laugardagur, október 29, 2005

Stærðfræði!

Ójá!
Sit hérna í sigurvímu eftir að geta loksins stærðfræðidæmið mitt! Ahh! Lífið er aftur orðið skiljanlegt!
Er búin að reika um villigötur seinustu vikurnar í stærðfræði.. og það hefur gert mig hálf fatlaða í lífi og starfi.. dregið mig niður andlega og haft ill áhrif á önnur fög í skólanum. En minn tími er kominn!!
Brynhildur is back in the game!

Fórnaði Halloween partýinu fyrir stærðfræði.
En til þess að að komast í partý sem verður vonandi hjá Karenu í kveld ætla ég að klára að læra núna!

Blehh...

sunnudagur, október 16, 2005

Ich bin Emil !

Emil bekkjarbróðir minn vísaði mér á síðu hjá nafna sínum.

Nafni Emils, Emil er gaur sem býr nálægt Bodensee í Milli Sviss, Þýskalands og Austurríkis.
Emil toppar alla geðveilu sem ég hef augum litið.
Allavega myndi ég ekki vilja verða á vegi hans.
Þetta er örugglega skrýtnasta áhugamál sem ég veit um fyrir utan kannski að taka myndir af saurugum klósettum og láta fólk gefa einkunnir fyrir það..


Emil - http://www.string-emil.de/default.php
sauruga síðan - http://www.ratemypoo.com

(Þeir sem eru viðkvæmir, klíjugjarnir eða yngri en allavega 16 og þeir sem kæra sig bara ekkert um að sjá gaur sem er að sýna sig á g-streng einum saman og kúk í klósetti ættu ekki að vera að skoða þetta..)

sunnudagur, október 09, 2005

Weebl And Bob

kynningin fór eitthvað úrskeiðis.. en ef þið viljið skoða... þá klikkið á Weebl And Bob og horfið á þessa yndislegu þætti...

mánudagur, október 03, 2005

Yay Gestabók!


Loksins komin ný gestabók á síðuna.
Þó hún verði líklegast lítt skoðuð og skrifuð.. hmm

En þá verð ég bara dugleg að skrifa í hana sjálf og leika jónasa og tuma útí bæ.

sunnudagur, október 02, 2005

öss öss öss... Matthías..

Aðfararnótt sunnudags...

(Klikkið á fyrirsögnina)

Nokkrar myndir