miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Mér var bennt á síðu sem er alveg gríðarlega sniðug. Langaði að minnast á hana í blogginu þar sem þetta er alveg snilldar síða!

http://www.pandora.com


Prófin eru að hefjast og það verður skrautlegt að sjá útkomurnar.
Að þessu sinni tek ég samanlagt 10 jólapróf! JEii!
Mjög gaman að hafa próf á hverjum degi í tvær vikur.
En svo verður því lokið og ég get haldið áhyggjulaus inn í jóladraumaheiminn.. gleymt mér alveg, ætla að halda mig bara í letinni þessi jólin. Fyrir utan það að stunda ræktina og vinna.
Já.. Brynhildur sjálf ætlar að fá vinnu um jólin! Og það er ekkert annað en svona kynnir á matvælum í búðum! Komið til Brynhildar og fáið smakk! Jehh..

Vona að hesthúsið taki á sig einhverja góða mynd fyrir jól. Það verður yndislegt að fá hestana um jólin til þess að geta týnt mér bara í einhverfni með þeim! Ahh.... svona á maður að lifa lífinu! Hlakka skuggalega til að sjá stúlkukindurnar mínar sem maður er ekki búin að sjá svo lengi =)
Þá á ég við hestastelpurnar og svo að sjálfsögðu ykkur í saumónum ;)
Jiss. saumó! stelpur... hvað er í gangi!

Því miður fer Marissa 15. desember, daginn sem ég er búin í skólanum þannig ég verð ekki með henni um jólin :(
Stefni að því að komast austur eitthvað! Austankaldinn á oss blés eins og textinn í minnistæðu lagi gefur, sem maður æfði í kór einu sinni.

Maður er nú svolítið nörd ég sér.. eða er það bara álit mitt á mér...
Rás 2 komin sterklega inn hjá mér! Daglegur viðburður að hlusta á m.a. deigluna og fréttir og svona rosalega sniðuga þætti.
Boxið er alltaf á sínum stað og svo er pianopróf og tónleikar bráðum, kórinn í fullu fjöri, öss þegar skólanum líkur fyrir jól verða stífar æfingar á hverjum degi fram að Þorláksmessu.
Af öllu ógleymanlegu!
Jólaballið! Það verður tryllt fjör á jólaballinu og stefnan er að hafa fyrirpartý með 3 bekkjum. =)
Þetta verður rosafjör. Get ekki stillt mig fyfir þessu öllu saman! Það er gjörsamlega allt að gerast! vÍÍÍÍÍÍÍ elska að hafa mikið að gera!!!!!!!!!!
Hvar væri maður ef maður væri ekki með eitthvað fyrir stafni. Úff....

En ætla að láta þetta gott heita.
Takk fyrir mig.

laugardagur, nóvember 19, 2005

Jánei!

Það sem flýgur um huga mér þessa dagana...


Neikvætt:

* Siffa Stærðfræðikennari er leiðinleg.
* Headphonin mín eru ónýt.
* Sögukaflinn um heimspekinga er 5 blaðsíður... það er Mikið..
* Þarf að gera félagsfræðiglósur.
* Djöf! Ég var að prófa hvort að skiladagurinn á jarðfræðiverkefninu myndi breytast ef ég myndi breyta dagsetningunni í tölvunni minni.. sendi skjalið og var ekki búin með það. Fæ ekki 10..
* Kann ekki jólalögin af því ég er búin að missa af öllum kóræfingum seinustu vikrnar.
* Jólaljós?? Eru þau ekki einum of snemma ? Kveikja jólaljósin í bænum í dag!? Öss..
* Neikvæðni og pirringur fer í taugarnar á mér svo að ég sjálf fer í taugarnar á mér..!


Jákvætt:


* Box er skemmtilegt.
* Þarf að tileinka mér meiri stjórnmál.
* Jibbíííííí!!!
* Pianopróf 9. des, 10. des- jólatónleikar í piano.
* Jólatónleikar hjá kórnum í kringum aðfangadag.
* Æfa mig á pianoið.
* Tannburstinn minn er bleikur.
* Team Lazer Explotion!
* Sudoku! Er að rústa því maður! Jee..
* Fæ mér rauðu og fjólubláu bara bráðum hah!
* Prófin eru að byrja. Jess! Þá get ég bara lokið þeim og jólafríið hefst!
* Kaupi bara ný headphone!
* Sigurrósar tónleikar! víí
* Sveitt Partý í kvöld ójá! Þema = Bleikur


Yup! Þetta er svona smá brot af daglegum hugsunum mínum...

föstudagur, nóvember 11, 2005

Andfýla

Var að labba heim frá strætóskýlinu áðan þegar mér varð alltí einu hugsað til andfýlunnar.

Ójá... hún sem er ætíð tilbúin til að koma... birtast mismikil.
Fór að hugsa hvernig maður gæti haldið andfýlunni í hinum mestu skefjum og mín kenning er að ef maður talar nógu mikið þá er maður laus við næstum alla andfýlu!
Rannsóknir mínar leiddu reyndar í ljós að ef maður talar Of mikíð, þá er líka hætta á andfýlu. Því verður maður að tala upp að vissum mörkum. Ef maður talar of lítið þá verður maður líka andfúll.
Einnig getur það komið fyrir að maður verði alveg hrottalega andfúll, sérstaklega þegar maður er með hálsbólgu... ekki búinn að hreinsa munninn eða lítið búinn að borða, og jafnvel ef maður er orðinn vel þurr í munninum.
Þá datt mér í hug þessi settu mörk, að kvenmenn eigi að tala einhver fyrirfram ákveðið mörg orð á dag og karlmenn líka og það sé ekki af því að þau vilja það.. heldur er það bara til þess að koma í veg fyrir andfýlu! Ójá!

Þessi 5000 orð eða hvað það nú er, sem konur eiga að segja og 2500 orð sem karlar eiga að segja... Það er ekkert af einhverri tilviljanakennd! Nei nei..

Hver kannast ekki við það að ef maður er eitthvað urillur og lítið í stuði til að tala, þá kemur þessi yndislega andfýla í kjölfarið!
Það held ég að maður ætti að setja sér einhver ákveðin mörk á fjölda orða fyrir hvern dag.

Þetta var það sem ég hafði að segja.
Takk fyrir mig

Nokkrar myndir