þriðjudagur, janúar 31, 2006

Reykingar bannadar - svolitid til umhugsunar

Eg var ad laera a Itoku i dag eftir skola. Tad var ekki tvofaldur lifsleikni timi og felagsfraedikennarinn var veikur tannig var buin i skolanum kl. 1. Eg vard vor vid tad ad ungir krakkar ur tiunda bekk (segi eg sem er bara einu ari eldri) komu ad skoda skolann i dag. Sa ad tad var strakur ur MR sem var ad kynna tau fyrir skolanum og sina teim husnaedid og svona. Mer vard hugsi til teirra longu lidnu stunda (i fyrra) tegar eg for med minum skola ad skoda MR. Mer leist svo hryllilega vel a tennan skola. Margt svo gamalt og allar hefdir og svona. Tad tengir mann a einhvern hatt vid gamla daga. Gamli skoli er nu buinn ad vera i notkun sidan arid 1846. Og nu eru akkurat 160 ar sidan husid var tekid i notkun. (Ef eg fer med tetta rett)

Undanfarid hef eg lennt i teim umraedum og verid spurd hvort tad seu margir MR-ingar sem reykja. Eg hef bara tekid eftir nokkrum nemendum, nema fyrir utan fylliry. Og vona eg svo sannarlega ad nemendum sem reykja faekki a naesta ari frekar en ad teim fjolgi. Eg hef nefnilega ordid nokkud vor vid tiundubekkinga sem reykja. Allavega her i Mos. ahemm.

I tilefni af tessari reykingaumraedu minni langadi mig ad lata eftirfarandi frett fylgja. ( Tekin hedan ) Og vil eg bara segja ad eg styd tessa hugmynd fullkomlega. Mer finnst ekki ad tetta brjoti gegn fridhelgi einkalifsins tar sem stadurinn sem folk reykir a tarf alls ekki ad vera a veitingastad eda skemmtistad. Ef veitinga-/skemmtistadur myndi bara einfaldlega banna reykingar vaeru engar reglur bannadar tar sem tetta er husnaedi hja akvednum eigendum og rada teir ekki reglum innan stadarins ? Hmm... Eg myndi allavega halda tad en eg hef hinsvegar ekki kynnt mer log og reglugerdir hja veitinga-/skemmtistodum.

____________________________________________________________________
NFS, 31. Janúar 2006 17:30
Reykingar bannaðar með öllu á veitinga- og skemmtistöðum

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um reykingarbann á Alþingi í dag. Frumvarpið felur það í sér að reykingar á veitinga- og skemmtistöðum verði bannaðar með öllu frá og með 1. júní 2007.

Markmið lagannna er að vernda starfsmenn á veitinga- og skemmtistöðum fyrir óbeinum reykingum og þeim skaða sem þær geta valdið. Ýmsir þingmenn mæltu gegn banninu á þingi í dag. Þannig sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmað

ur Samfylkingarinnar, bannið varhugavert stjórnlyndi sem í fælist forræðishyggja og skynsamlegra væri að skoða aðrar leiðir þar sem bannið hlyti að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig var bent á hvort ekki væri rétt að skoða aðrar leiðir eða framfylgja harðar þeim reglum sem nú eru í gildi.
____________________________________________________________________

Reykingar

Tóbak róm ræmir,
remmu framkvæmir,
tungu vel tæmir,
tár af augum flæmir,
háls með hósta væmir,
heilann fordæmir
og andlit afskræmir.

Hallgrímur Pétursson

Nokkrar sidur um reykingar:
Brad Pitt toldi ekki kedjureykingar Jennifer Aniston (mbl.is)
Hvad er malid ?

spurningar og svor (visindavefurinn
)

Brynhildur

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Ahh svítudagar

Sit hérna og læt fara alveg hrottalega vel um mig í stólnum mínum með stóran púða við bakið og hlusta á rólega, þægilega tónlist.
Það er mikið að læra og ég bara dunda mér við það. Aldrei þessu vant..

Það er víst að hlaðast upp heimavinnan núna þessa dagana sem ég er ekki alveg að fýla. Er ekkert búin að leyfa mér að fara á hestbak í vikunni. Sem er mjög leitt þar sem það eru heilir 6 félagar niðrí í hesthúsi bíðandi eftir að vera hreyfðir. Múttan er ekkert búin að fara heldur síðan nýi "góði hesturinn" sem átti að vera svo frábær, varð hræddur við bíl og tók svona eins og eitt stökk og datt ofan í holu með mömmu á undan og lennti svo ofan á henni. Grey mamma.
Maður ætti að gefa henni verðlaun fyrir ljótustu og bólgnustu fætur 2006.

En þar sem ég er að tala um hestaslys og "dettu af baki." Þá langar mig að telja upp nokkrar skrautlegar "afdettur" sem ég hef upplifað.

1. Var að fara að keppa á honum Létti mínum og setti einhverjar sniðugar hlífar á fæturna til þess eins að hann lyfti fótunum hærra upp í loftið (sem fyrir þá sem ekki vita á að prýða og hækka einkunn). Nú hlífarnar komnar á og Léttir ekki ýkja ánægður með þessar hryllilega hvítu ógnandi gúmmítúttur á framfótunum. Skvettir upp rassinum og ég fýk af og lendi beint á hausnum! Svo var það ósjaldan sem hann á gulmálaða steina, skilti eða fjúkandi rusl og trompaðist og stökk allt í einu til hliðar og ég af.

2. Frumtamningar geta verið skemmtilegar. Áhættusamar, en skemmtilegar. Maður fær upp í hendurnar hest, sem hefur aldrei verið snertur af manni. Umgengst hann í nokkra daga og svo bara á bak! Sumarið 2004 var einmitt svoleiðis. Fékk vinnu við frumtamningar og vinnuveitandi minn, Ragnheiður, var ekki óhrædd við að henda mér á bak á einhverjum bykkjum sem reyndu eins og þær gátu að henda manni af! Eins og tildæmis einn sem var alveg þvílíkt hrekkjóttur og var alltaf að reyna að henda manni. Eitt skiptið lyftist ég bara af honum án nokkurrar vitundar minnar, og lennti standandi við hliðina á honum!? Datt af einni brjál meri og þurfti að standa upp svo hratt til að flýja hana þegar hún stefndi bara að mér með drápssvip! Svo leið yfir mig. En svo er maður auðvitað svo harður, dettur ekkert alltaf af! Alveg eins og kúrekarnir! Lukku-Láki er hetjan mín.

3. Móðir mín er líka snillingur í að detta af baki. Hún er hetja að setjast alltaf aftur á bak! Þó svo að hún fari úr axlarlið um leið og hún axlarbrotnar og nokkrum mánuðum fyrir það datt hestur með hana í þúfu og beyglaði löppina á henni. Það er eitthvað með alla þessa hesta sem mamma á til að sitja, þeir detta bara allir með hana og lenda ofan á henni! Jaaá svo má ekki gleyma þegar Monika rann í hálku og datt með mömmu. Og svo var einn sem ákvað að velta sér í á með mömmu á baki! Hahahah það var alveg toppurinn. Fjúff.

4. Aðrir sem ég hef orðið vitni af að detta af baki: Ragnheiður, Mamma, Sigga(kröpp beygja á berbaki og við báðar rennum af) Sandra, Leó, Kristín, Sigurður, Selma og Telma (flugu af í sama reiðtúrnum haha), krakkar á reiðnámskeiðinu, Einar Roth, Saga og líklega fleiri.

En þetta eru svo sannarlega svítudagar eins og ég kýs að kalla þá ( í þetta skiptið). Gömlu góðu minningarnar og svo lærdómur og veikindi og heimaseta og hlustun á tónlist... og ... og..!!!?


Það kannski sést ekki en hjálmurinn er vel rifinn og skemmdur eftir nokkrar afdettur ;)

Takk fyrir mig...

mánudagur, janúar 23, 2006

Margt hefur á dagana drifið

Jæja nú finnst mér orðið svo langt síðan ég bloggaði, þannig ég vind (vindi ?) mér bara beint í efnið..

Saungvakeppnin var haldin seinasta fimmtudag og þar vann Le Pre, Árni Bragason, en annað sætið hreppti stóri brósi sem bakrödd með nokkrum samnemendum sínum.
Ég er stolt af honum alveg hreint æðislegt hjá honum Til hamingju!
Jáhh svo í fyrirpartýinu fyrir ballið voru frekar vafasamar umræður um það "hvað hann vææææri sææææturrrr" en nóg um það...
Ballið heppnaðist alveg rosalega vel og ég skemmti mér alveg hrottalega vel með Petru, Guðrúnu, Karenu og Katrínu og svo var Hildur alltaf skoppandi inn á milli. (ahh er ég að gleyma einhverjum??)

Nú svo var Morfís á föstudag og Þar sigruðu MRingarnir. Ætla ekki að vera með neinn hroka þar sem ég er búin að hlessast frekar mikið á Borghyltingum um helgina en ætla að taka það til mín, að þeir séru bara svona upp í pontu og séu í raun kurteisari en ella. Þeir eru ágjætir..
Svo er þetta engin alhæfing á Borgó!

Svo var frekar rosalegt laugadagskveldið og ég var mér eiginlega til háborinnar skammar ( fannst mér) í Partýinu hjá Dagbjörtu og vil bara biðjast afsökunar haha. En þetta var samt ánægjulegt að kíkja á gamla liðið :) veivei!

Þannig þetta er eiginlega bara svona allsherjar afsökunarbeiðni með öðru ívafi, þetta blogg.

Þakka samt sem áður fyrir mig,Flott mynd sem lítill snáði að nafni Hákon Logi teiknaði einu sinni fyrir mig þegar ég var í einhverju leiðindaskapi.
Takk Konni ! =)

þriðjudagur, janúar 17, 2006

MR vs. FB í Gettu Betur hver vann ?

Nú að sjálfsögðu MR!

Í gær mættust þessir tveir skólar til þess að keppa í hinni mikilfenglegu spurningakeppni, Gettu Betur og mér skilst að MR liðið hafi gjörsamlega valtað yfir FB-inga með 26 stigum gegn 5 stigum Breiðhyltinganna.

Verð að segja að þetta sé bara ágætis byrjun á fyrstu umferðinni ;) MR-ingar ætla svo sannarlega ekki að láta sigra sig aftur eins og gerðist seinast!
Þar hefur bara einhverjum orðið á og við ætlum ekki að tapa niður titlinum sem MR er búinn að halda í heil 11 ár í röð! Nei nú er komið að því að fá bikarinn aftur heim á hillu! Haha.

Ég óska félugunum í liðinu til hamingju með sigurinn og óska þeim einnig góðs gengis í næstu keppnum.. Öllum Keppnum!!

mánudagur, janúar 16, 2006

Nýtt lúkk..?

Er þetta alveg hopeless lúkk á síðunni núna eða er þetta í lagi?

Ég var með það í fyrirrúmi að það væri auðvelt og þægilegt að sjá það sem er á síðunni.
Stundum er of flókið að breyta mikið. En ætti ég að skipta eður ei ?

Hvað finnst góðum lesendum mínum um þetta mál ?

Brynhildur ráðalausa..

P.s Nú er bloggsíða klárlega síðan hjá okkur stelpunum í hestunum, sem er að koma svo skemmtilega upp á yfirborðið. Endilega kíkið og njótið vel. Það er reyndar lítið komið inn.


Brynkz..

sunnudagur, janúar 08, 2006

HÆTTA! "Magnet" tónleikar!

Í kvöld voru hinir glæsilegu stórtónleikar með "Hætta! - Hópnum" sem áttu að vekja athygli á náttúru Íslands og umgengni um hana. Margir miklir listamenn komu þar fram og þar á meðal voru Damien Rice, Hjálmar, Ham, Ghostigital, Magga Stína og hljómsveit, Rass, Egó, Sigur Rós, Damon Albarn mætti og söng og það var strákur sem er svona kannski 10-11 ára, sem fékk þann heiður að spila á trompet með honum! Vá Sá snáði á eftir að muna þetta í langan tíma. 5500 manns, fagnandi honum jafnvel meira en Damon Albarn sjálfum. Fjúff!
Björk átti að mæta en kannski missti ég af henni, eða þá að dagskráin breyttist eitthvað örlítið, eins og stóð á miðanum: ,,Tónleikahaldari áskilur sér rétt til að breyta dagskrá".

Þetta voru annars mjög vel heppnaðir tónleikar að mínu mati og áhrifamiklir svo sannarlega og sviknir þeir sem ekki fóru! ;P

Var dálítið týnd samt :S Keypti miðann og hélt að Marissa og Matti ætluðu að kaupa líka en svo voru þau bara of sein þar sem miðarnir voru fljótir að seljast upp. Svo þegar að deginum í dag komst Marissa í feitt og fékk starf við tónleikahaldið svo hún gat mætt í höllina um kveldið!
Ég hitti hana samt ekkert... fann hana ekki og þegar ég loksins heyrði í henni 2 tímum eftir að ég mætti var ég komin fremst og týmdi ekkert að færa mig hihi.
Hitti á Andreu og Sóley þegar ég var nýkomin og þær voru að leita að vinkonu sinni, var með þeim í smá tíma og sá svo einkurja bekkjarfélaga mína sem ég var með restina af tónleikunum.
Ánægjulegt kvöld sumsé. Takk fyrir mig!!
Brynhildr..

laugardagur, janúar 07, 2006

Svefnleysi & Andvaka..

Síðan skólinn byrjaði aftur, eftir vel heppnað jólafrí, hef ég verið í vandræðum með að sofna á kvöldin. Nú er t.d. kl orðin hálf 4 og ég ekki enn sofnuð.
Spurningar vöknuðu og pælingar fóru af stað í kollinum.
Hvers vegna get ég ekki sofnað ?
Nú veit ég um nokkra aðila sem hafa líka verið í vandræðum með að sofna og þess vegna gæti mögulega verið að eitthvað hjá okkur öllum sé að klikka vegna einhverra óútskýranlegra ástæðna :

- Í fyrstu datt mér að sjálfsögðu það í hug, að ég er nú búin að snúa sólarhringnum algjörlega við vegna jólafrís og það sé í raun megin ástæðan fyrir þessum bilunum í líkamsklukkunni, sem venjulega segir mér að fara að sofa og ákveður hvenær ég á að vakna.

- En svo uppgötvaði ég að dagurinn er náttúrulega farinn að lengjast smávegis með degi hverjum núna. Ætli það hafi einhver áhrif, þar sem fleiri eru að glíma við sama vandamál og ég?

- Veðrið hefur verið mjög undarlegt síðastliðna daga og það gæti einnig spilað inn í þetta á einhvern hátt.

- Eða þá að ég sé með svona líka roooosalegar pælingar þegar ég á í rauninni að vera liggjandi uppi í rúmi, sofandi, eða í það minnsta að reyna að sofna, og svefnleysið hjá hinum fyrrnefndu komi þessu máli engan veginn við og þeir hafi bara sínar eigin ástæður fyrir andvökunni...

Ég er ekki komin að niðurstöðu, en ætla nú að "leggjast undir feld" það sem eftir er að nóttu og hver veit nema ég hafi fundið svarið við spurningu minni þegar ég vakna um hádegisbil á morgun!

Góða nótt.

p.s. Svefnleysið hefur ekki haft góð áhrif þar sem vöðvabólga og höfuðverkur eru daglegar "aukaverkanir" upp á síðkastið...

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Jólafríið á enda..

Eins og glöggir lesendur geta séð, þá er jólafríið á enda hjá mér.

Hér er nokkuð sem ég afrekaði í jólafríinu!

* Lærði á gröfu.
* Tók hestana inn
* Mokaði skít

* Fór í bæinn 5-6 sinnum.
* Fór í partý.
* Jólaball
* Tókst að sofa yfir mig eftir jólaballið þannig missti af einkunna afhendingunni og allri saramóníunni í Dómkirkjunni..
* Náði samt í einkunnirnar, ágætis einkunnir..
* Tók til í herberginu mínu. (sem er núna aftur í messi)
* Hélt jólin hátíðlega!
* Spilaði með bekkjarsystkinum
* Spilaði með fjölskyldunni og vinafólki
* Kór tónleikar!
* Fór á hestbak
* Nýársnæturrölt í bænum og Sálarball.
* Svaaaaaaaaaaaaaaaf!
* Horfði á fullt af myndum og þáttum.
* Gerði nokkuð gott fyrir bloggið mitt!

Og eitthvað af því sem ég afrekaði ekki :

* Læra
* Vinna
* skemmileggja fríið.

Útkoman er sú að ég naut mín alveg ógeðslega mikið í fríinu og ég vildi óska þess að það væri ekki búið! Aldrei of mikið af því góða ekki satt!;)
Skólinn er samt ekki slæmur staður. Þvert á móti er ég farin að hlakka til að rústa vorprófunum eftir alveg hremmifallega ástundun í vetur! ÓJE!

Takk, Brynhildur.

Matthías


Er hér með krýndur lélegasti rím maður sem fundist hefur.
Til hamingju Matthías með titilinn!!

Dæmi um lélegt rím eftir Matthías: þriðji, tilli

mánudagur, janúar 02, 2006

Kisi Týndur :(

Áramótin voru mjög skemmtileg!
Matur hjá Bryndísi, gómsætur Kalkúni og svo ís og nammi og snakk og ahh... Mmm...

Eftir skaupið brunuðum við mamma, pabbi og Kári niður í hesthús til að gá hvort að hestarnir væru ennþá á lífi eftir alla hvellina og svo keyrðum við niður í Grafarvog til þess að horfa yfir Reykjavíkina missa vitið algjörlega!

Vá ég fór að pæla í útlendingum sem koma hingað árlega jafnvel um áramótin bara til þess að horfa á þessi Madness!! Og fór líka að hugsa um alla flóttamennina og alla ólöglegu innflytjendurna (af því þeir eru svo margir) , og hvernig þau skyldu bregðast við þessum ósköpum! Allar sprengingarnar og lætin og reykurinn og blossarnir og...
það mætti halda að það væri verið að gera flugárás og bomba yfir allt höfuðborgarsvæðið! ( og að sjálfsögðu úti á landi..)
Við hérna til þess að njóta alls hávaðans og litadýrðarinnar. Kaupa flugelda fyrir morðfjár! Þetta hleypir óneitanlega smá adrenalíni af stað, en fyrir þá sem eru að flýja skotárásir og koma kannski hingað í friðarleit og svo er hér Trylltast af öllu trylltu þegar að flugeldum kemur!
Já morðfjár.. heyrði í gær sögu af manni sem kaupir flugelda fyrir 50 þúsund krónur, og kannski 10 aðrir vinir hans og svo koma þeir allir saman og bomba allt kvöldið! Það er alltaf svolítið svoleiðis niðrí í Fannafoldinni, nokkrir nágrannar sem eru að keppast um hver skýtur flottustu ragettunum og tertunum upp. Maður fær bara sína eigin sýningu alveg við hliðina á sér!

Annars skaust ég niður í bæ með Siggu og Söndru og rölti upp og niður Laugarveginn, kíkti á nokkra staði og svo endaði ég á Nasa þar sem Sálin hans Jóns míns hélt uppi fjörinu.
Ég verð að segja að fyrir mitt leiti voru þetta ein bestu áramót sem ég hef upplifað!

En allri hamingju fylgir líka nokkur sorg.
Seinustu daga Hefur Kisi ekki skilað sér heim og ég harma það mjög. :(
Alveg síðan Kitty, kötturinn hennar Marissu gerði sig heimakominn hér, þá sá ég minna og minna af Kisa þar til hann var bara alveg horfinn.
Endilega ef þið sjáið hann þá láta mig vita! Ég hef alveg gríðarlegar áhyggjur af litlu bollunni minni!!!
Hann er grár eins og þið sjáið, feitur en samt smágerður og með græn augu.
Einfaldlega bara mjÖg sætur.

sunnudagur, janúar 01, 2006

jiss nýja árið komið!

Til hamingju með nýja árið fólk!
Ég veit ekki með ykkur en ég skemmti mér konunglega við að kveðja gamla árið.
Borðaði bragðgóðan og safaríkan kalkúna hjá Bryndísi og co.
Vá sáuð þið áramótaskaupið?! Mér fannst það mjög fyndið. En það hefði mátt vera meiri fjölbreytni...

Nokkrar myndir