinkenni fljótt! Maður er orðinn hálf háður þessum litla dreng. Ótrúlegt hvað þetta getur haft mikil áhrif á mann. Eenn.. svona er þetta.
Hlakka bara til að koma aftur og hitta litla snáðann ;)

En ég ætlaði bara að skella inn smá kveðju. Þarf að sofa eitthvað!

Adios!
Brynkz :)

fimmtudagur, júlí 21, 2005

hvar er sumarfríið ??

Jú sumarið er víst komið. Og það hefur sést vel til sólarinnar seinustu daga.
En er það nóg..?
Ég man í þá gömlu góðu daga þegar maður var úti öll sumur og lék sér í einni krónu og vink vink í pottinn. En tímarnir breytast svo sannarlega. Það þarf ekkert endilega að vera að maður taki eftir því. En innst inni finna líklegast allir fyrir því.
Seinustu tvö sumur hafa alveg flogið framhjá mér.. Vinnan tekur frá mér fríið, fríið, sem ég vildi eyða í að gera ekki neitt! Eða öllu heldur gera eins mikið og ég gæti. Fyrir utan að vinna. En svo endar það með vinnu frá hálf 9 á morgnana til 10 á kvöldin ???
Reyni að þrauka en þetta er orðið alveg hryllilega þreytt... og ég.. og líkaminn minn! Allt þetta í samstarfi hefur verið að draga mig niður síðustu daga og líkaminn greinilega búinn að fá sig fullsaddann!
Veik. Röddin farin að dofna allverulega og vöðvarnir stífir eins og grjót.

Hressi mig upp með Svíþjóðarferðina í huga :)
Hlakka til að vera með öllum vinkonunum saman í útlandinu. Það verður gríðarlega gaman.

En svefninn kallar! Góða nótt.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Damien Rice

Ætla að láta þennan texta nægja sem blogg í dag. Finnst hann alveg æði.
Damien Rice fer með þennan texta og hann er einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér núna um þessar mundir :)


"Cheers Darlin"
Cheers darlin'
Here's to you and your lover boy
Cheers darlin'
I got years to wait around for you
Cheers darlin'
I've got your wedding bells in my ear
Cheers darlin'
You give me three cigarettes to smoke my tears away
And I die when you mention his name
And I lied, I should have kissed you
When we were running the reins
What am I darlin'?
A whisper in your ear?
A piece of your cake?
What am I, darlin?
The boy you can fear?
Or your biggest mistake?
Cheers darlin'
Here's to you and your lover man
Cheers darlin'
I just hang around and eat from a can
Cheers darlin'
I got a ribbon of green on my guitar
Cheers darlin'
I got a beauty queen
To sit not very far from me
I die when he comes around
To take you home
I'm too shy
I should have kissed you when we were alone
What am I darlin'?
A whisper in your ear?
A piece of your cake?
What am I, darlin?
The boy you can fear?
Or your biggest mistake?
Oh what am I? What am I darlin'?
I got years to wait...

föstudagur, júlí 08, 2005

Haustið að koma?:(

Seinustu daga hefur veðrið ekki verið ýkja gott. Rigning og leiðindi og svo þegar sólin reynir eins og hún getur að skjóta smá geislum á landið til að fegra upp daginn koma þung ský og hella sér yfir.
Það er samt ekki hægt að láta það á sig fá. Alltof margt að gera.

Gaman að segja frá því að ég var að byrja hjá ogvodafone! Mjög spennandi starf og vel launað. Enda yfirvinnukaup þannig verð bara vellrík eftir sumarið. Ánægjan blossar upp*

Aðalheiður átti afmæli í gær og við Sandra tókum okkur til og skutumst í bæinn með henni til að halda upp á þennan hamingjudag í lífi okkar allra. Fórum á Fridays og þurftum að bíða alveg endalaust eftir okkar þremur "börrum" og "fröllum" með ;P
Svo var mér litið á klukkuna. Hún var nærri orðin átta og við, sem ætluðum í bíó, rifum í okkur hamborgarana og hlupum naumast út af staðnum til að troða okkur inn í biðröðina sem náði út að úti dyrum á smáralindinni. Skelltum okkur á Mr. and Mrs. Smith sem kom mér virkilega á óvart.

- Allir á heimilinu eru að pakka niður draslinu sínu þar sem helmingur fjölskyldunnar er að flytja niður í bæ.
Stórframkvæmdir eru í vændum og miklar breytingar á húsinu eiga eftir að eiga sér stað. Fengum nefnilega fíniríis arkitekt til að teikna upp húsið á ný og nú á að fara að rústa veggjum í stofunni til að byggja upp húsið lengra inn í garðinn.

Það verður spennandi að sjá framhaldið af þessum gríðarlegu framkvæmdum.. og spennandi að fá að vita hvar í fjáranum ég á að sofa á meðan!!

takk fyrir mig.

laugardagur, júlí 02, 2005

Sumarið sælt!

Góðan og blessaðan daginn félagar...

Gærdagurinn var hreinn snilldardagur. ég föstudögum skiptumst við á að fara fyrr heim úr vinnunni og nú var komið að mér og Leó. Sem er hinn fínasti gæji. Við hjálpuðum eftir hádegi hópnum af stað. Kristín farin upp í sveit þannig Sandra fór ein með Svölu. Við Leó fórum á berbaki til að stækka girðinguna. Ég á Hnappi og hann á Smartfara. Æðisgengnir gæðingar. Við skildum þá eftir með beislin og allt uppí sér og komum svo hlaupandi að þeim og hoppuðum uppá þá eins og maður sér í Villta vestrinu!;) Svaka fjör. Tókum svo nokkra snúninga í hverfinu. Hittum á félaga Leós.. sem að mínu leiti eru ekki alveg besti félagsskapurinn! ÞAU STÁLU HJÓLINU MÍNU!!! pff... ég alveg hneyksluð en sallaróleg. Sagði stúlkukindinni bara að drattast með það upp að kofadyrum og skilja það eftir þar. Riðum svo á harðastökki gegnum hverfið og heim til Leós. Ég teymdi Smarta heim aftur og svona skemmtilegheit. Eða skemmtilegheit..? Gleymdi að minnast á að við þurftum að týna þriggja vikna gamalt rusl uppúr ruslatunnunni og setja í poka til að dröslast með það uppá Sorpu! Ekki góð lykt.. ég með mínar snilldarhugmyndir að teypa bara pokann við tunnuna og sturta svo yfir. Gekk ekki alveg og ruslið útum allar trissur. Og þessi líka skítalykt! Leó teypaði hettuna sína fasta um hausinn og yfir nefið á sér. En svona er þetta ánægjulegt.
Komin með þrjátíuþúsund krónur útborgað..

Svo var ég að skipta yfir í ogvodafone. Svakafréttir þar sem ég fæ kannski bara vinnu hjá fyrirtækinu í kaupbæti! =D
Saga reddari. Fæ þá aðeins meiri pening fyrir sumarið. Og Matti og allir bara með í þessu!~=)

Við Matti fórum svo í bíó til að halda upp á þetta. "Guess who" var myndin sem við sáum í þetta skiptið. Ég eins og einhver algjör vælukjói grenjandi yfir hálfri myndinni. Kom mér sjálfri á óvart reyndar :S

Tatiana farin út til Boston! Marissa kemur svo þangað í vikunni. Og þaðan fer hún svo í Harvard. Ég er ekki alveg með þetta á hreinu en held að þetta sé svona.

Svo er það bara Svíþjóðin í ágúst!:D
Sagði vinnuveitanda mínum, Elíasi frá því að ég fengi frí á þessum tíma og hann varð alveg blár í framan! Svo ég lofaði að stytta aðeins þetta þriggjavikna frí sem ég var búin að koma mér upp.

Það verðru ánægjulegt að labba upp tröppurnar fyrir framan MR í haust. Farin að hlakka verulega til. :)

En þangað til næst! Hafið það gott ;)

föstudagur, júní 24, 2005

Jæja! Maður er búinn að bíða í örvæntingu eftir að umslag smjúgi inn um bréfalúguna. Umslag sem segir til um hvort maður komist inní tiltekinn skóla. Í mínu tilfelli var ég að bíða eftir svari frá Menntaskólanum í Reykjavík. Og viti menn! í gær kom móðir mín hálf hlaupandi inn í herbergið mitt til að segja mér stórfréttirnar í lífi mínu! Ég komst inn.
Er alveg þokkalega ánægð! Fegin en með smá vott af spennufalli eftir fréttirnar.

Vinnan er búin að vera rosalega átakanleg á stundum. Fólk flæðir inn og útum litla kofann sem hefur að geyma allt sem til þarf til að reiðskólinn gangi upp. Alltaf nýir krakkar sem um leið og maður kynnist, klára sína viku og koma aldrei aftur. Maður er nett að venjast þessu. Var fyrst að reyna að kunna öll nöfnin á krökkunum en það er algjörlega vonlaust þar sem þetta eru 35 - 40 krakkar á dag plús 4-12 fatlaðir, þroskaheftir eða á einhvern annan hátt sérstakir.

Ásgeir er kominn með nýjan benz á handlegginn. Eða fær hann eftir rúman mánuð. Svaka fréttir.

Fór eftir vinnu í dag út í garð með henni ömmu minni góðu. Misstum okkur í arfareitingi... og á morgun mætum við hressar og kátar og höldum áfram þar sem frá var horfið. Reyndar væri ágætt að hvíla smá "lúin bein".. eða í mínu tilfelli lúna vöðva sem eru að gera mér lífið leitt á degi hverjum.

Marissa er líklegast í Harvard núna. Annars veit ég ekkert hvar hún er í Ameríkunni!? Vona bara að hún skemmti sér alveg gríðarlega vel og hafi einhver spennandi verkefni fyrir stafni. Er farin að finna virkilega fyrir því hvað mig vantar hana til að fullkomna líf mitt! Og hér með vil ég opinbera það að ég Sakna Þín Ógeðslega, Marissa mín!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Allt að gerast á heimilinu! Systkini mín að flytja út og Marissa inn að sumarinu loknu :) Það verður æði!

En annars þakka ég bara fyrir mig og ætla að minna á að óskum nokkurra valinkunna drengja, á næstu helgi sem á að verða einhver draumur í dós fyrir hvern 10. Bekking í mosó sem útskrifaðist í júní 2005.
-Hittumst heil!

fimmtudagur, júní 09, 2005

Heimurinn minn..?

Tók eitt af þessum prófum á netinu sem á að segja manni hvernig maður er. Eins og allir vita þá er þetta bara eintómt rugl og vitleysa en þetta getur orðið skemmtilegt.. held samt að þetta test sem átti að birtast hér að neðan sé eitthvað að klikka svo ég sýni það með aðeins öðruvísi móti...

How Good are you at Certain Things?

Name - Brynhildur
Age - 16
Favorite Color - Green
Nickname - Brynka
Sex - 73%
Romance - 43%
Self - Control - 5%
Kissing - 40%
Cuddling - 68%
Kinkiness - 18%


This QuickKwiz by KillianO - Taken 1469458 Times.
Annars segi ég fínt. Vinnan hófst í gær og ég og Sandra erum búnar að standa okkur alveg rosalega vel. Erum að vinna í reiðskólanum hjá Beggu hinni góðkunnu. Elías er búinn að vera að stjórna okkur nema hvað hann er alltaf upptekinn við að tala í símann þannig að við komumst lítið áfram. Samt afrekuðum við það í dag að rífa upp heila girðingu! Rúlla upp heilum helling af gaddavír og safna saman spýtnabraki og rusli. Í gær bárum við á hnakkana en hin eiginlega vinna byrjar á mánudag þar sem við verðum leiðbeinendur fyrir litla krakka sem fá að hoppa á bak aumingja hestunum sem starfa við skólann...

Samræmdu prófin gengu einnig vel. Ég er nokkuð ánægð miðað við hvað ég lagði litla vinnu í þetta allt saman. Meðaleinkunn 8 og hæsta einkunn 9.5 í Stærðfræðinni sem gekk vel bara vegna þess hvað Pétur er góður kennari. Nú er stefnan bara á MR og ætla ég að rúlla upp öllu. Þó veit ég að ég á eftir að skjóta mig sjálfa í fótinn þar sem ég er ekki búin að byggja mig vel upp seinustu árin.. Í menntaskóla þarf maður nefnilega að beita alvöru vinnubrögðum! Skilst mér allavega.. En ég læri þetta bara. Verð með Fartölvu mér við hönd og pikka hvert einasta orð sem kennararnir segja inná tölvuna og seifa inn á læst skjalasafn!

Svona er lífið í dag. Útskriftin á að vera eftir um það bil 40. mínútur og ég er ennþá í vinnugallanum þar sem ég var að hamast og djöflast til klukkan 18:00 og er hreinlega of þreytt til að lyfta peysunni yfir höfuðið..

Takk fyrir mig samt sem áður og ég lofa að blogga fljótlega aftur~=)
- Brynhildur

þriðjudagur, júní 07, 2005

Grunnskólinn að baki

Jáh þótt ótrúlegt sé að hugsa sér það að maður er búinn með grunnskólann þá er það dagsatt.
Samræmdu prófin komu vel út hjá mér. Hæst í stærðfræði með 9.5. =)
Svo er þetta bara búið að ganga upp og ofan. Á maður að fara að segja einkunnirnar hér? Ég veit ekki. En meðaleinkunnin var allavega 8. Mamma lofaði mér fartölvu þannig ég bíð bara spennt eftir henni.

En það er ekki allt búið þó að skólinn sé það. Sumarið tekur við og vinnan. Ég verð að þessu sinni að vinna hjá Beggu með reiðskólann. Vona að það verði gaman. Sandra verður þarna líka svo þetta verður fjör. Ég læt mér það að kenningu verða að sækja ekki um neinstaðar... það átti að gerast en einhvern veginn tókst mér að sleppa því. Nema hvað ég keyrði framhjá húsasmiðjunni og ákvað þá bara í leiðinni að sækja um. En svona er þetta.

Ég er farin að hlakka allverulega til sumarsins og vil nota hverja einustu mínútu til hins ýtrasta. Í dag er ég búin að eyða deginum með góðum vini mínum, Matthíasi.

föstudagur, maí 20, 2005

It's Been A While

Halló fólk. Veit að það er alveg skuggalega langt síðan það var bloggað síðast

Samræmdu prófunum lauk á miðvikudaginn þann 18. maí. Vei loksins. Skrýtið að ég kveið ekkert fyrir þetta. Ég hlakkaði bara meira til að þetta væri allt búið =)


En jæja.. heyrðu já vinkonur mínar voru að keppa seinustu helgi og stóðu sig eins og alltaf með prýði!
Dóra vann fjórganginn og var í öðru sæti í töltinu.
Sigga var í 3. sæti í töltinu og 4. í fjórgang.
Tinna var hinsvegar í 3. sæti í fjórgangnum. ;) stolt af ykkur stelpur mínar.

Reið með Aðalheiði niður í Fák á miðvikudaginn eftir náttúrufræðiprófið. Var víst of sein að koma mér í þessa óvissuferð á vegum bólsins.
En þetta var alveg ágætis ferð til að koma hestunum í form. Fór svo í kjötsúpureið með Marissu í gær. Þegar við vorum komnar þurftum við að borga fyrir súpuna. Pabbi Söndru splæsti á okkur. Allt liðið úr Mosó var þarna saman komið vel í glasi og söng og dansaði eins og hestamönnum einum er líkt ;P
Riðum svo bara heim og eftir þessar tvær löngu ferðir er ég með ónýtan afturenda. Húðin gjörsamlega nuddaðist í burtu og á hnjánum og kálfunum er ég með stór brunasár. Ekki gott...
Nú er ég hjá Matthíasi. Við vorum að horfa á myndina National Treasure =}
Ég hef kannski ekki mikið vit á bíómyndum en mér fannst þessi bara góð skemmtun. Þetta kveikti óneytanlega áhuga minn um sagnfræði. Nú erum við búin að skipuleggja bókasafnsferðir þar sem við ætlum að hittast öll þriðjudagskvöld og lesa okkur til um sögu heimsins.
Ég hef ekki verið dugleg við að blogga seinustu misseri en ætla að reyna að bæta úr því svo að daglegir gestir á þessari síðu.... ef það er einhver... bíðið bara!

laugardagur, maí 07, 2005

Lífið er yndislegt!

Dagurinn í dag.

Kisi er hress, finnst alveg æðislegt að sitja uppá stillas sem stendur á planinu okkar. Baða sig í sólinni og sjá yfir konungríkið sem hann vakir yfir.

Fór á hestbak í gær og það var gaman. Prófaði Loka minn sem ég fékk í fermingargjöf. Hann er svo mikið krútt! Algjör töffari =) Alveg æði! Ætla að láta mynd fylgja

http://mblog.is/mblog/image?imageid=268744&type=IMAGE/JPEG

Þetta er Sumsé Loki þarna lengst til vinstri.

Körfubolti er skemmtileg íþrótt. Man þegar ég var lítil spilaði ég stundum körfubolta með systkinum mínum og fleiri krökkum úr götunni. Það var gaman. Svo var ég alveg að owna í körfubolta í íþróttum í vetur. Svaðalegt! Er svo líka búin að kynnast mörgum nýlega sem hafa áhuga á körfubolta. Það er fínt.

Heyrðu ég fékk alveg æðislegar afmælisgjafir frá mínum bestu vinum =)
Vil endilega þakka fyrir þær hér ;)

Var að læra undir samræmda íslenskuprófið áðan. Rifja upp hætti og myndir og ætlaði að beygja sögnina að prumpa i kennymyndum.
Önni hér sérfræðingur beygði þetta svo fyrir mig og út kom..


ég prumpa
ég pramp
við prumpum
við hofum prompið


En ætla að láta hendur standa fram úr ermum. Leigði mér dönsku myndina "Festen" í gær og ætla að horfa á hana mér til yndisauka.

En ekki gleyma að lífið er yndislegt!
Gangi öllum í 10. bekk alveg gríðarlega vel í prófunum!;)

miðvikudagur, maí 04, 2005

Læra Afmæli Læra!

Samræmd próf

Komst að því fyrir tveimur dögum að mamma og pabbi ætla að yfirgefa mig á afmælisdaginn minn til að fara til London.
Ekki nóg með það að þau verða eigi hér á mínum 16 ára afmælisdegi, heldur verða þau ekki viðstödd til að halda í mér lífinu fyrstu tvö samræmduprófin. Hvernig geta þau gert manni þetta!?!?!:O Aldrei til staðar þegar þeirra er loksins þörf.
Þetta hefur valdið alveg ágætis áfalli þar sem ég þarf þá, fyrir utan að læra eins og brjálæðingur seinustu daga áður en prófin skella á, að sjá um 7 hesta sem bíða eftir að vera hreyfðir, látnir út og fá að borða. Jei. Spennandi dagskrá framundan alveg hreint!
En svona er bara lífið ekki satt? Býður upp á margt óvænt á hverjum degi sem líður.
Er að reyna að undirbúa mig undir þessi próf. Svo mikið gert úr þeim, að mér finnst, en samt líður mér eins og ég eigi aldrei að standa mig nógu vel í þeim!
Þetta er það sem ruglar mig aðallega í rýminu. Rosalegt sjálfsálit eins og ég eigi eftir að rústa þessu á milli þess sem mér finnst eins og ég eigi eftir að falla.
Langar í rauninni bara að ljúka þessu af svo þetta verði afstaðið og þá fer þessi langvarandi þreyta, mæði og leti. -Vonandi.
Veit samt ekki með letina. Hún er yfirleitt alltaf í sama hámarki.

Pianoprófi var frestað fram í lok maí. Svo ég geti haft eitthvað mér til dundurs eftir prófin.
Reyndar bara af því að ég hef ekki nennt að æfa mig svo að ég hafi fullkomnað verkin sem ég á að spila

Afmæli á morgun og það verður gaman.
Veit samt ekki hvort maður eigi að halda eitthvað uppá það fyrr en seinna.
Hef bara eitthvað sprell. Nettan dag. Frídagur, afmæli en þarf að læra örugglega mest allan daginn.
Jíííí

En þetta er orðið fínt.
Vonum bara að þetta blessist allt!~=)
Brynhildur

fimmtudagur, apríl 28, 2005

2 Vikur

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður.
Hann líður hjá eins og eldur í synu.

Talandi um synu. Um daginn tók einhver uppá því að kveikja í synunni bakvið selið í skólanum og þessi rosa bruni kom upp. Reykur um allt og litlir krakkar fóru að velta sér í öskunni þegar búið var að slökkva.
Sá sem kveikti í þessu vinsamlegast gefi sig fram þar sem einhver þarf að borga slökkvibílakostnaðinn :O

Heyrðu svo var aftur hérna íþróttafræðistund í dag.
Við Dagbjört ákváðum að reyna að hækka einkunnina okkar aðeins vegna lélegrar frammistöðu við kennslu. Vorum sumsé að kenna litlum leikskólakrökkum sem bíða spenntir eftir því að byrja í grunnskóla á næsta ári, þann hinn sama og ég er loksins að fara að yfirgefa.

Stefni á MR á næsta ári. Það verður spennandi hvernig sumarið verður en það er best að hugsa ekki of langt fram í tímann heldur að einbeita sér að því sem er að gerast núna. Annars verður bara ekkert úr framtíðinni :O

Klukkan er orðin margt. Ég nýkomin heim og enginn annar í húsinu nema Kisi minn.
Ákveð þess vegna að æfa mig á pianoið og fékk pínu útrás. Sem minnir mig á það að ég á að fara að taka stigspróf á laugardaginn. Ekki tilbúin. Ætla að fresta því þangað til eftir samræmdu. Svo ég sé laus við það vesen.

En svona er lífið dásamlegt! Tók mér tveggja tíma stund með mínum heittelskaða hesti áðan. Ánægjuleg kvöldstund. Röltum niður götuna og horfðum á sólarlagið. Awww...
Mót um helgina og langar að keppa. Býst samt ekki við neinu þar sem hesturinn minn er ekki í nógri þjálfun. Sé til.

En ætla að hafa þetta fínt.
Takk fyrir mig
Brynkan...

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Óð Fluga

Hææ!
Heyrðu mig langaði alveg óskaplega að byrja aftur með þessa síðu þar sem hún er með svona öðruvísi móti en gamla folk síðan.
Ætla að reyna að vera dugleg með þetta.

Gerði annars lítið í dag. Fór bara í aukatíma í stærðfræði og svon reiðtíma sem gekk svona líka stórkostlega! Léttir minn loksins farinn að gera eitthvað rétt.

Samræmdu að nálgast óðfluga. Veit ekki hvort ég eigi eftir að standa mig í þeim. hef komist upp með það að læra lítið heima en gengið samt ágætlega í prófum, en svo er maður alveg að klúðra öllu núna undanfarið.
Var allsekki sátt með dönskuprófið, gamalt samræmdu sem ég tók um daginn...
En þetta er ekkert til að tala um.

Vona bar að einhver hafi ánægju af því að lesa litlu bloggin mín.
Takk fyrir mig
Brynhildur

Nokkrar myndir