þriðjudagur, október 24, 2006

Eintóm gleði og hamingja

Ég er komin með fartölvu þannig að ég þarf ekki lengur að fá Marissu tölvu lánaða.
Ahh bráðum verður sjálfstæði mínu fullkomlega náð. Bara að ég hefði tekið bílprófið fyrir löngu. Þá væri lífið sérdeilis auðveldara.
Myndir frá helginni sem var að líða er hægt að finna á síðunni hennar Fanneyjar eða beinir linkar:

Laugardalshöll 1
Laugardalshöll 2

Þetta er allt frekar steikt en mig langar að láta nokkar þær röffuðustu fylgja þessu bloggi
laugardagur, október 21, 2006

Brjálaða Binna

Fjúff... sem betur fer er ég aldrei kölluð það.

Síðastliðin vika hefur einnkennst af miklu stressi, litlum svefni og skemmtilegum atvikum þar á meðal. Flestir kennararnir mínir hafa skellt á okkur fyrirlestrum, prófum, ritgerðum og kjörbókum og það hefur alls ekki verið neitt auðvelt að vinna úr þessu öllu.
En ég ætla ekki að vera með neitt væl. Í gær komu til mín Guðrún, Hildur og Karen og við spiluðum Mr. & Mrs. spilið og höfðum bara kósí.
Sigrún vinkona mín hringdi líka í mig í vikunni og fékk mig til þess að vera "hármódel" á sýningunni, Konan, í Laugardalshöllinni. Fór og hitti stelpurnar sem voru memm í þessu (Andrea, Bryndís, Fanney, Sigrún, Tinna, Anna Bergljót, Íris og Arnheiður) í gær og við tókum netta æfingu. Þetta var allt saman gott og blessað nema það að pilsið sem ég átti að klæðast var svo sítt að ég steig á það og það kom gat. Reyndar bara á undirpilsið, sem betur fer.
Sýningin var svo í dag og á morgun fer ég aftur. Úff... hellings vinna.

En jájá svo í kvöld fer ég upp í mosó, örugglega í annað skiptið á ævinni sem ég fer þangað og kíki ekki heim til mín. Fer nefnilega til hennar Kæru Malínar með Aðalheiði og hitti nokkrar píur þar.. hlakka ekkert smá til þar sem ég hitti þessar stelpur eiginlega aldrei lengur..=
Jæja.. smá innskot inn í líf mitt bara..

Það sem ég lærði nýtt í dag er að það er ekki gott að standa á pinnahælum á palli í meira en 15 mínútur. Hvað þá að þurfa að labba meira en það.

Mynd sem ég tók áðan úr símanum hennar Marissu.

sunnudagur, október 15, 2006

Blátt Magic og skítug gluggakista

Ég sat hérna í nýju íbúðinni í fyrradag og hugsaði með mér hvenær flestir skildu sofa í heiminum.

Ég hef ekki ennþá fengið svar við þessari spurningu.


Fór á Árshátíð Skólafélagsins á fimmtudag og það var alveg fjör. Var bara eitthvað fáránlega dofin og þreytt um kvöldið að ég hefði getað sofnað standandi á dansgólfinu ef að fólk hefði ekki verið að ýta mér til á fullu.
Tók mér nokkur hlé og settist og horfði á hina dansa og skemmta sér. Mérr fannst samt eins og ég væri ekki þarna. Frekar eins og ég væri líðandi um í lausu lofti eins og gufa og enginn sæi mig. Það var svolítið skrýtin upplifun.
Svo kom einhver stelpa og leiddi mig upp á gólf og fór að dansa við mig.. Ég áttaði mig engan veginn á því hvað var að gerast.
Haustfríið var þessa helgi, frá fimmtudeginum þar til í dag og mér finnst ég ekki hafa haft neitt frí. Ekkert frekar en venjuleg helgi. Haustfríið mitt nýttist -murlega. já! ég sagði -MURLEGA! (þetta var óvart ásláttarvilla)

Uhh.. Ég er mjög ringluð og tætt þessa dagana.. veit ekki hvort það sé vegna flutninganna, sambandsleysis við foreldra, peningaleysi eða eitthvað annað.
En þetta er sossum ágætt líf þrátt fyrir allt.

Takk

mánudagur, október 02, 2006

Nýtt nýtt nýtt !!!

* Nýir fjölskyldumeðlimir næsta mánuðinn: Læða með 6 litla fjögurra vikna ógeðslega sæta kettlinga. Spennó!

* Suðrasonurinn okkar sem enginn vissi af nema mamma í heilt ár er kominn í bæinn. Verður sendur Norður á Hóla á morgun í tamningu. Spennó!

* Breytingar/kaflaskipti í lífi Brynhildar. Flyt frá mínu 17 ára gamla heimili í íbúð niður í bæ til Marissu á næstu vikum. Pælingin er sú að mútta og pápi flytji austur og Kári til ömmu og hið fyrr nefnda heimili verður líklega leigt út. Þetta er ein hugmyndin af mörgum. Semi Spennó! (semi er þarna bætt inn þar sem tilhugsunin um að allir séu að flytja og fjölskyldulífið verði þar með ekki eins normal og ætla mætti, hefur áhrif)

Myndir af kisum og Sölva Suðrasyni:

Nokkrar myndir