sunnudagur, desember 31, 2006

Myndasíða

ég var að reyna að setja upp enn eina myndasíðuna.
Er enn ekki búin að læra alveg á kerfið en... enginn skaði skeður!

Það eru bara komnar einhverjar myndir úr tölvunni hans pabba en ég kaupi kannski myndavél á nýja árinu svo að það verða teknar myndir við fleiri tækifæri.

En mig langar samt að óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að allir skemmti sér vel í kvöld og á nýársnótt.

http://www.flickr.com/photos/brynka/

Gjössovel.

laugardagur, desember 23, 2006

Greindarvísitölupróf

Congratulations, Brynkz!
Your IQ score is 133


This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others. Your Intellectual Type is Visual Mathematician. This means you are gifted at spotting patterns — both in pictures and in numbers. These talents combined with your overall high intelligence make you good at understanding the big picture, which is why people trust your instincts and turn to you for direction — especially in the workplace. And that's just some of what we know about you from your test results.

Yup, þetta eru niðurstöður mínar úr greindarvísitöluprófinu sem Atli, frændi minn góður, benti á á bloggsíðunni sinni -> www.blog.central.is/851
Mér fannst hann nokkuð góður að vera með 122 í greindó en ég sló honum víst við. Varð samt vör við að hafa óvart krossað við vitlausa möguleika hjá örfáum spurningum þannig að ég ætti jafnvel að vera enn hærri!
Húrrum fyrir því. Þetta var örlítil uppörvun fyrir mig eftir að hafa séð slæmu einkunnirnar mínar í skólanum en það verður ekki fjallað neitt nánar um þær.

Langar að óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka innilega fyrir það liðna.

GLEÐILEG JÓL!
-Brynhildur.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Nibbb

komst ekki í þessa Ameríkuferð þar sem búið var að velja úr þeim 70 sem þegar höfðu sótt um.
Issss.....
Bömmer. Kannski næst.

föstudagur, desember 15, 2006

Amríkuferð ?

Hvernig sérð þú fyrir þér Brynhildi í Ameríku?

Gæti verið spennandi!
Gæti gerst næsta haust!;)

Icelandics on Ice (IOI) óskar eftir starfsfólki/knöpum

Ég sótti um.
Vonum það besta.

- Takk!Íssýning? Hummm.....

mánudagur, desember 11, 2006

Beta blogger er málið

Djö ég er ánægð með þetta nýja öppgreid hjá Bloggernum.
Nú er allt mun auðveldara.
Nýja lúkkið mitt um daginn var ekki alveg að taka sig nógu vel út þar sem kommentin fóru í rugl og allt var í hassi.
Þetta er ég ánægð með, nú get ég farið að dunda mér í jólafríinu... sem er þó enn ekki komið.
Ég á núna fjögur próf eftir og það er allt komið í rólegheit ef miða á við seinustu tvær-þrjár vikur.

Áðan var ég að taka strætó heim frá Ártúni. Að þessu sinni átti strætóinn minn að koma 9 mínútur yfir. Ég kom þarna alveg eina mínútu í þá klukkustund sem leið þannig að ég var fremur örugg með tíma. Stóð þarna í köldu strætóskýlinu og beið í örvæntingu eftir strætisvagninum sem virtist ekki vilja láta sjá sig. Klukkan var orðin fimmtán mínútur yfir og ég farin að blána í framan og fingurnir hættir að geta haldið í pokann sem ég bar, og enn lét strætó ekki sjá sig.
Þar sem ég er alveg últra þolinmóð manneskja þá sagði ég mér sjálfri bara að klukkan á símanum mínum væri nokkrum mínútum fljótari en strætóklukkan. Og enn leið tíminn...
Fjórum mínútum síðar sá ég glitta í þann gula, sármóðguð og óþolinmóð. Nú skyldi ég sko láta bílstjórann heyraða!
En þrátt fyrir tíu mínútna seinkun og tuttugu mínútna bið í köldu strætóskýli var ég of fegin að stíga upp í strætisvagninn til þess að hella mér yfir aumingja strætóbílstjórann.

Hvað er samt málið með að eini strætóinn sem kemur Alltaf of seint sé einmitt sá sem ég þarf að taka?

miðvikudagur, desember 06, 2006

Skuggsýnt yfir

Ég hélt að ég hefði hlakkað til prófanna.
Það var einhver bjartsýni...

Prófin virðast endalaus.

sunnudagur, desember 03, 2006

Free Hugs! -> tjékkit

Mér fannst þetta ótrúlega fallegt. Lætur manni sannarlega líða vel og vilja breyta til hins góða. Til allra þeirra sem langar í knús: Takið utan um þá sem ykkur þykir vænt um.

Skoðið FREE HUGS hér.

Mig langar allavega að faðma alla sem mér þykir vænt um núna.
-Takk!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

nýtt lúkk inn/komment út

Bloggið mitt er í rúst í kjölfar nýja lúkksins, kommentasíðan villtist af leið og hefur ekki enn náð sínum fyrri farveg.
Ég er ekki sátt.

Hvernig eruði annars að fíla nýja lúkkið ?
- Ahh djöf... þið getið ekki kommentað um það! >(

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Hvaða Ameríska stórborg er ég ?

Stal þessu af mæspeisinu hans Aríel.


You Are Austin

A little bit country, a little bit rock and roll.
You're totally weird and very proud of it.
Artistic and freaky, you still seem to fit in... in your own strange way.

Famous Austin residents: Lance Armstrong, Sandra Bullock, Andy RoddickAðrar borgir sem komu til greina hjá mér voru:

*Los Angeles: Young and fun, you always know where the best parties are.
And while you tend to keep things carefree and casual...
You certainly can glam it up when you need to.

Famous people from Los Angeles: Tyra Banks, Jake Gyllenhall, Freddie Prinze Jr.

og

*Las Vegas: Wild and uninhibited, you enjoy all of life's vices. You're a total hedonist, especially with sex, gambling, and drinking. You shine brightly every night, but you do the ultimate walk of shame each morning. Famous Las Vegas residents: Wayne Newton, Howard Hughes, Penn & Teller, Siegfried & Roy

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

,,Með þér"?

"ég vil bæði lifa og vona!
ég vil brenna upp af ást
ég vil lifa með þér svona!
ég vil gleðjast eða þjást"

Ef einhver man hvað þetta lag heitir og langar ógeðslega að senda mér það þá má hann vinsamlegasat senda mér það á msn.

-TAKK

Ný læknisaðferð

ég var að vafra á mbl.is og sá þá frétt um það að Kínverjar (alltaf að finna upp á einhverju nýju) hafi fundið nýja lækningu við bólgum og svoleiðis.
Í fréttinni var einmitt tekið dæmi um mann sem hefur verið með sykursýki í fjölda ára og var svo illa haldinn að það átti að fara að taka af honum fótinn. En neei ! Ekki í Kína! Læknar hafa fundið upp á því að stinga sjúklinga í bólgurnar eða á staði þar sem tiltekinn sjúkdómur með geitungs stungu.
Þeir hafa enn ekki fundið út hvers vegna í ósköpunum þetta virkir en þetta sýnir greinilega árángur!

Ef þið viljið sjá fréttina klikkið þá hér .

Takk fyrir mig

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Shadow Parade & Pétur Ben

Í gær fór ég á tónleika Shadow Parade í Tjarnarbíói.
Einn hljómsveitarmeðlima er bekkjarbróðir Marissu og stór hluti bekkjarins fór auk þess sem Aron frændi minn þekkir sama aðilja og kom ásamt vinahópi sínum. Svo kom Kári líka, veit ekki hvort þeir hafi ætlað að koma saman.
Ég heyrði bara af þessum tónleikum í gegnum Marissu og svo var ég að skoða mæspeisið hans Péturs Ben og komst að því að hann væri að leika þar líka þannig að ég ákvað að troða mér með í för Marissu.
Þetta var ágætt kvöld og mig hefur einmitt langað í nokkurn tíma að sjá Pétur Ben á sviði, þ.e.a.s. eftir að Kári kynnti mig fyrir honum í septemberbyrjun.

En já, þetta voru útgáfutónleikar Shadow Parade og nú er ég komin með disk bæði þeirra og Péturs ben í hendurnar, þó ég eigi þá ekki sjálf.
-Ég verð pott þétt húkt á þessu...

Ætla að láta linka á mæspeisin þeirra fylgja þessu bloggi og þar getið þið hlustað á nokkur lög frá þeim:
Takk

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

42" plasma sjónvarp frá BT ?!

haha... þetta finnst mér skemmtilegt, varð að setja þetta inn.
Var sumsé að fá sms sent frá BT og þar stóð að ég hafi unnið 42 tommu plasma sjónvarp.

Svona er maður heppinn á þriðjudagskvöldum í miðjum nóvembermánuði...

Uppskeruhátíð hestamanna

Ég hef enga hugmynd um hvernig uppskeran fór og þar með verðlaunaafhendingin en ég veit að ballið eftirá var mjöög skemmtilegt og það er svo æðislegt að hafa marga marga vini í kringum sig sem er mikið gaman að vera með. Mér þykir vænt um svona kvöld.
Myndir á síðunni hjá Dóru og co.

-Takk fyrir kvöldið:)

laugardagur, nóvember 11, 2006

Orðaleikur

Ég er núna að lesa glósur fyrir líffræðipróf sem er á mánudaginn. Fékk sendar glósur frá hildi til þess að fara yfir hvort að eitthvað vantaði í mínar glósur og í Word-skjalinu voru nokkur orð undirstrikuð með rauðu til að gefa til kynna að þau væru annað hvort vitlaust skrifuð eða af erlendum uppruna.
Orðið var ,,heilkjörnungar" og sem ég hægri klikkaði á orðið komu hin ýmsu orð sem gæti passað inn í í stað þessa framandi orðs.

Möguleikarnir á orðinu heilkjörnungar voru m.a. eftirfarandi.

*Heilkjarnungar
*Heilkjörnáungar
*Heilkjörpungar
*Heilkjörsungar

Þetta er eitt af fjölmörgum orðum sem maður getur farið orðavillt með. Ahh reyndar getur orðavillt einnig haft fleiri en eina merkingu ef út í það er farið.
Svona finnst mér tungumál einkar skemmtileg fyrirbæri og það væri nú gaman að sökkva sér einhvern tímann út í orðarugl þar sem maður finnur aðrar merkingar orðanna.
Mér finnst líka magnað að menn eiga í raun að geta lesið heilu greinarnar af rugluðum orðum ef bara fyrsti og síðasti stafur í hverju orði er á sínum stað.
Og annað sem mér finnst mjög skemmtilegt er hversu fjölbreytt orð geta verið, mynduð úr sömu stöfunum.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Piano

Mamma var að koma með tölvutösku handa mér sem í var búnt af gömlum pianobókum sem ég hef verið að spila á seinustu árin.
Ég skoðaði pianohefti 1 og tvö, "píanó-leikur 2", A dozen a day I og II og piano lesson book 2 og 3 og 4 og upgrade, Richard Clayderman og að spila á píanói eftir eyranu og 16 auðveldustu verk Beethoven og miklu fleiri bækur og hefti. Svo fann ég eina klarinett bók eftir að ég hafði lært á Klarinett. En það sem mér fannst mjög athyglivert við þetta allt saman var að ég uppgötvaði að ég hef æft á piano í um 7 ár. Ég hef greinilega seinustu þrjú árin staðið í þeirri trú um að hafa bara spilað á piano í aðeins 4 ár en svo er nú ekki.

Þetta fannst mér merkilegasta uppgötvun dagsins í dag.

-Takk

mánudagur, nóvember 06, 2006

Eplaball

Uhh, já það var svolítið sérstakt kvöld. Það var alveg ægilega gaman að hitta stelpurnar og gjörsamlega miiiiiiissa sig í fjörinu.
Vildað kvennóböllin mín gætu verið fleiri...

Takk fyrir kvöldið!;)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Snow patrol - Run

Ég ætlaði að blogga en ég nennti því ekki.

Það hefur eitthvað verið að dissa mig í dag og kannski í gær líka. Hef alveg náð að gleyma því inn á milli, svo kemur það upp aftur. Held það sé vegna einhverrar óreglu. Um daginn sagði ég frá því hvað ég væri eitthvað rugluð og tætt. Hélt ég væri komin yfir það en svo virðist sem það sé að hellast yfir mig aftur.
Er farin að huga að jólaprófunum. Í dag er1. nóvember og ég er í fyrsta skipti svo snemma farin að hugsa um komandi prófatíð. Ég er engan veginn kvíðin eða stressuð en mér finnst samt sem áður óþægileg tilfinning hvíla yfir komandi prófum. Puff...

Mér finnst leiðinlegt þegar fólk talar til mín eins og það sé verulega pirrað út í mig.. sérstaklega marga daga í röð. Það gerir mig pirraða og ósátta við mig sjálfa. Skoðaði stjörnuspána mína á mbl.is áðan og mér finnst það meika örlítinn sens.

,,Nautið er í eilífu ákvörðunarferli. Kannski er það orðið leitt á þessu og líklega að bíða þess tíma er enginn spyr það að neinu. Bráðum munu allir skilja til hvers er ætlast af þeim og spurningaflóðinu mun linna."

Brynhildur er upptekin þessa dagana. Vinsamlegast takið númer og bíðið þar til kemur að ykkur.

Takk fyrir.

Er ég að flýja raunveruleikann ?

þriðjudagur, október 24, 2006

Eintóm gleði og hamingja

Ég er komin með fartölvu þannig að ég þarf ekki lengur að fá Marissu tölvu lánaða.
Ahh bráðum verður sjálfstæði mínu fullkomlega náð. Bara að ég hefði tekið bílprófið fyrir löngu. Þá væri lífið sérdeilis auðveldara.
Myndir frá helginni sem var að líða er hægt að finna á síðunni hennar Fanneyjar eða beinir linkar:

Laugardalshöll 1
Laugardalshöll 2

Þetta er allt frekar steikt en mig langar að láta nokkar þær röffuðustu fylgja þessu bloggi
laugardagur, október 21, 2006

Brjálaða Binna

Fjúff... sem betur fer er ég aldrei kölluð það.

Síðastliðin vika hefur einnkennst af miklu stressi, litlum svefni og skemmtilegum atvikum þar á meðal. Flestir kennararnir mínir hafa skellt á okkur fyrirlestrum, prófum, ritgerðum og kjörbókum og það hefur alls ekki verið neitt auðvelt að vinna úr þessu öllu.
En ég ætla ekki að vera með neitt væl. Í gær komu til mín Guðrún, Hildur og Karen og við spiluðum Mr. & Mrs. spilið og höfðum bara kósí.
Sigrún vinkona mín hringdi líka í mig í vikunni og fékk mig til þess að vera "hármódel" á sýningunni, Konan, í Laugardalshöllinni. Fór og hitti stelpurnar sem voru memm í þessu (Andrea, Bryndís, Fanney, Sigrún, Tinna, Anna Bergljót, Íris og Arnheiður) í gær og við tókum netta æfingu. Þetta var allt saman gott og blessað nema það að pilsið sem ég átti að klæðast var svo sítt að ég steig á það og það kom gat. Reyndar bara á undirpilsið, sem betur fer.
Sýningin var svo í dag og á morgun fer ég aftur. Úff... hellings vinna.

En jájá svo í kvöld fer ég upp í mosó, örugglega í annað skiptið á ævinni sem ég fer þangað og kíki ekki heim til mín. Fer nefnilega til hennar Kæru Malínar með Aðalheiði og hitti nokkrar píur þar.. hlakka ekkert smá til þar sem ég hitti þessar stelpur eiginlega aldrei lengur..=
Jæja.. smá innskot inn í líf mitt bara..

Það sem ég lærði nýtt í dag er að það er ekki gott að standa á pinnahælum á palli í meira en 15 mínútur. Hvað þá að þurfa að labba meira en það.

Mynd sem ég tók áðan úr símanum hennar Marissu.

sunnudagur, október 15, 2006

Blátt Magic og skítug gluggakista

Ég sat hérna í nýju íbúðinni í fyrradag og hugsaði með mér hvenær flestir skildu sofa í heiminum.

Ég hef ekki ennþá fengið svar við þessari spurningu.


Fór á Árshátíð Skólafélagsins á fimmtudag og það var alveg fjör. Var bara eitthvað fáránlega dofin og þreytt um kvöldið að ég hefði getað sofnað standandi á dansgólfinu ef að fólk hefði ekki verið að ýta mér til á fullu.
Tók mér nokkur hlé og settist og horfði á hina dansa og skemmta sér. Mérr fannst samt eins og ég væri ekki þarna. Frekar eins og ég væri líðandi um í lausu lofti eins og gufa og enginn sæi mig. Það var svolítið skrýtin upplifun.
Svo kom einhver stelpa og leiddi mig upp á gólf og fór að dansa við mig.. Ég áttaði mig engan veginn á því hvað var að gerast.
Haustfríið var þessa helgi, frá fimmtudeginum þar til í dag og mér finnst ég ekki hafa haft neitt frí. Ekkert frekar en venjuleg helgi. Haustfríið mitt nýttist -murlega. já! ég sagði -MURLEGA! (þetta var óvart ásláttarvilla)

Uhh.. Ég er mjög ringluð og tætt þessa dagana.. veit ekki hvort það sé vegna flutninganna, sambandsleysis við foreldra, peningaleysi eða eitthvað annað.
En þetta er sossum ágætt líf þrátt fyrir allt.

Takk

mánudagur, október 02, 2006

Nýtt nýtt nýtt !!!

* Nýir fjölskyldumeðlimir næsta mánuðinn: Læða með 6 litla fjögurra vikna ógeðslega sæta kettlinga. Spennó!

* Suðrasonurinn okkar sem enginn vissi af nema mamma í heilt ár er kominn í bæinn. Verður sendur Norður á Hóla á morgun í tamningu. Spennó!

* Breytingar/kaflaskipti í lífi Brynhildar. Flyt frá mínu 17 ára gamla heimili í íbúð niður í bæ til Marissu á næstu vikum. Pælingin er sú að mútta og pápi flytji austur og Kári til ömmu og hið fyrr nefnda heimili verður líklega leigt út. Þetta er ein hugmyndin af mörgum. Semi Spennó! (semi er þarna bætt inn þar sem tilhugsunin um að allir séu að flytja og fjölskyldulífið verði þar með ekki eins normal og ætla mætti, hefur áhrif)

Myndir af kisum og Sölva Suðrasyni:

föstudagur, september 22, 2006

Slædsjóv2

jæjja nú er þetta komið. Ég hef verið að vinna í þessu núna í 3 tíma í dag og í langan tíma í gærkvöldi og loksins er þetta komið eins og ég er sáttur við þetta. Slædsjóvið með öllu fallega fólkinu er neðst ég síðunni þar sem ekki var pláss fyrir hana neins staðar annars staðar á síðunni.

Takk fyrir mig

fimmtudagur, september 21, 2006

slædsjóv

hef setið núna í rúma þrjá tíma fyrir framan þennan bloody tölvuskjá og sett inn myndir af einhverju af hinu fallega fólki í kringum mig :)

kann ekki alveg á þetta en prufa#1:

sunnudagur, september 17, 2006

Illa barin

Mig langaði að segja sögu þar sem ég hefði lennt í stórum slagsmálum við brjálaða stóra og fulla konu sem öskraði á mig og ætlaði að kýla mig en ég kýldi á undan svo hún varð ennþá æstari og hrinti mér og lamdi og ég væri öll útjöskuð.

Það væri skemmtileg saga sem sýndi hversu ógeðslega hörð ég er.

En sagan mín er sú að ég var að hjóla og klessti á gangstéttarkant og flaug inn í runna.
Ég ER öll útjöskuð.

Sú saga sýnir hvað ég er virkilega klaufsk og klunnaleg stundum.

fimmtudagur, september 14, 2006

Blogg

ég bloggaði..

En bloggið vildi ekki vera birt umheiminum og lokaði á mig.
ég er fúl.


Nýrri bloggsíðu hefur verið bætt inn undir Eðalbloggurum en eigandi síðunnar
er Berglind, kærasta frænda míns, Ásgeirs.
Endilega feel wild og skoðið síðuna hennar.
Hún er Verslingur.
Takk takk

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Úps.

Margt hefur drifið á daga mína og má þar helst segja frá vinnu, hefbundnum íslenskum helgum innan skemmtanalífsins og hesta. Tjahh... það er svona það helsta.
Ahh hestar ? Var sneðug að taka hest sem sumarkaup fyrir að temja hjá Ragnheiði nokkurri Hólastúdent. Var alveg ágætlega sátt við það... nema úps gleymdi að segja mömmu.

Það reddaðist svo allt saman... tveimur vikum síðar nema hvað. Daginn eftir að ég var búin að staðfesta það opinberlega að ég ætti nýjan hest er Menningarnótt haldin með pomp og prakt í Reykjavík og að lokinni dagskrá hin árleag flugeldasýning. Flugeldasýning með miklum sprengingum, blossum og hvellum. Flugeldasýning sem hrakti margan hestinn úr girðingum þar sem þeir voru á suarbeit hér í sveit. Þar á meðal hestinn minn en það endaði með þeim afleiðingum að hann hljóp upp á þjóðveg 1 og varð fyrir bíl. Úps ? tjahh... það hugsa kannski einhverjir sem áttu hlut að flugeldasýningunni. En það var ekki bara hesturinn minn sem dó heldur maður í bílnum sem ók á hann. Og nokkrir aðrir sem slösuðust.
Leiðinlegt já...

Fórum svo tveimur dögum seinna með Létti (hestinn) austur í Hvamm til að jarða hann. Smá erfidrykkja var haldin fyrir þennan heiðurshest og viðstaddir voru móðir mín, faðir og ég auk kærustu bróður míns.
Heyrðu.. bankar ekki uppá Herbert Guðmundsson! Goðsögn sölumannsins. Hinn margumtalaði og frækni Herbert mætir og ákveður frir okkar hönd að við ætlum að kaupa nokkrar bækur af honum. Og viti menn! Við fengum diskinn hans með öllum bestu smellunum í kaupauka! Gamlir góðir slagarar eins og já.. ég man ekki nöfnin.

Skólinn er byrjaður. Málabraut... hvað get ég sagt? Ég fýlana í tætlur. Og nei ég er ekki að gefast upp heldur að láta hið vitræna ráða.

Stórt kvöld í kvöld. Magni var atkvæðahæstur í keppninni Rockstar; Supernova. Skilst að kosningar hér á Íslandi hefðu tífaldast fyrir þessa kosningu, síðan í seinustu viku.
Flott hjá Íslandi, gefum okkur sjálfum gott klapp! Enn og aftur stendur þjóðin saman og styður við okkar mann sem er að meikaða í hinum stóra heimi. Þetta er hreinlega Magnað.

Góða nótt...

föstudagur, ágúst 04, 2006

Cheers darlin' - Damien Rice

Vaknaði klukkan að verða 10 í morgun, lá uppi í rúmi heillengi og spekúleraði. Ahh fyrsti dagurinn í langan tíma sem ég þarf ekki að gera neitt fyrir neinn.
Fer niður í hesthús og gef hrossum sem ég á ekki, fer á hest sem ég á ekki og svo allra síðast á mína eigin. Léttir var rosalega góður og ég var sátt við Sprett líka. Það gerir mann sáttan. Þá þarf ég ekki að gera ekki neitt annað í dag og hafa samviskubit.
Seinustu vikur hafa verið alveg rosalega erfiðar. Vakna, vinna, vinna meira og svo heim og sofa. Aftur og aftur. Hef ekki eina einustu orku í að gera neitt annað og nú í dag, þegar ég þurfti ekki að mæta í vinnu lá ég í rúminu. Róleg, sallaróleg. Hugsandi, hlustandi á rólega tónlist. Slökun.
Ánægjulegur dagur þessi. Hef lengi velt fyrir mér hvað gera skyldi um verslunarmannahelgina en ég er bara nokkuð sátt við þetta. Enda er eins og ég hafi verið sprautuð með deyfilyfi, hendurnar hangandi fram á lyklaborðið og puttarnir þeir einu sem mjakast úr stað.

Svona hefur sumarið verið, nema allar helgar hafa haft í för með sér einhvern hasar og læti. Djamm og djús og sull og rugl.
Ég sem ætlaði að lesa alveg ógeðslega mikið í sumar, afla mér upplýsinga svo ég liti ekki út eins og fáviti eins og maður hefur gert seinustu ár.
Hef pælt svolítið í einmanaleiknum sem verður þegar ég ligg hérna. Hellingur af fólki í kringum mig en samt virðist ég ein. Mér finnst gott að liggja ein og hugsa.. stundum hugsar maður bara of mikið. Stundum dauðlangar mig að deila öllum pælingunum með einhverjum en virðist ekki geta fundið réttu manneskjuna.
Einhverra hluta vegna finnst mér ekkert skipta mig nógu miklu máli, þrátt fyrir að milljón hlutir skipti mig lífsins máli.
Var að hugsa áðan... hvaða lífsins farveg maður ætti að velja sér.
Það verður að segjast að ég get ekki ímyndað mér nákvæmlega hvað ég vil og hvað ég vil ekki.
Það er sannarlega erfitt að hafa gaman af öllu..

*to be continued*

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Jæjajæja

Var að koma úr bíó með Siggu. Fórum á Click, sem er með alveg ágætis boðskap þó svo að mér finnist bandarískar myndir oft fara út í nett rugl. Horfði á the Brakeup á föstudaginn var með Söndru og Aðalheiði. Fórum fyrst út að borða á friday's og svo í lúxussalinn í sambíóunum við Álfabakka til þess að halda upp á 17 ára afmæli Aðalheiðar. Gerðum þetta einmitt líka í fyrra og það þarf víst bara tvö skipti til að þetta fari út í hefð. Hver veit hvort þessi litla hefð okkar haldi áfram. Hgeníveis.
Sigríður Sjöfn var að útskrifast úr hinum ágæta Menntaskóla, Hraðbraut og var haldin veisla seinasta laugardag. Þetta var fín veisla og planið var að fara niður í bæ svo en þar sem við Aðalheiður og Sandra erum enn tæpar eftir landsmótið þá skutluðumst við bara heim og Tinna fór með Siggu einni. Nóttin var víst ánægjuleg...
Marissa kíkti líka við nokkrum mínútum eftir að lenda hérna á Íslandi og rétt áður en hún flaug aftur út og í þetta skiptið til London í sumarskóla. En frá Sviss kom hún fyrr um daginn.
Nú, Landsmótið var helgina fyrir þessa helgi sem var að líða og vikuna þar áður og þar var mikið grín og mikið gaman. Vonum að myndir fari að týnast inn en stelpurnar eru eitthvað tregar til að setja þetta inn á netið. ;)

Næstu helgi verður svo haldið upp að seljalandsfossi í smá útilegu með vinum og vandamönnum, eða öllu heldur með fyrrum skólafélugum úr Gaggó Mos. Þessi ferð er skipulögð af Oddnýju og Söndru og þær hafa sýnt mikla hetjudáð við að koma þessu í kring.
Það eru víst alveg þétt skipaðar allar helgar hjá mér í sumar... eða reyndar koma held ég tvær helgar sem eru enn óákveðnar en þar á eftir kemur verslunarmannahelgin og hver veit hvað maður gerir þá. Sigga var að biðja mig um að koma með til Eyja en það verður allt að koma í ljós... tjahh á morgun, ef ég á að ná í miða.

En þangað til næst! Gúdbæ..

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Magni og Rockstar

yehh... var að horfa á þennan þátt, rockstar subernova(erða pé ?) með Magna sem var að keppa fyrir hönd.. tjahh Íslands ? Nei heldur fyrir sjálfan sig býst ég við en þar sem maður er héðan af sama landi þarf maður auðvitað að kjósa hann, frekar en aðra.
Mér finnst Magni alveg æðislegur gaur og fínn að spila hérna heima.. en ég veit ekki... finnst hann ekki alveg vera að fíla sig þarna meðal brjálæðinganna. Hann vill þetta kannski alveg en mér finnst hann ekki rétti karakterinn í þetta starf. Eins og sást á dómurum þáttarins þá voru þeir að "fíla" fólkið sem var allt tattúverað með litað rautt og bleikt hár og alveg brjálæðislega fleppað! Maður gat séð að Magni er ekki svoleiðis. Hann er hógvær og góður drengur. Held að fólkið þarna sé kannski örlítið tómt í hausnum og frekar klikk, án nokkurra athugasemda til rokkara yfirleitt. Mér leist alveg ágætlega á nokkra þarna til þess að eiga sigurinn en mér finnst Magni ekki eiga heima í þessari keppni. Það veitti honum máské frægð og frama en þetta held ég að hann vilji ekki.
Dómarar vildu minna hann á það að þetta er rokkkeppni. Það var bara til þess að benda honum á að hann væri ekki þessi rokk týpa sem þeir eru að leita að.

Ef ég ætti að breyta mér og mínum karakter til þess að vinna svona keppni myndi ég frekar segja farvell og eiga mínar góðu stundir í góðra vina hópi.
Því segi ég að Magni ætti bara að flýta sér burt af þessum vígvelli, ef hann er ekki tilbúinn til að fórna því sem hann er og hefur.

Takk fyrir mig...

p.s. Landsmótsblogg og eitthvað svoleiðis kemur kannski einhvern tímann þegar ég nenni því. En fyrir þá, sem vilja vita, þá var alveg sjúktmegageðveikt fjör!
Þakka fyrir góðar stundir!
Brynkz

fimmtudagur, júní 22, 2006

Stelpan ég!

ég fór í bíó á myndina She's the man. Mér fannst hún skemmtileg. Fór með vinkonu minni. Mér finnst hún líka skemmtileg. Mér fannst ég upplifa mjög stelpulegt kvöld í kvöld. Það var eins og ég væri stelpa! Ég er stelpa. Mér finnst gaman að vera stelpa og láta eins og stelpa og tala um stelpulega hluti. Ég kom líka inn í ógeðslega stelpulegt herbergi í dag. Sjaldan sem maður gerir það, en það verður oftar! Marissa er svo Mikil stelpa sjáiði til.

Mér finnst ég stelpa.

Smá punktar:
* Partý á föstudag?
* Landsmót í næstu viku!
* Er að vinna á Little Caesar's
* Mig vantar buxur.

Jeee... ok góða nótt

þriðjudagur, júní 13, 2006

Roger Waters og VIP = Geðveikt

Jæja nú má ég til með að blogga. Var rétt í þessu að stíga inn um þröskuldinn heima hjá mér eftir Stórmagnaða tónleika með Roger Waters. Alveg frá því að ég frétti að Roger Waters kæmi til Íslands að spila ætlaði ég að kaupa miða en það komst svo aldrei í verk. En það var allt í góðu þar sem fjölskyldan skellti sér bara á VIP svæði, "þar sem allt snobbliðið var", að sögn Matthíasar, sem var boðið með. Þetta var mín fyrsta upplifun á svona fínum stað þar sem fríar veitingar voru í boði frá meistarakokkum og frítt áfengi allt kveldið. Gaman að segja frá því að það var svona einskonar súkkulaðigosbrunnur með heitu rennandi suðusúkkulaði sem maður gat gætt sér á með jarðarberjum og ananas og melónum. Lostæti allt saman. Svo voru tónleikarnir sjálfir ekki af verri endanum. Um 16.000 trylltir aðdáendur fylltu Egilshöllina og hituðu hana vel upp. Nógu vel þannig það þurfti enga upphitunarhljómsveit. Roger Waters og teymið hans spiluðu margt af því besta með Pink floyd og showið var hreint stórkostlegt. Hann skaut því inn með einu lagi þar sem hann sagði frá því hvernig fjölskylda í Afganistan breytti hugarfari hans gagnvart landinu og sinni eigin þjóð. Hversu illræmt mannfólkið gæti verið að ráðast á heila þjóð sem hefur ekkert illt í huga og hann var hissa á því hversu gestrisið og gott fólkið var. Deildi því litla sem það átti með honum og leyfðu honum að sofa á rúminu sínu. Þegar hann var 17 ára varð hann sumsé algjörlega andvígur stríðum býst ég við. Þetta var rosalega falleg saga sem var birt á skjánum í myndasöguformi. Góð stefna hjá honum að lýsa því yfir svo stórum hópi fólks að maður ætti að vera á móti þessu og áhorfendur fylgja skoðunum hans. Þetta hlýtur að hafa mikil áhrif.
En allavega. Þetta var sumsé allt glæsilegt og mergjað og ýktað kúl svo ég segi nú ekki meir.

Takk fyrir mig og afsakið bloggleysið.
Brynhildur ("Pink Floyd'isti")

föstudagur, maí 19, 2006

amma gamla

Hey pælið í aulalegu dóti.

Ég stakk mig í augað með þumalfingursnöglinni. Hmm.. nú spyr maður sig kannski hvernig í ósköpunum það sé hægt.
Einfalt mál:
ég geispaði, táraðist, ætlaði að þurrka tárið með bolerminni en missti takið og puttinn bara skaust í augað á mér!

Ég ætlaði fyrst ekkert að gera í málinu en svo sá ég mér til mikillar mæðu, þegar ég ákvað að líta á þetta í speglinum að þetta var engin venjuleg rispa. Ég klóraði mig alveg til blóðs. Hringdi upp á heilsugæslu til þess að spyrja hvað gera skyldi og konan sagði mér að ekkert væri hægt að gera annað en að bíða.
En engar áhyggjur, ég lifi enn. Hef lært efnafræði í 6 tíma núna og það er meira en ég hef lært í efnafræði allan veturinn og líður alveg hreint glimrandi!

Annars horfði ég á Eurovision í gær eins og flest allir líklega og mér fannst alveg sanngjarnt að Silvía Nótt kæmist ekki áfram. Held hún geri sér grein fyrir því sjálf greyið að hún hafi skemmt svolítið fyrir sér sjálfri. En á meðan ég horfði á þessa keppni fór ég að hugsa hvað ég ætla að gera þegar ég verð orðin gömul. Og það fyrsta sem mér datt í hug var að gera alveg hellings prakkarastrik! Hver færi að skamma mig orðin gömul og vitstola! Hahh... Nei, frekar væri ég skömmuð núna, eða í nánari framtíð. ,, Þá væri ég orðin svo fullorðin og væri mér til skammar"

En mér er illt í auganu og vöðvabólga er að hrjá mig svo að ég ætla að fara á hestbak.

Takk.

föstudagur, maí 12, 2006

víííí haha, haha víííí

haha mér fannst þetta fyndið þegar Matthías, góði litli vinur minn sýndi mér þetta áðan.
Vakti mig aðeins upp frá dáleiðslu dönsku sagnanna:

Ástæðan fyrir því að Við notum Firefox

mér finnst explorerinn minna mig á einhvern/ja... ;)

TAKK!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Allt full bókað

hey ég fékk ímeil frá Pósinum áðan. Þar var starfsumsókn mín skrifuð upp nákvæmlega eins og ég hafði gert hana fyrst en fyrir ofan stóð eitt, stutt og laggott.

Allt fullbókað.

héh.. fékk ekki neinar þakkir fyrir áhugann eða neitt.. iss.
Nú er ég ekki mjög vön því að fá höfnun frá fyrirtækjum sem ég sæki um hjá.. þar sem þau hafa ekki verið mörg, en er það ekki lágmarks kurteisi að þakka fyrir sig ? Er hin íslenska þjóð að verða æ dónalegri með degi hverjum ?
Humm.. ætla ekki að alhæfa neitt en maður hefur nú alveg fengið hint frá útlendingum um að Íslendingar væru nú ekki þeir al kurteisustu, þó víðar væri leitað. Meðað við þá reynslu sem ég hef haft af yngra fólki, sem munu vera í framtíðinni fulltrúar landsins, þá get ég ekki beinlínis sagt að margur væri kurteis. Jafnvel krakkar á sama aldri og ég og margir eldri. Það er allavega ekki það fyrsta sem kæmi upp í kollinn á mér. Ég hló af myndinni How do you like Iceland, þegar hún var sýnd í sjónvarpinu. Mér fannst fyndið að við Íslendingarnir værum svolitlir Víkingar ennþá, þó langt sé um liðið en ég held að skilningur minn sé að aukast. Skilningur minn á meiningu útlendinganna.
Nú er ég ung sjálf og er að læra að "verða fullorðin" og hef undanfarnar vikur verið mjög meðvituð um hegðun mína og annarra í kringum mig. Hef mikið pælt í því hvernig einstaklingar haga sér og hvernig hlustendur og áhorfendur bregðist við. Hvernig sé hægt að fá jákvæðar móttökur eða neikvæðar. Ég veit ekki alveg hvar ég stend en mér finnst lágmarks kurteisi að þakka fyrir mig, sérstaklega við ókunnuga og kannski ónána kunningja.

Því langar mig að skilja lesendur mína eftir með þetta til umhugsunar og enda bloggið með einu...


Takk

þriðjudagur, maí 09, 2006

Jibbíjei

ERUÐI AÐ TAKA EFTIR VEÐRINU!!!!!!!!!!!! BRRRRRJÁÁÁL!

Ég á bara sex próf eftir af fjórtán og er að missa mig úr tilhlökkun. Meiri hlutinn afstaðinn!

3 Knapamerkjapróf og 5 skólapróf búin. Jibbíjei!

sunnudagur, maí 07, 2006

Sól og sumar og ávextir og grænmeti!


Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum á maímánuðinum.
Veðrið hefur verið mjög gott núna í dag og í gær og þó að það hafi komið smá rigning á föstudaginn var ekki hægt að kvarta. Hitinn var svo mikill og maður horfði bókstaflega á grasið grænka eins og rigningin innihéldi litarefni.
Ég vaknaði snemma í morgun og kláraði að lesa kaflana úr "Þættir úr sögu vestrænnar menningar" sem eru fyrir söguprófið á morgun. Ég las bókina úti. Sólin í morgun var alveg geðveik og það var alveg logn. Ég sat í sumarkjól með hatt og mér leið eins og ég ætti heima á baðströnd. Skrapp svo upp í búð með Marissu og við keyptum alveg krás af ávöxtum. Skar þá niður á disk og svo gæddum við okkur á safaríkri vatnsmelónu og sætum eplum.
Ég var mjög fljót að lesa fyrrnefnda bók og er núna að lesa "Rómaveldi" sem er með eindæmum leiðinleg. Ástæðan fyrir leiðindunum held ég að sé einna helst vegna lélegs leturs. Ef bókin væri með öðru skriftarletri væri mun auðveldara að lesa hana. Þetta er svolítil skemmd á annars góðu námsefni. En best að halda áfram. Margt sem eftir á að klára.

Ég mæli með...

Safaríkum Suðrænum ávöxtum við próflesturinn.

Verði ykkur að góðu!
Brynhildur

laugardagur, maí 06, 2006

Ormaveiðar og nýjar uppgötvanir

Í gær átti ég ánægjulegan dag.

Prófkvíðinn sem safnast alltaf upp fyrir fyrstu prófin var alveg horfinn og mér gekk ágætlega í íslenskuprófi. Ég fékk miða á Manchester tónleikana frá Guðrúnu og það var gleðiefni. Ég fékk líka bol í afmælisgjöf frá frænda mínum og pönnukökur og randaköku heima hjá ömmu. Kíkti á nýja hús frændfólks míns, sá hundinn þeirra, Dúllu, sem ég fór mjög oft út með á mínum yngri árum. Hún þekkti mig strax. Fór líka með Marissu í kringluna. Það rættist vel úr deginum. Fékk meðal annars Jóa Skúla Hnakk! Og er mjög ánægð með þann kostagrip. Fór svo með Kára aðeins í körfubolta þegar við vorum búin að borða kvöldmat heima hjá ömmu. Einhverjir strákar úr 8. bekk(að ég held) við Foldaskóla komu og við spiluðum 3 á móti 4.
Svo tók við hesthúsið þar sem móðir mín nennti ekki að fara og láta inn. Ég sat lengi hjá hestunum og horfði á þá smjatta á heyi. Það kemur yfir mann svona værgð og það er svo mikil ró í hestunum þegar þeir eru komnir inn úr rigningunni og syfjaðir eftir daginn, borðandi kvöldverðinn og leggjast svo í hreinar stíurnar. Manni líður vel þegar öðrum líður vel og það fylgir því að eiga hesta. Þessi vellíðan kemur mjög oft yfir mann - sæluvíma jafnvel.
Svo þegar ég rölti heim varð ég að passa mig að stíga ekki á orma á göngustígnum. Það var allt morandi í þeim og ég lék mér við að pota í þá og sjá viðbrögðin. Mér finnst ormar skemmtilegir.
Kom heim og náði mér í dollu og fór aðeins út í garð að athuga hvort ég fyndi einhverja orma. :D
Jú þeir voru þarna á víð og dreif og ég náði að grípa í nokkur flykki! Shit, maður bjóst ekki við að þeir yrðu svona stórir!
En allavega.. ástæðan fyrir þessum ormaveiðum var sú að þegar ég gekk heim úr hesthúsinu þá tók ég eftir að það voru eiginlega tvær gerðir af ormum? Annars vegar svona næstum glær með svona hring um annan endann og hinn endann gulan og svo hinsvegar svona næstum brúnir ormar að ofan. Mér datt í hug að þetta væri karl- og kvenkyn en vitneskja mín um orma nær frekar skammt. Hélt að ormar væru með 7-8 hjörtu og að þegar þeir dyttu í sundur yrðu til fleiri einstaklingar.. en ég er ekki frá því að hafa séð orma fjölga sér, tveir og tveir, í gær. Nýjar uppgötvanir Brynhildar á þessum heimi! Það er samt frekar subbulegt ef maður heldur á þeim, þeir kúka alltaf í hendurnar á manni og þegar þeir brjóta sig saman og liðast í hringi þá koma út úr þeim svona dropar - slím eða vatn.

En þetta var sumsé rannsóknin mín í gær og á næstunni ætla ég að lesa mig til um orma. Spennandi verkefni framundan.

Þakka fyrir afmælisgjafir og kveðjur. Þetta var skemmtilegur dagur. ~=)

mánudagur, maí 01, 2006

væntumþykjuverkir

Varð bara að bæta við einu smábloggi.

Mér þykir svo vænt um vini mína og alla jafna að mig verkjar í kroppinn. Fæ svona sæluvímukast og spennist öll upp og oftar en ekki koma skrýtin "íííííískr" hljóð í mér af hamingju.
Fólk sem umgengst mig eitthvað kannast kannski við þetta...

Er ég einsdæmi eða er þetta eðlilegt?

Papaball - Pabbaball!

Ég var að læra á laugardaginn alveg í kapp við tímann og svo þegar lærdómnum lauk þann daginn horfði ég á Mission Impossible í sjónvarpinu. Það var um 12 leytið og ég lá úrvinda upp í sófa. Eða svo hélt ég. Ég ætla snemma að sofa í kvöld, hugsaði ég með mér en á þeirri stundu hringdi síminn.
Þetta voru Sandra og Sigga að biðja mig um að koma á ball með Pöpunum. Ég hugsaði málið og ákvað að slá til, ég átti það skilið að skemmta mér aðeins! Er búin að baila á flest öllum viðburðum nýlega og hef bara legið heima hjá mér í tölvunni og horft á bíómyndir og þætti.
EN þannig var það að Sandra hringdi og ég ákvað að standa upp og klæða mig og skella mér á papaball. Fórum heim til Siggu, púðruðum okkur aðeins (þó það þurfi nú ekkert þar sem við erum svo ómótstæðilega fallegar) og klæddum okkur í dress og vorum svo mættar á ballið. Mikið af fullorðnu fólki þarna, mömmum og pöbbum(pabbaball). Það var samt skemmtilegt. Vorum allar í banastuði þegar á gólfið kom og við dönsuðum undir trylltum trumbuslætti. Það var gaman. Dönsuðum við margan manninn og allir voru kátir. En svo lauk ballinu alveg fáránlega* snemma. Kannski maður hafi bara skemmt sér svona vel... en ég hef heyrt að Paparnir spili stutt. Var komin heim um 4 leytið af því ég vildi auðvitað ekki fara í nein eftirpartý.

Held að nýja viðhorfið mitt gagnvart skemmtunum sé: "Farðu á fáar góðar skemmtanir frekar en margar óskemmtilegar. ";) Því að ef maður er sífellt að skemmta sér verður það ekkert spes lengur. Ekki eins, allavega. Kannski það ég bara ég samt. En ég er sátt við þetta.

Á morgun er stærðfræðipróf sem ég hef enga löngun til að taka. En þar sem þetta er Vorprófið og ég hef engra kosta völ, nema ég vilji segja MR upp! Nei.. það verður ekki núna, ekki á næsta ári og hvað þá því þarnæsta! Mí gónna dú ðíss! Æ kan dú it!

*Þakka fyrir góða skemmtun um helgina
*Ég vil einnnig þakka bekkjarsystkinjum
mínum innilega fyrir þennan góða vetur,
gerast smá væmin og játa ykkur ást mína:
Ég elska ykkur öll!
*Skólinn er búinn og aðeins prófin eftir ójá!
P.S. ég fékk vinnu í póstinum og mun fá vinnu hjá Little Ceaser's. Sumarvinnunni reddað! ;)

miðvikudagur, apríl 26, 2006

titillausabloggið... eða næstum

Þótt ótrúlegt sé hafa vinsældir bloggsíðunnar minnar aukist um 19 heimsóknir síðan í síðasta mánuði en nú er slegið nýtt met. Þrátt fyrir það hef ég aldrei tekið eftir miklum hvatningum af lesendum síðunnar um að halda henni gangandi. Kannski maður bjóði bara ekki upp á hljóðið ?
Hef t.d. ekki fundið fyrir löngun að blogga í langan tíma núna enda mikið að gera en enginn virðist heldur sakna þess. Er lesendahópurinn svoooooooo lítill að ég næ engum að skemmta ? Veit ekki hvort það sé pointið með þessu bloggi, frekar en að segja bara mínar asnalegu pælingar, sem mér finnst ég oft ekki getað nefnt í hópi annarra.

Hvernig er t.d. eins og með gestabækur... skrifar fólk aldrei í svoleiðis lengur ? Spurning...
Hef það ekki fyrir vana minn að grátbiðja fólk um að skrifa í gestabók þar sem mér datt í hug að það kannski langaði til að kvitta fyrir heimsókn. En svo er víst ekki. Nóg að kommenta.. enda eru blogg kannski helst gerð til þess?

En annars er ég með brunasár á hnénu eftir að hafa hent mér í gólfið í íþróttahöllinni í seinustu viku og gert um leið gat á buxurnar mínar. Sárið vill ekki gróa...
Það var líka klappað fyrir mér í skólanum í vikunni fyrir að segja eitthvað gáfulegt. Mér finnst ég eiga að vera hneyksluð, nema það sé bara sameiginlegt viðhorf manna, að Brynhildur segi aldrei neitt gáfulegt. Hvað fór úrskeiðis? Framkoma mín?

(spurningaflóð)
Takk.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Litla Ástardúfan!

Mér finnst stundum gaman að taka próf á netinu þrátt fyrir að þau merki ekki margt. Ég var að taka próf þar sem ég kom út sem Ástardúfa* skilgreind svo:

"Þig hungrar í innilegt samband sem þú getur sökt þér í. Hinn rétti eða rétta er vafalaust á næsta leyti."

Ég veit ekki hversu satt þetta er...

TakTu Prófið og sjáðu hvað í Þér býr!
Spörning svo með þetta:

What animal would best suit your personality?
A MONKEY!
You are the class clown. The happy, friendly member of your group of friends. You are very much a sociable person and enjoy spending time with both friends and family alike. You maintain a well balanced diet and maintain yourself regularly. People around you lighten up as soon as you walk into the room. You bring a warm glow with you that is hard to ignore. You are the Monkey!


laugardagur, apríl 15, 2006

Svona er ég heppin..

ég fékk líka gest frá borginni Forte Di Bibbona á síðuna mína, liggaliggalái!

Skyldi þetta vera Karen?

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Hugarórar..

Ég var að lalla heim úr hesthúsinu áðan... hægt og rólega, eftir að ég var búin að kemba hestunum öllum. Dusta allt ryk úr faxinu á þeim og þeir smjöttuðu á bragðgóðu heyi og sötruðu vatn úr fötu sem ég rétti á milli þeirra. Það er nefnilega svolítið fyndið að horfa á þá. Þeir eru allir með sína eigin vatnsskál en vilja samt drekka, eða þamba öllu heldur úr sömu fötunni! En þegar ég stóð þarna yfir þeim og fann hvernig værgðin í hestunum og vellíðan fyllti hesthúsið fór ég að hugsa með mér hversu heppinn maður er að vera með svona skepnur. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hversu vel manni líður í kringum þessa höfðingja. Nú veit ég ekki hvort ég sé eitthvað einsdæmi (efa það) eða að fólk sé virkilega sammála mér um hvað dýr eru yndisleg. Burt frá allri væmni. sem Mér þykir bara svo ólýsanlega vænt um hestana mína. Maður hefur lært sitthvað af móður sinni og það held ég að hún hafi kennt mér að meta náttúruna eins og hún er. Og amma mín ennþá meira.
Nú hef ég ekki búið í alvöru sveit en hef sætt mig við Mosfellsbæinn er líklegast næst því að vera sveit, svo nálægt höfuðborginni.

Allavega... það kom svona moment hjá mér áðan þegar ég var að labba heim úr heshtúsinu: (Bratta brekkan með göngustígnum sem ég og frændur mínir mynduðum þegar við fundum villikettina Kisa og Salómon niðri í hesthúsi og fórum að gefa þeim að borða á hverjum degi), ég rölti þar upp afturábak vegna vindsins sem kom í bakið á mér. Ég leit yfir voginn og Esjuna og sólsetrið og kyrrðin sem var úti! Ég nýt þess verulega að vera ein (eða með öðrum) á vappi í svona kvöldveðri..

Okei ég gefst upp... mér tekst ekki að tjá ykkur tilfinningarnar sem mölluðu inní mér. Mér leið bara ótrúlega vel og frjálst og er ég þakklát fyrir það sem ég hef. Læt mynd fylgja sem ég tók í vetur þegar ég var að koma heim úr skólanum.. Vona að það nái að lýsa hugarórum mínum á einhvern hátt...

mánudagur, apríl 10, 2006

VideosíðA!!!!

jess!!! Loksins er Brynhildur komin með videosíðu!
Ég hef núna notað páskafríið mitt í að finna almennilega síðu þar sem ég get birt myndskotin sem eru tekin á digital cameruna. Því miður get ég bara tekið upp í svona 10 sek. í einu en það eru samt sem áður fullt af myndböndum! Þar á meðal eru myndbönd síðan í Sviss og þau hafa aldrei verið birt neins staðar áður, stutt myndbönd frá því í bíltúr okkar Bjaddna og Daan og svo bara einhver ruglmyndbönd af Marissu að missa sig, Siggu og mér að einhverfast og Hemma með trektina í fyrirpartýinu fyrir árshátíðina. En shit ég hef ekki skoðað þessi myndbönd sjálf áður nema nokkur þeirra og "mæ gosh" hvað maður getur talað asnalega og röddin alveg... djíí.. tala ég svona í alvöru! Munar litlu að maður tali aldrei aftur... =\ haha..

Látið þetta ekki framhjá ykkur fara! Vona að einhver njóti þessara myndbanda..

Myndbönd frá Sviss eru hér en svo þarf ég því miður að leita uppi öll myndböndin þar sem að fólk getur ekki séð þau nema í search eða þá ef þau eru áskrifendur á My Space... Linkarnir koma inn fljótlega

laugardagur, apríl 08, 2006

Bíóferðir með ömmslum

Ég fór í þrjúbíó í dag með Hildi. Nýttum okkur þann möguleika að taka einn strætó úr mosó og fórum því í Regnbogann. Horfðum á Ice age 2 sem var alveg ágæt bara! En ég hef oft hugsað innra með mér, þó sú hugsun hafi ekki náð nógu langt.. greinilega.. þar sem ég hélt að engum manni dytti í hug að fara í þrjúbíó! En annað kom í ljós þegar ég kom inn í bíósalinn.

Hið yngsta fólk þjóðarinnar fyllti salinn. Þetta var ekki stór salur en ég varð alveg steinhissa! Ég var bara einfaldlega búin að gleyma þessu smáa fólki sem er svo stór þáttur í samfélaginu. Þrátt fyrir að sjá þónokkurn fjölda barna á hverjum degi fór það algjörlega framhjá mér að þau færu nokkurn tíma í bíó. En svo rifjaðist upp fyrir mér að bíóferðir manns sjálfs byrjuðu mjög snemma. Man sérstaklega eftir því þegar ég fór í bíó í Álfabakkanum með Bryndísi til að sjá Pocahontas. Jáhh gömlu góðu... salurinn var svoo stór fyrir mér og ég man að starfsfólkið var með lítil vasaljós til að vísa manni á laust sæti. Ekki það að það sé eitthvað óalgengt.. en þetta var rosa upplifun.


Veit ekki hvort það sé einhver boðskapur í þessu bloggi annað en að fólk á öllum aldri fari í bíó ?
Ég hef jafnvel stundum farið með ömmu minni. Það er mjög ánægjulegt að sú gamla hafi enn áhuga á því. Fórum saman á Mr Bean á sínum tíma og við gjörsamlega töpuðum okkur úr hlátri. Vil bara þakka fyrir að eiga völ á því vegna þess að þetta er eitthvað sem maður ætti ekki að missa af!
..Jú boðskapurinn í þessu bloggi er:

Maður getur alveg farið með ömmu sinni í bíó. Það er hvorki önkúl né leiðinlegt. Hvet því alla sem eiga kost á því að bjóða ömmu eða afa í bíó einn daginn.

*Smá aukapælingar á meðan sköpun bloggsins átti sér stað*
- Ég veit ekki hvort fólk almennt fari í bíó með ömmum sínum yfir ævina.
- Ég veit ekki hvort fólk fari almennt í bíó með ömmum sínum yfir ævina.
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó almennt með ömmum sínum
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó með ömmum sínum yfir ævina almennt.
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó með ömmum sínum almennt yfir ævina.Takk fyrir..

mánudagur, apríl 03, 2006

Hrós

Seinasta þriðjudag fór ég í lífsleikni þar sem kennarinn lét okkur bekkjarsystkinin setjast saman í hring og tala um hrós. Hvernig fólki líður miklu betur þegar því er hrósað. Ég veit að ég hef verið mjög klaufsk í gegnum árin við að hrósa, en þegar ég vil meina það virkilega þá legg ég mig alla fram við að vera sannfærandi. Sumum er þetta bara ekki í blóði borið. Ég hef ávallt átt erfitt með að hrósa fólki, og hefur fundist það kaldhæðnislegt og oftar en ekki svo lítt meiningarfullt að fólk hefði allt eins getað sleppt því að hrósa.
EN nú eru nýir tímar! Þetta vakti fyrir mér mikla umhugsun og ég leit aftur í tímann og uppgötvaði þá að ég hefði nú alveg getað gert aðeins betur. Því að það gleður fólk alveg rosalega að fá eitthvað hrós. Sérstaklega þó, þegar maður finnur að manneskjan meini þetta alveg af rosalegri aðdáun og hreinskilni. Já maður verður líka að vera hreinskilinn! Ekki myndi ég vilja ganga um í rosaflottum fötum en vera óvart með sokkinn girtan yfir buxurnar öðrum megin. Enginn segði mér frá því.
Nú í dag fékk ég alveg yndislegt hrós af manni sem labbaði framhjá mér á Þjóðarbókhlöðunni. Ég fór svolítið hjá mér en gladdist alveg gífurlega. Mér leið vel og það var eins og batteríin í líkamanum hefðu fengið aukastraum og þetta veitti mér aukið sjálfsöryggi.

Héðan í frá ætla ég að hrósa meira. Og vona að fólki líki það að fá smá klapp á bakið fyrir vel unnin störf eða eitthvað annað sem er þess virði að hrósa. Fólk gerir nefnilega alveg stórkostlega hluti á hverjum degi án þess að maður taki eftir því endilega.

Hrós vikunnar fær þessi maður hérna... fyrir að vera með allra stærsta...:

http://media.putfile.com/Body-enhancement-gone-mad#139022440

Mér finnst hrós gott orð.

mánudagur, mars 27, 2006

Furðufuglar og fylgifiskar..

Ég sá mann buxum með útvíðum skálmum neðst. Yndisleg upplifun árið 2006 ;)

laugardagur, mars 25, 2006

fimmtudagur, mars 23, 2006

urgh.. leiðinnnnndi

Internetið er í Rugli heima hjá mér...

En þér ?
-Bilað internet = leiðindi

Veðrið er kalt. Mér er kalt. Mig langar að vera í heitri sól núna, sprangandi um á bikiníinu og hendandi mér út í volga sundlaug, örugglega í fyrsta skiptið í vetur. En svona getur heimurinn verið á móti manni!
Sumarið er bara á næsta leiti og ég mun kannski mögulega vinna við hesta eins og tvö seinustu sumur. Það verður gaman.
Það verður hinsvegar ekki gaman að þurfa að fara á eftir niður í hesthús og heypa grey skepnunum út.
-Kuldi = leiðindi

Mér finnst setningar eins og " Ingibjörg og Atli hafa megnan ímugust hvort á öðru." og "Landsliðið beið mikinn hnekki." leiðinlegar.
Íslenskukennarinn minn lætur aumingja bekkinn minn beygja þessi orð en getur ekki skýrt fyrir okkur almennilega hvað þau standa fyrir, né hvernig til dæmis "hnekki" orðið, sem ég hreinlega veit ekki hvernig á að vera í nefnifalli, er beygt.
Ég gleymdi að skila efnafræðiverkefni í hólfið hjá Má efnafræðikennara...
-Asnaleg orð og gleymska = leiðindi

Mér finnst leiðinlegt að hafa borðað nammi. Nammi er ljótt. Maður vill það fyrst og svo eftir á líður manni illa. Svoleiðis virkar það allavega hjá mér. Snakk er einnig óæskilegt og vont.
-Óhollusta = leiðindi

Ég fékk rós í dag. Mér finnst lyktin af rósum góð. Þó sérstaklega þeim hvítu og smábleiku. Það er svo yndislega sætur keimurinn sem festist í nebbanum!
Góð lykt = gleði!

Þannig að... lífið er ekki bara leiðindi þrátt fyrir erfiði og puð, kulda og pirring. Því að eftir þetta tímabil kemur það næsta. Lífið er lagskipt.

Takk fyrir mig

miðvikudagur, mars 15, 2006

skúffuð og svöng.

Æskan og hesturinn var um helgina og við Aðalheiður stóðum okkur alveg eins og hinir hörðustu naggar! Kjútlinganaggar!
Allar sýningarnar heppnuðust ágætlega fyrir utan nokkur atriði en það er aldrei neitt of fullkomið ;P
Nú þegar helgin er liðin og æfingarnar fyrir sýninguna er öllu lokið, þá þarf ég að taka upp námið aftur. Er farin að dragast aftur úr í flestu.. enda ekki mjög auðvelt að læra þegar ég er á fullu á æfingum og að sjá um 7 hesta! Nei nei nei... Ekki nógu gott. Mamma og pápi skelltu sér til Amrikunnar og ég sat uppi með hestana alla saman. En ég fékk þó hjálp hjá Nástöddum félugum. -Ömmu, Kára, Marissu, Sigrúnu og... mér?

Nú er bara að stappa í mig stálinu! Þrátt fyrir að "virka" vikan sé núna hálfnuð er ég enn ekki farin að læra mikið. reiðnámskeið og fleira þar fram eftir götunum...

Mér tókst að týna þrjúþúsundkalli áðan niðri í bæ. Ég skil ekki alveg hvernig ég fór að því. Ég fékk hann til baka og er nokkuð viss um að hafa stungið honum í vasann, fór svo í viðtal hjá Conrektor og eitthvað vesen og þegar ég mætti niður í strætóskýli var peningurinn horfinn.
Ég er mjög skúffuð yfir þessu. Gat ekki keypt mér að borða, farið fleiri en eina strætóferð, keypt mér stílabók eða neitt annað sem mig langaði í einmitt á þessari stundu.

Sit fyrir framan tölvuna núna eftir að narta í konfektmola. Dúnúlpan hlý utan um mig. Kalt gólf. Lyklaborðið ofan á skólabókunum. Nú ætla ég að setja bækurnar ofan á lyklaborðið og sinna þeim.

Takk fyrir mig.

föstudagur, mars 10, 2006

Er ég best ?Áðan fór ég á www.spamadur.is til þess að láta spá fyrir mér.

Spurning mín til spámannsins var svohljóðandi:

Er ég best ?

Svo dró ég spil og svarið var eftirfarandi:

Hér birtist björt framtíð þín þar sem þú skilur eftir erfiðleika og tekst á við nýja og betri tíma. Endir verður á leiðindum, áhyggjum og vanlíðan. Hafðu hugfast að öll þín vandamál verða ekki leyst á einum degi heldur munu aðstæður lagast með tímanum. Þegar þú veist hver þú ert í raun og veru, eflir þú hæfileika þinn til að láta alla drauma rætast vegna þess að möguleikar þínir eru óendanlegir. Oft á tíðum er um ferðalag eða flutningar að ræða þegar sverðin sex koma fram.

Er þetta sumsé svar við spurningu minni ?
Þetta er reyndar það sem ég hef haft í huga undanfarna daga.. í seinustu færslum mínum um lífsgleðina og það allt. Spurning hvort spámanninum takist ávallt að ráða úr framtíð fólks ..

Takk fyrir mig

fimmtudagur, mars 09, 2006

Er lífið draumur í dós?

það er mikið að læra en ég gef mér tíma til þess að setjast aðeins niður og sjá hvað er einmitt Að gerast.

Æskan og Hesturinn verður nú um helgina og verð ég og Aðalheiður að sýna með 6 öðrum krökkum úr Herði. Æfingar hafa verið stífar frá því á laugardaginn eða á hverjum degi! Það verður frí á morgun og svo verður bara stíft prógram um helgina!
Sjitt. Mamma og Pabbi fóru nefnilega til útlanda í gær, og ég er skilin eftir ein til þess að sjá um hestana. Jehh. Ég náði ekki að læra í gær þar sem ég var gjörsamlega úrvinda af þreytu þegar ég kom heim kl. 23:00 í gærkveldi. Sat uppi í sófa með störu á sjónvarpið í klst og drattaðist svo á fætur til að tannbursta og fara í háttinn. Dagurinn þar á undan var álíka...

Nema hvað.. Svo er mót hjá Herði næstu helgi og þar næstu helgi skilst mér að Framhaldskólamótið verði og þar ætla ég að taka þátt! Vona að ég standi mig nógu vel en er hrædd um að hesturinn fái ekki nógu mikla hvíld næstu vikurnar. Greyið...
En nú er tími til að halda áfram! Skokka niður í hesthús og moka skít! Reyna að læra áður en ég fer á æfingu. tvö próf í gær, próf í dag, próf á morgun! Ahh.. lífið er yndislegt.

Held ég myndi ekki endast í "gera ekki neitt" grínum. Neibb. Lífið hefur upp á allt of margt að bjóða! Og það er ég þakklát fyrir.
Eins og fyrirsögnin segir.. þá efa ég það að fólk segi lífið vera draum í dós. Enda er það miklu meira en það! Lífið er það sem við lifum fyrir! Lífið á að vera það sem líður á meðan maður er sífellt að undirbúa sig undir það!
Okkur ber að lifa lífinu lifandi.. enda mjög erfitt að lifa því þegar maður er dauður.
Ekki hala að það þurfi bíða eftir lífinu og hamingjunni. Þetta er þegar til staðar.

takk fyrir mig
Hin Lifandi Brynhildur

miðvikudagur, mars 08, 2006

Hræðsla við Fuglaflensuna

Ef ég ætti að koma með ástæðu fyrir því að ég vildi ekki vera í MR, þá fyndi ég örugglega aðeins eina góða ástæðu.

Þegar fuglaflensan kemur til landsins er mjög líklegt að fuglarnir, sem búa allt árið um kring við Tjörnina, sýkist.
Hvaða mannverur verða fyrstar til að smitast ?
Jú, MR-ingar gætu verið einir af þeim fyrstu til að smitast!
Rökin fyrir því: MR-ingar skokka í íþróttum kringum tjörnina nálægt fuglunum sem gætu verið smitaðir.

Ég vil ekki vera lengur í Menntaskólanum í Reykjavík ef fuglaflensan kemur og við MR-ingarnir verðum sendir nauðugir viljugir til að hlaupa kringum Tjörnina.

En talandi um þetta... ég hef tekið eftir starfmönnum ríkisins á morgnanna, með dælur að skola stéttina við Tjörnina. Í seinustu viku gekk maður út á Tjörnina í galla. Gekk að einhverju sem virtist fyrir mínum augum vera fuglshræ.

Er fuglaflensan kannské komin og almenningur ekki látinn vita? Kannski til að koma í veg fyrir ofsahræðslu þjóðarinnar? Er verið að kanna hvort þetta hafi verið flensan sjálf í hinu mögulega fuglshræi á Tjarnarklakanum?

Óttinn um ofsahræðslu gæti leitt okkur til dauða.
(Ef svo væri þá, að fuglaflensan væri komin og enginn látinn vita)
Pæling,
takk fyrir mig...

mánudagur, mars 06, 2006

föstudagur, mars 03, 2006

Allt í Drasli!

Mig langar að gefa mínu eigin herbergi bikar fyrir
að vera allt í drasli eins og samnefndur sjónvarpsþáttur.
Kannski bikarinn myndi prýða upp herbergið!

Svona er heimurinn (minn) í dag.

(Gömul mynd af herberginu en svo virðist sem alltaf sé drasl í því!)

ég skil ekki...

P.S. MR-ingar töpuðu í Gettu betur gegn MA-ingum þar sem Mr-ingar voru ekki með fullnægjandi svar í lokaspurningunni! Þeir hefðu getað sagt meira en voru stoppaðir af! Hvurslags réttlæti er það!

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Birtíngur!


°Vil vekja athygli á að sýningar á leikriti Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík er hafin!
Þetta hafði Skólafélagið að segja:
"Í ár sýnum við Birting eftir 18. aldar rithöfundinn og heimspekinginn Voltaire. Verkið er kómísk og heimspekileg háðsádeila og fjallar um drenginn Birting sem rekinn er frá kastalanum Tundertentronk í Þýskalandi. Á ferð sinni um heiminn fær hann að kynnast raunum heimsins á grátbroslegan hátt."

Friðrik Friðriksson var fengin til að leikstýra Herranætur hópnum þennan veturinn og þetta er vonandi alveg afbragðs leikrit!
Kvet alla til þess að mæta og sjá hvað MR-ingar hafa fram að færa þetta árið!;)

http://skolafelagid.mr.is/herranott/

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Uppgefin

í dag er ég loksins komin í helgarfríið mitt langþráða!
Beint eftir skóla á föstudaginn fór ég að vinna í Oddur bakarí og var þar til 8 eða eitthvað um kveldið. Kom svo heim alveg búin í fótunum en fór samt sem áður upp í sumarbústað í teiti til að fagna 25 ára afmæli frænku minnar hennar Örnu Daggar.
Ánægjulegt kvöld, horft upp til himins á stjörnuprúðan himininn sem ekki sést hér á höfuðborgarsvæðinu lengur..
allavega ekki svona mikið af stjörnum.
Man á mínum yngri árum þegar maður lá niðri á túni og horfði upp til stjarnanna seint á kvöldin. Sá jafnvel stjörnuhröp og fleira. En nú er ljósmengunin orðin svo gríðarlega mikil. Fyrir utan Grafarvoginn sem nálgast Mosfellsbæinn óðfluga. Ljósin þaðan skemma hálfpartinn fyrir okkur "sveitabúum", að mínu leiti.
En áfram með mína helgarsögu!
Ég kom heim um nóttina til þess að vakna eldsnemma (hress og ekki hress) og mæta í vinnuna mína. Það var alveg fullt að gera! Ég vissi ekki að það væri svona mikið að gera í bakaríum, sem var ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi bakarí.
En ég var þar þangað til árshátíðarmót hestamannanna hér í Herði byrjaði og þurfti því að drífa mig niður í hesthús til að skrá mig og rétt náði inná völlinn þegar að mínu holli var komið.
Gekk ekki vel enda var ég ekkert undirbúin, sem ég er þá búin að læra af. En Sigga hreppti 4. sætið í Ungmennaflokki og Aðalheiður var í 3. eða 4. sæti í unglingaflokknum. Til hamingju með það stelpur!
En eftir árangursríkan dag í hesthúsinu fór ég heim í langþráða sturtu. Hugsa sér hversu úldin maður getur orðið af öllu þessu! Sofnaði svo bara uppúr hálf 6 á laugardaginn en var vakin af Siggu til þess að mæta til Söndru í fyrirpartý fyrir árshátíð Harðar síðar um kveldið.
Það var svoldið skrautlegt þegar ég loksins mætti (sem ég ætlaði ekki að gera vegna þreytu). Tónlistin heyrðist út götuna hennar Söndru og svo var mér litið inn um gluggann og eru þá ekki stelpurnar þarna dansandi eins og brjálæðingar!
Aumingja Dimma (hundur Söndru) sat þarna alveg steinhissa á látunum, skildi hvorki upp né niður hvers vegna stelpurnar voru hoppandi upp í sófa og dansandi út um allt. Svo hún var fegin þegar við yfirgáfum heimilið.
En árshátíðin var svo haldin að Hlégarði og fylgdi ég stelpunum þangað áður en ég fór heim gjörsamlega búin! Kíkti aðeins inn til að heilsa fólki en hraðaði mér út aftur þar sem ég var ekki í miklum dansham..

En svona var mín frásagnarfærandi helgi. Þarf að læra í dag, svo ég er farin.
Brynhildur kveður...

mánudagur, febrúar 20, 2006

Fleiri myndir

Langar bara að segja að það eru komnar yfir 800 myndir í myndasafnið mitt á www.brynkumyndir.tk
Það eru enn ekki komnar myndir síðan síðustu vikuna þar sem ég hef ekki fengið sleðann til að setja myndirnar inn í tölvu. En þetta vandamál mun fljótt leysast.
Það er líka hægt að klikka á linkinn hér lengra niðri til hægri á síðunni undir "mínar myndir"

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Myndir myndir!

dísús. Sko ég er búin að týna dæminu til þess að setja myndavélarkortið í svo að myndirnar fari inn í tölvu svo ég geti birt þær á þessum blessaða veraldarvef.

Pælið aðeins í því að það gæti hver sem er í heiminum, sem hefur aðgang að internetinu, skoðað þig. Það er að segja ef það eru myndir af þér á veraldarvefnum.

En nú eru einhvurjar myndir komnar inn úr fyrirpartýinu og af MR árshátíðinni sjálfri á www.pose.is þeirri ágætis síðu....(sjúkket engar úldnar af manni sjálfum)
Ætlað leyfa mér að taka nokkrar þaðan og setja á mína eigin síðu þar sem mitt drasl er í bilun.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Afdrifaríkasta vikan á þessu ári!

Halló!
Okei langar að hrypa hérna nokkur korn niður frá því síðustu vikuna þar sem það er svo margt búið að gerast, þó svo að mér leiðist svona upptalningar og frásagnir.

Öhm. Á seinasta föstudag byrjaði skreytinganefndin að skreyta í skólanum eins og óðir hundar! Kláruðum svo með nýju tímameti á sunnudagsnóttina.

Eftir skreytingar á laugardaginn fór ég, dugleg með strætó frá Hlemmi og niður í Kópavog alein til þess að hitta mínar al hörðustu stelpur en þær voru ekki mættar á Gustsballið. Mikið fjör þetta kveld og ég, Sigga og Aðalheiður skelltum okkur svo í bæinn á Hverfis og hittum meðal annars gamla samfélagsfræðikennarann okkar úr gaggó, Halldór!

Svo leið árshátíðarvikan eins og smurt brauð með örlitlu salati og vorum við skreytó fólkið fengið til þess að klæðast lúða hippa-eða grúppíufötum í skólanum á mánudag.
Fimmtudagurinn var svo algjör bomba.
Fyrirpartýið gekk alveg gríðarlega vel enda góður partýhaldari.. (ég) En þar voru alveg rosalegar kræsingar af pastaréttum og snakki og gosi sem fólk kom með. Með kvöldinu varð fólk æstara og æstara og í lokin vra húsið orðið vel svæsið af niðurhellingum og ælum, m.a.
Árshátíðarballið sjálft var mjög fínt líka. Hljómsveitin "The Betales", sem er norskt coverband fyrir bítana (besta coverband í heimi skilst mér) spiluðu með glæsibrag og dagurinn var mergjaður í alla staði! Að ógleymdri skautaferð og morgunmat á Café Konditori. Ég er enn með harðsperrur eftir skautana en mætti ekki í morgunmatinn þar sem það þurfti að taka til í húsinu fyrir kveldið.

Ætlaði svo að fara niður í skóla að taka niður skreytingarnar eftir vikuna, en mundi þá að ég átti að fara í atvinnuviðtal í Oddur Bakarí, á Grensásvegi. Fékk að sjálfsögðu strax starfið ;)
Skellti mér svo í bíó með Bjaddna og Daan til þess að halda upp á nýja bílfenginn hans Bjaddna!
Walk the Line er rosalega flott mynd og mæli eindregið með að allir sjái hana. Mann langar að stofna svona Band eftir að horfa á þetta. En eftir myndina var svo hápunktur kveldsins!
Fórum sumsé dugleg niður í Gaggó Mos og vorum að skoða öll listaverkin eftir Bé-Á liðið. Daan fékk að prófa bílinn hans Bjaddna í smá stund og síðar fékk Brynhildurin að prófa, sem hefði ekki átt að gerast.
Var fyrst í þvílíkum vandræðum með að starta bílnum þar sem hann stóð í brekku. Og svo keyrði ég eins og Donut. Keyrði upp Dalatangann og þegar hann var á enda þá kom bíll á þvergötunni. En ekki bara einhver vegfarandi! Nei nei þurfti það ekki að vera löggan á rúntinum! Við fengum nett sjokk og ég reyndi að kveikja á bílnum ( sem slökkvnaði á þegar ég stoppaði) Og keyra í burtu en Lögreglan fylgdist gaumgæfilega með og sneri við á eftir mér með ljósin á! Úff. Við náðum að skipta um sæti en þetta var óneytanlega spennuþrungin stund þar sem ég og Daan stóðum og spjölluðum við lögreglustjórann meðan Bjaddni var yfirheyrður úti í lögreglubíl. Ég hefði getað verið sektuð þar sem það varðar við lög að gera svona hluti. Ahemm. En mennirnir í búningunum voru svo miskunnsamir að sleppa okkur með aðvörun og loforð um að gera aldrei svona hluti aftur. Þetta verður án efa eftirminnilegt kvöld fyrir Bjaddna litla, fyrsta daginn á nýja bílnum sínum.
Til hamingju með bílinn bæ ðö vei.

Þetta voru sumsé afrek mín þessa vikuna. Hver veit hvað mun gerast í næstu viku!

Myndir frá vikunni verða birtar síðar á www.brynkumyndir.tk

Brynhildur kveður

mánudagur, febrúar 13, 2006

Lystarstol ???

Kannast einhver við það að hafa enga list á mat??
Ég hef aldrei upplifað það fyrr en á föstudaginn síðasta. Síðan þá hef ég ekki borðað*

Hef áhyggjur.

Reyndar er þetta ekkert áhyggjuefni.. þar sem ég hef borðað ýmist annað í staðinn. Kjamsað á nokkrum súkkulaðistykkjum, Pelon Pelo Rico og svo borðaði ég pizzu á föstudag, laugardag og Sunnudag. En fyrir mitt leiti er það ekki Matur. Kók, Pepsí, Sprite, Snakk, sleikjó súkkulaðisnúður og kex.
Óhollustu minni verður ekki lýst öllu betur í þetta skiptið.. og í þessum töluðu orðum mun þetta "fóður" ekki vera á mínum borð á næstunni.

Annars var allt að gerast um helgina niðrí skóla! Skreytingarnefndin lagði sitt af mörkum að gera Cösu eins skrautlega og óCösulega og hægt var.
Þemað að þessu sinni er "Gullöld Rokksins!" Ég að sjálfsögðu bauð mig fram "tilsað" koma minni sköpunargáfu á framfæri, sem var svo ekki mikil eftir allt.
Við Petra, Karen, Guðrún og nokkrar aðrar stúlkukindur hjálpuðumst að með eina mynd, svo bjuggum við til "heilagt altari" handa John Lennon. Eeen... það voru skiptar skoðanir um hvort John Lennon líktist betur sjálfum sér eða Harry Potter.
Casa er þrátt fyrir allt vesenið ógeðslega töff í dag og mun verða þar til á föstudag, þegar skreytingarnefnd tekur saman höndum og rífur allt plaggið niður aftur.
Nú svo í dag, þegar Casa loksins opnaði áttum við í skreytingarnefndinni að mæta í einhverjum furðu hallærisfötum eða einhverju sem bennti til þess að við værum komin frá gullöldinni, sem var að sumra mati allt frá 1955 - 1975 eða svo (en það má deila um það). Spörning hvort þetta nái allt til 1980.
Allavega.. þá mætti ég í hinum mestu hallærisfötum! Mér fannst ég hálfpartinn klippt út úr mynd og sett inn í menninguna sem nú ríkir. Fleiri voru álíka skemmtilega klæddir, grúppíur, hippar og fl.
Myndir koma síðar.

En á Laugardaginn kíkti ég eftir fullt af hestbökum og skreytingum á ball í Gusti með Stelpucrewinu... það var mergjað fjör! Myndir þaðan er hægt að skoða hér.

laugardagur, febrúar 11, 2006

nokkrir punktar..

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:

 • Reiðskóli Beggu
 • Hjálp við frumtamningar
 • Unglingavinnan
 • Fréttablaðið

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

 • Love Actually
 • Amélie
 • Herkúles
 • Honey
Fjórir af eftiminnilegustu stöðunum mínum:
 • Brekkutangi
 • Matti
 • Heimsmeistaramótið í Svíþjóð
 • Landsmótið 2002 á Vindheimamelum

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

 • Sex and the city
 • The O.C
 • Friends
 • American Idol
 • Ahh verð líka að segja Desperate Housewifes

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

 • Sviss
 • Þýskaland
 • Danmörk
 • Svíþjóð

Fjórar hestaferðir sem eru eftirminnilegar:

 • Þingvallareið, þegar ég, Þrándur og Einar Roth og held ég líka Einar Örn vorum góðir félagar og lékum okkur í Kúreka/indíánaleik á harðastökki gegnum þjóðgarðinn ;)
 • Skrapatunguréttir
 • Ferðin sem ég fór 2005, rosalega fögur Rangárvallasýslan.
 • Ferðin yfir Alpana í Sviss =)

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera núna:

 • Niðri í skóla
 • Niðri í hesthúsi
 • Í einhverju góðu útlandi
 • Nangiala?

Fjórar stelpur sem að ég skora á að gera þetta eru:

 • Harðarstelpurnar! allar með tölu
 • Heiðdís á sinni síðu
 • Hildur
 • Hemmi

(varð að hafa öll nöfnin með H)

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Tónlist getur verið eitruð

Ef maður hugsar út í það hversu mikil áhrif tónlist getur haft á mann.
Maður fer að sýna hinar ýmsu tilfinningar bara af því að hlusta á eitthvað lag.
Það minnir mann máske á einhverja eftirminnilega stund. Kmeur manni í hið dramatískasta skap, maður getur orðið ofbeldisfullur eða árásargjarn, glaður, leiður, þreyttur.. allt eftir því hvernig tónlist þetta er.
Tónlist hefur mikil áhrif á mig.
Maður missir sig stundum í hugsunum þegar tónlistin er líðandi og þægileg..
Eins og fyrirsögnin segir, þá getur tónlist verið hálfpartinn eitruð á hugsanir manns. Ég geri oft eitthvað sem ég myndi aldrei gera með fullri meðvitund, þegar ég hlusta á tónlist. Það er eins og ég fari í leiðslu. Ahh.. ekki hægt að lýsa þessu. En eins og þegar maður er í góðum tengslum við t.d. pianoið.. maður hverfur inn í lagið og tekur ekki eftir því að maður sé að spila sjálfur. Eða þegar maður er í svo mikilli tengingu við hest í reiðtúr að maður getur bara sagt það í huganum hvað hesturinn á að gera!
Stórmagnað.
Mér finnst gott að hlusta á tónlist.
Maður fær næði útaf fyrir sig, lokaður inni í herbergi hlustandi á tónlist, gleymir sér i hugsunum og pælingum. Tónlist getur haft skapandi áhrif á mann eins og svo margt annað! Jehh

En þetta er bara einhver pæling sem kom upp í huga mér fyrir svona 5 mínútum.

Takk fyrir mig..

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Lopapeysulúðinn

Brynhildur gerðist Lopapeysueigandi í gær þegar hún skrapp í kolaportið og skoðaði alls-kyns-úrkynja dótarí.

Hún er rosalega ánægð með gripinn og svaf í honum í nótt.

Þetta er betra en sængin mín! ..næstum því

-Brynhildur

Nýjar myndasíður þær sem komnar eru til að vera!

Brynhildarsíða

Siggusíða

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Reykingar bannadar - svolitid til umhugsunar

Eg var ad laera a Itoku i dag eftir skola. Tad var ekki tvofaldur lifsleikni timi og felagsfraedikennarinn var veikur tannig var buin i skolanum kl. 1. Eg vard vor vid tad ad ungir krakkar ur tiunda bekk (segi eg sem er bara einu ari eldri) komu ad skoda skolann i dag. Sa ad tad var strakur ur MR sem var ad kynna tau fyrir skolanum og sina teim husnaedid og svona. Mer vard hugsi til teirra longu lidnu stunda (i fyrra) tegar eg for med minum skola ad skoda MR. Mer leist svo hryllilega vel a tennan skola. Margt svo gamalt og allar hefdir og svona. Tad tengir mann a einhvern hatt vid gamla daga. Gamli skoli er nu buinn ad vera i notkun sidan arid 1846. Og nu eru akkurat 160 ar sidan husid var tekid i notkun. (Ef eg fer med tetta rett)

Undanfarid hef eg lennt i teim umraedum og verid spurd hvort tad seu margir MR-ingar sem reykja. Eg hef bara tekid eftir nokkrum nemendum, nema fyrir utan fylliry. Og vona eg svo sannarlega ad nemendum sem reykja faekki a naesta ari frekar en ad teim fjolgi. Eg hef nefnilega ordid nokkud vor vid tiundubekkinga sem reykja. Allavega her i Mos. ahemm.

I tilefni af tessari reykingaumraedu minni langadi mig ad lata eftirfarandi frett fylgja. ( Tekin hedan ) Og vil eg bara segja ad eg styd tessa hugmynd fullkomlega. Mer finnst ekki ad tetta brjoti gegn fridhelgi einkalifsins tar sem stadurinn sem folk reykir a tarf alls ekki ad vera a veitingastad eda skemmtistad. Ef veitinga-/skemmtistadur myndi bara einfaldlega banna reykingar vaeru engar reglur bannadar tar sem tetta er husnaedi hja akvednum eigendum og rada teir ekki reglum innan stadarins ? Hmm... Eg myndi allavega halda tad en eg hef hinsvegar ekki kynnt mer log og reglugerdir hja veitinga-/skemmtistodum.

____________________________________________________________________
NFS, 31. Janúar 2006 17:30
Reykingar bannaðar með öllu á veitinga- og skemmtistöðum

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um reykingarbann á Alþingi í dag. Frumvarpið felur það í sér að reykingar á veitinga- og skemmtistöðum verði bannaðar með öllu frá og með 1. júní 2007.

Markmið lagannna er að vernda starfsmenn á veitinga- og skemmtistöðum fyrir óbeinum reykingum og þeim skaða sem þær geta valdið. Ýmsir þingmenn mæltu gegn banninu á þingi í dag. Þannig sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmað

ur Samfylkingarinnar, bannið varhugavert stjórnlyndi sem í fælist forræðishyggja og skynsamlegra væri að skoða aðrar leiðir þar sem bannið hlyti að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig var bent á hvort ekki væri rétt að skoða aðrar leiðir eða framfylgja harðar þeim reglum sem nú eru í gildi.
____________________________________________________________________

Reykingar

Tóbak róm ræmir,
remmu framkvæmir,
tungu vel tæmir,
tár af augum flæmir,
háls með hósta væmir,
heilann fordæmir
og andlit afskræmir.

Hallgrímur Pétursson

Nokkrar sidur um reykingar:
Brad Pitt toldi ekki kedjureykingar Jennifer Aniston (mbl.is)
Hvad er malid ?

spurningar og svor (visindavefurinn
)

Brynhildur

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Ahh svítudagar

Sit hérna og læt fara alveg hrottalega vel um mig í stólnum mínum með stóran púða við bakið og hlusta á rólega, þægilega tónlist.
Það er mikið að læra og ég bara dunda mér við það. Aldrei þessu vant..

Það er víst að hlaðast upp heimavinnan núna þessa dagana sem ég er ekki alveg að fýla. Er ekkert búin að leyfa mér að fara á hestbak í vikunni. Sem er mjög leitt þar sem það eru heilir 6 félagar niðrí í hesthúsi bíðandi eftir að vera hreyfðir. Múttan er ekkert búin að fara heldur síðan nýi "góði hesturinn" sem átti að vera svo frábær, varð hræddur við bíl og tók svona eins og eitt stökk og datt ofan í holu með mömmu á undan og lennti svo ofan á henni. Grey mamma.
Maður ætti að gefa henni verðlaun fyrir ljótustu og bólgnustu fætur 2006.

En þar sem ég er að tala um hestaslys og "dettu af baki." Þá langar mig að telja upp nokkrar skrautlegar "afdettur" sem ég hef upplifað.

1. Var að fara að keppa á honum Létti mínum og setti einhverjar sniðugar hlífar á fæturna til þess eins að hann lyfti fótunum hærra upp í loftið (sem fyrir þá sem ekki vita á að prýða og hækka einkunn). Nú hlífarnar komnar á og Léttir ekki ýkja ánægður með þessar hryllilega hvítu ógnandi gúmmítúttur á framfótunum. Skvettir upp rassinum og ég fýk af og lendi beint á hausnum! Svo var það ósjaldan sem hann á gulmálaða steina, skilti eða fjúkandi rusl og trompaðist og stökk allt í einu til hliðar og ég af.

2. Frumtamningar geta verið skemmtilegar. Áhættusamar, en skemmtilegar. Maður fær upp í hendurnar hest, sem hefur aldrei verið snertur af manni. Umgengst hann í nokkra daga og svo bara á bak! Sumarið 2004 var einmitt svoleiðis. Fékk vinnu við frumtamningar og vinnuveitandi minn, Ragnheiður, var ekki óhrædd við að henda mér á bak á einhverjum bykkjum sem reyndu eins og þær gátu að henda manni af! Eins og tildæmis einn sem var alveg þvílíkt hrekkjóttur og var alltaf að reyna að henda manni. Eitt skiptið lyftist ég bara af honum án nokkurrar vitundar minnar, og lennti standandi við hliðina á honum!? Datt af einni brjál meri og þurfti að standa upp svo hratt til að flýja hana þegar hún stefndi bara að mér með drápssvip! Svo leið yfir mig. En svo er maður auðvitað svo harður, dettur ekkert alltaf af! Alveg eins og kúrekarnir! Lukku-Láki er hetjan mín.

3. Móðir mín er líka snillingur í að detta af baki. Hún er hetja að setjast alltaf aftur á bak! Þó svo að hún fari úr axlarlið um leið og hún axlarbrotnar og nokkrum mánuðum fyrir það datt hestur með hana í þúfu og beyglaði löppina á henni. Það er eitthvað með alla þessa hesta sem mamma á til að sitja, þeir detta bara allir með hana og lenda ofan á henni! Jaaá svo má ekki gleyma þegar Monika rann í hálku og datt með mömmu. Og svo var einn sem ákvað að velta sér í á með mömmu á baki! Hahahah það var alveg toppurinn. Fjúff.

4. Aðrir sem ég hef orðið vitni af að detta af baki: Ragnheiður, Mamma, Sigga(kröpp beygja á berbaki og við báðar rennum af) Sandra, Leó, Kristín, Sigurður, Selma og Telma (flugu af í sama reiðtúrnum haha), krakkar á reiðnámskeiðinu, Einar Roth, Saga og líklega fleiri.

En þetta eru svo sannarlega svítudagar eins og ég kýs að kalla þá ( í þetta skiptið). Gömlu góðu minningarnar og svo lærdómur og veikindi og heimaseta og hlustun á tónlist... og ... og..!!!?


Það kannski sést ekki en hjálmurinn er vel rifinn og skemmdur eftir nokkrar afdettur ;)

Takk fyrir mig...

mánudagur, janúar 23, 2006

Margt hefur á dagana drifið

Jæja nú finnst mér orðið svo langt síðan ég bloggaði, þannig ég vind (vindi ?) mér bara beint í efnið..

Saungvakeppnin var haldin seinasta fimmtudag og þar vann Le Pre, Árni Bragason, en annað sætið hreppti stóri brósi sem bakrödd með nokkrum samnemendum sínum.
Ég er stolt af honum alveg hreint æðislegt hjá honum Til hamingju!
Jáhh svo í fyrirpartýinu fyrir ballið voru frekar vafasamar umræður um það "hvað hann vææææri sææææturrrr" en nóg um það...
Ballið heppnaðist alveg rosalega vel og ég skemmti mér alveg hrottalega vel með Petru, Guðrúnu, Karenu og Katrínu og svo var Hildur alltaf skoppandi inn á milli. (ahh er ég að gleyma einhverjum??)

Nú svo var Morfís á föstudag og Þar sigruðu MRingarnir. Ætla ekki að vera með neinn hroka þar sem ég er búin að hlessast frekar mikið á Borghyltingum um helgina en ætla að taka það til mín, að þeir séru bara svona upp í pontu og séu í raun kurteisari en ella. Þeir eru ágjætir..
Svo er þetta engin alhæfing á Borgó!

Svo var frekar rosalegt laugadagskveldið og ég var mér eiginlega til háborinnar skammar ( fannst mér) í Partýinu hjá Dagbjörtu og vil bara biðjast afsökunar haha. En þetta var samt ánægjulegt að kíkja á gamla liðið :) veivei!

Þannig þetta er eiginlega bara svona allsherjar afsökunarbeiðni með öðru ívafi, þetta blogg.

Þakka samt sem áður fyrir mig,Flott mynd sem lítill snáði að nafni Hákon Logi teiknaði einu sinni fyrir mig þegar ég var í einhverju leiðindaskapi.
Takk Konni ! =)

þriðjudagur, janúar 17, 2006

MR vs. FB í Gettu Betur hver vann ?

Nú að sjálfsögðu MR!

Í gær mættust þessir tveir skólar til þess að keppa í hinni mikilfenglegu spurningakeppni, Gettu Betur og mér skilst að MR liðið hafi gjörsamlega valtað yfir FB-inga með 26 stigum gegn 5 stigum Breiðhyltinganna.

Verð að segja að þetta sé bara ágætis byrjun á fyrstu umferðinni ;) MR-ingar ætla svo sannarlega ekki að láta sigra sig aftur eins og gerðist seinast!
Þar hefur bara einhverjum orðið á og við ætlum ekki að tapa niður titlinum sem MR er búinn að halda í heil 11 ár í röð! Nei nú er komið að því að fá bikarinn aftur heim á hillu! Haha.

Ég óska félugunum í liðinu til hamingju með sigurinn og óska þeim einnig góðs gengis í næstu keppnum.. Öllum Keppnum!!

mánudagur, janúar 16, 2006

Nýtt lúkk..?

Er þetta alveg hopeless lúkk á síðunni núna eða er þetta í lagi?

Ég var með það í fyrirrúmi að það væri auðvelt og þægilegt að sjá það sem er á síðunni.
Stundum er of flókið að breyta mikið. En ætti ég að skipta eður ei ?

Hvað finnst góðum lesendum mínum um þetta mál ?

Brynhildur ráðalausa..

P.s Nú er bloggsíða klárlega síðan hjá okkur stelpunum í hestunum, sem er að koma svo skemmtilega upp á yfirborðið. Endilega kíkið og njótið vel. Það er reyndar lítið komið inn.


Brynkz..

sunnudagur, janúar 08, 2006

HÆTTA! "Magnet" tónleikar!

Í kvöld voru hinir glæsilegu stórtónleikar með "Hætta! - Hópnum" sem áttu að vekja athygli á náttúru Íslands og umgengni um hana. Margir miklir listamenn komu þar fram og þar á meðal voru Damien Rice, Hjálmar, Ham, Ghostigital, Magga Stína og hljómsveit, Rass, Egó, Sigur Rós, Damon Albarn mætti og söng og það var strákur sem er svona kannski 10-11 ára, sem fékk þann heiður að spila á trompet með honum! Vá Sá snáði á eftir að muna þetta í langan tíma. 5500 manns, fagnandi honum jafnvel meira en Damon Albarn sjálfum. Fjúff!
Björk átti að mæta en kannski missti ég af henni, eða þá að dagskráin breyttist eitthvað örlítið, eins og stóð á miðanum: ,,Tónleikahaldari áskilur sér rétt til að breyta dagskrá".

Þetta voru annars mjög vel heppnaðir tónleikar að mínu mati og áhrifamiklir svo sannarlega og sviknir þeir sem ekki fóru! ;P

Var dálítið týnd samt :S Keypti miðann og hélt að Marissa og Matti ætluðu að kaupa líka en svo voru þau bara of sein þar sem miðarnir voru fljótir að seljast upp. Svo þegar að deginum í dag komst Marissa í feitt og fékk starf við tónleikahaldið svo hún gat mætt í höllina um kveldið!
Ég hitti hana samt ekkert... fann hana ekki og þegar ég loksins heyrði í henni 2 tímum eftir að ég mætti var ég komin fremst og týmdi ekkert að færa mig hihi.
Hitti á Andreu og Sóley þegar ég var nýkomin og þær voru að leita að vinkonu sinni, var með þeim í smá tíma og sá svo einkurja bekkjarfélaga mína sem ég var með restina af tónleikunum.
Ánægjulegt kvöld sumsé. Takk fyrir mig!!
Brynhildr..

laugardagur, janúar 07, 2006

Svefnleysi & Andvaka..

Síðan skólinn byrjaði aftur, eftir vel heppnað jólafrí, hef ég verið í vandræðum með að sofna á kvöldin. Nú er t.d. kl orðin hálf 4 og ég ekki enn sofnuð.
Spurningar vöknuðu og pælingar fóru af stað í kollinum.
Hvers vegna get ég ekki sofnað ?
Nú veit ég um nokkra aðila sem hafa líka verið í vandræðum með að sofna og þess vegna gæti mögulega verið að eitthvað hjá okkur öllum sé að klikka vegna einhverra óútskýranlegra ástæðna :

- Í fyrstu datt mér að sjálfsögðu það í hug, að ég er nú búin að snúa sólarhringnum algjörlega við vegna jólafrís og það sé í raun megin ástæðan fyrir þessum bilunum í líkamsklukkunni, sem venjulega segir mér að fara að sofa og ákveður hvenær ég á að vakna.

- En svo uppgötvaði ég að dagurinn er náttúrulega farinn að lengjast smávegis með degi hverjum núna. Ætli það hafi einhver áhrif, þar sem fleiri eru að glíma við sama vandamál og ég?

- Veðrið hefur verið mjög undarlegt síðastliðna daga og það gæti einnig spilað inn í þetta á einhvern hátt.

- Eða þá að ég sé með svona líka roooosalegar pælingar þegar ég á í rauninni að vera liggjandi uppi í rúmi, sofandi, eða í það minnsta að reyna að sofna, og svefnleysið hjá hinum fyrrnefndu komi þessu máli engan veginn við og þeir hafi bara sínar eigin ástæður fyrir andvökunni...

Ég er ekki komin að niðurstöðu, en ætla nú að "leggjast undir feld" það sem eftir er að nóttu og hver veit nema ég hafi fundið svarið við spurningu minni þegar ég vakna um hádegisbil á morgun!

Góða nótt.

p.s. Svefnleysið hefur ekki haft góð áhrif þar sem vöðvabólga og höfuðverkur eru daglegar "aukaverkanir" upp á síðkastið...

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Jólafríið á enda..

Eins og glöggir lesendur geta séð, þá er jólafríið á enda hjá mér.

Hér er nokkuð sem ég afrekaði í jólafríinu!

* Lærði á gröfu.
* Tók hestana inn
* Mokaði skít

* Fór í bæinn 5-6 sinnum.
* Fór í partý.
* Jólaball
* Tókst að sofa yfir mig eftir jólaballið þannig missti af einkunna afhendingunni og allri saramóníunni í Dómkirkjunni..
* Náði samt í einkunnirnar, ágætis einkunnir..
* Tók til í herberginu mínu. (sem er núna aftur í messi)
* Hélt jólin hátíðlega!
* Spilaði með bekkjarsystkinum
* Spilaði með fjölskyldunni og vinafólki
* Kór tónleikar!
* Fór á hestbak
* Nýársnæturrölt í bænum og Sálarball.
* Svaaaaaaaaaaaaaaaf!
* Horfði á fullt af myndum og þáttum.
* Gerði nokkuð gott fyrir bloggið mitt!

Og eitthvað af því sem ég afrekaði ekki :

* Læra
* Vinna
* skemmileggja fríið.

Útkoman er sú að ég naut mín alveg ógeðslega mikið í fríinu og ég vildi óska þess að það væri ekki búið! Aldrei of mikið af því góða ekki satt!;)
Skólinn er samt ekki slæmur staður. Þvert á móti er ég farin að hlakka til að rústa vorprófunum eftir alveg hremmifallega ástundun í vetur! ÓJE!

Takk, Brynhildur.

Matthías


Er hér með krýndur lélegasti rím maður sem fundist hefur.
Til hamingju Matthías með titilinn!!

Dæmi um lélegt rím eftir Matthías: þriðji, tilli

mánudagur, janúar 02, 2006

Kisi Týndur :(

Áramótin voru mjög skemmtileg!
Matur hjá Bryndísi, gómsætur Kalkúni og svo ís og nammi og snakk og ahh... Mmm...

Eftir skaupið brunuðum við mamma, pabbi og Kári niður í hesthús til að gá hvort að hestarnir væru ennþá á lífi eftir alla hvellina og svo keyrðum við niður í Grafarvog til þess að horfa yfir Reykjavíkina missa vitið algjörlega!

Vá ég fór að pæla í útlendingum sem koma hingað árlega jafnvel um áramótin bara til þess að horfa á þessi Madness!! Og fór líka að hugsa um alla flóttamennina og alla ólöglegu innflytjendurna (af því þeir eru svo margir) , og hvernig þau skyldu bregðast við þessum ósköpum! Allar sprengingarnar og lætin og reykurinn og blossarnir og...
það mætti halda að það væri verið að gera flugárás og bomba yfir allt höfuðborgarsvæðið! ( og að sjálfsögðu úti á landi..)
Við hérna til þess að njóta alls hávaðans og litadýrðarinnar. Kaupa flugelda fyrir morðfjár! Þetta hleypir óneitanlega smá adrenalíni af stað, en fyrir þá sem eru að flýja skotárásir og koma kannski hingað í friðarleit og svo er hér Trylltast af öllu trylltu þegar að flugeldum kemur!
Já morðfjár.. heyrði í gær sögu af manni sem kaupir flugelda fyrir 50 þúsund krónur, og kannski 10 aðrir vinir hans og svo koma þeir allir saman og bomba allt kvöldið! Það er alltaf svolítið svoleiðis niðrí í Fannafoldinni, nokkrir nágrannar sem eru að keppast um hver skýtur flottustu ragettunum og tertunum upp. Maður fær bara sína eigin sýningu alveg við hliðina á sér!

Annars skaust ég niður í bæ með Siggu og Söndru og rölti upp og niður Laugarveginn, kíkti á nokkra staði og svo endaði ég á Nasa þar sem Sálin hans Jóns míns hélt uppi fjörinu.
Ég verð að segja að fyrir mitt leiti voru þetta ein bestu áramót sem ég hef upplifað!

En allri hamingju fylgir líka nokkur sorg.
Seinustu daga Hefur Kisi ekki skilað sér heim og ég harma það mjög. :(
Alveg síðan Kitty, kötturinn hennar Marissu gerði sig heimakominn hér, þá sá ég minna og minna af Kisa þar til hann var bara alveg horfinn.
Endilega ef þið sjáið hann þá láta mig vita! Ég hef alveg gríðarlegar áhyggjur af litlu bollunni minni!!!
Hann er grár eins og þið sjáið, feitur en samt smágerður og með græn augu.
Einfaldlega bara mjÖg sætur.

sunnudagur, janúar 01, 2006

jiss nýja árið komið!

Til hamingju með nýja árið fólk!
Ég veit ekki með ykkur en ég skemmti mér konunglega við að kveðja gamla árið.
Borðaði bragðgóðan og safaríkan kalkúna hjá Bryndísi og co.
Vá sáuð þið áramótaskaupið?! Mér fannst það mjög fyndið. En það hefði mátt vera meiri fjölbreytni...

Nokkrar myndir