mánudagur, mars 27, 2006

Furðufuglar og fylgifiskar..

Ég sá mann buxum með útvíðum skálmum neðst. Yndisleg upplifun árið 2006 ;)

laugardagur, mars 25, 2006

fimmtudagur, mars 23, 2006

urgh.. leiðinnnnndi

Internetið er í Rugli heima hjá mér...

En þér ?
-Bilað internet = leiðindi

Veðrið er kalt. Mér er kalt. Mig langar að vera í heitri sól núna, sprangandi um á bikiníinu og hendandi mér út í volga sundlaug, örugglega í fyrsta skiptið í vetur. En svona getur heimurinn verið á móti manni!
Sumarið er bara á næsta leiti og ég mun kannski mögulega vinna við hesta eins og tvö seinustu sumur. Það verður gaman.
Það verður hinsvegar ekki gaman að þurfa að fara á eftir niður í hesthús og heypa grey skepnunum út.
-Kuldi = leiðindi

Mér finnst setningar eins og " Ingibjörg og Atli hafa megnan ímugust hvort á öðru." og "Landsliðið beið mikinn hnekki." leiðinlegar.
Íslenskukennarinn minn lætur aumingja bekkinn minn beygja þessi orð en getur ekki skýrt fyrir okkur almennilega hvað þau standa fyrir, né hvernig til dæmis "hnekki" orðið, sem ég hreinlega veit ekki hvernig á að vera í nefnifalli, er beygt.
Ég gleymdi að skila efnafræðiverkefni í hólfið hjá Má efnafræðikennara...
-Asnaleg orð og gleymska = leiðindi

Mér finnst leiðinlegt að hafa borðað nammi. Nammi er ljótt. Maður vill það fyrst og svo eftir á líður manni illa. Svoleiðis virkar það allavega hjá mér. Snakk er einnig óæskilegt og vont.
-Óhollusta = leiðindi

Ég fékk rós í dag. Mér finnst lyktin af rósum góð. Þó sérstaklega þeim hvítu og smábleiku. Það er svo yndislega sætur keimurinn sem festist í nebbanum!
Góð lykt = gleði!

Þannig að... lífið er ekki bara leiðindi þrátt fyrir erfiði og puð, kulda og pirring. Því að eftir þetta tímabil kemur það næsta. Lífið er lagskipt.

Takk fyrir mig

miðvikudagur, mars 15, 2006

skúffuð og svöng.

Æskan og hesturinn var um helgina og við Aðalheiður stóðum okkur alveg eins og hinir hörðustu naggar! Kjútlinganaggar!
Allar sýningarnar heppnuðust ágætlega fyrir utan nokkur atriði en það er aldrei neitt of fullkomið ;P
Nú þegar helgin er liðin og æfingarnar fyrir sýninguna er öllu lokið, þá þarf ég að taka upp námið aftur. Er farin að dragast aftur úr í flestu.. enda ekki mjög auðvelt að læra þegar ég er á fullu á æfingum og að sjá um 7 hesta! Nei nei nei... Ekki nógu gott. Mamma og pápi skelltu sér til Amrikunnar og ég sat uppi með hestana alla saman. En ég fékk þó hjálp hjá Nástöddum félugum. -Ömmu, Kára, Marissu, Sigrúnu og... mér?

Nú er bara að stappa í mig stálinu! Þrátt fyrir að "virka" vikan sé núna hálfnuð er ég enn ekki farin að læra mikið. reiðnámskeið og fleira þar fram eftir götunum...

Mér tókst að týna þrjúþúsundkalli áðan niðri í bæ. Ég skil ekki alveg hvernig ég fór að því. Ég fékk hann til baka og er nokkuð viss um að hafa stungið honum í vasann, fór svo í viðtal hjá Conrektor og eitthvað vesen og þegar ég mætti niður í strætóskýli var peningurinn horfinn.
Ég er mjög skúffuð yfir þessu. Gat ekki keypt mér að borða, farið fleiri en eina strætóferð, keypt mér stílabók eða neitt annað sem mig langaði í einmitt á þessari stundu.

Sit fyrir framan tölvuna núna eftir að narta í konfektmola. Dúnúlpan hlý utan um mig. Kalt gólf. Lyklaborðið ofan á skólabókunum. Nú ætla ég að setja bækurnar ofan á lyklaborðið og sinna þeim.

Takk fyrir mig.

föstudagur, mars 10, 2006

Er ég best ?Áðan fór ég á www.spamadur.is til þess að láta spá fyrir mér.

Spurning mín til spámannsins var svohljóðandi:

Er ég best ?

Svo dró ég spil og svarið var eftirfarandi:

Hér birtist björt framtíð þín þar sem þú skilur eftir erfiðleika og tekst á við nýja og betri tíma. Endir verður á leiðindum, áhyggjum og vanlíðan. Hafðu hugfast að öll þín vandamál verða ekki leyst á einum degi heldur munu aðstæður lagast með tímanum. Þegar þú veist hver þú ert í raun og veru, eflir þú hæfileika þinn til að láta alla drauma rætast vegna þess að möguleikar þínir eru óendanlegir. Oft á tíðum er um ferðalag eða flutningar að ræða þegar sverðin sex koma fram.

Er þetta sumsé svar við spurningu minni ?
Þetta er reyndar það sem ég hef haft í huga undanfarna daga.. í seinustu færslum mínum um lífsgleðina og það allt. Spurning hvort spámanninum takist ávallt að ráða úr framtíð fólks ..

Takk fyrir mig

fimmtudagur, mars 09, 2006

Er lífið draumur í dós?

það er mikið að læra en ég gef mér tíma til þess að setjast aðeins niður og sjá hvað er einmitt Að gerast.

Æskan og Hesturinn verður nú um helgina og verð ég og Aðalheiður að sýna með 6 öðrum krökkum úr Herði. Æfingar hafa verið stífar frá því á laugardaginn eða á hverjum degi! Það verður frí á morgun og svo verður bara stíft prógram um helgina!
Sjitt. Mamma og Pabbi fóru nefnilega til útlanda í gær, og ég er skilin eftir ein til þess að sjá um hestana. Jehh. Ég náði ekki að læra í gær þar sem ég var gjörsamlega úrvinda af þreytu þegar ég kom heim kl. 23:00 í gærkveldi. Sat uppi í sófa með störu á sjónvarpið í klst og drattaðist svo á fætur til að tannbursta og fara í háttinn. Dagurinn þar á undan var álíka...

Nema hvað.. Svo er mót hjá Herði næstu helgi og þar næstu helgi skilst mér að Framhaldskólamótið verði og þar ætla ég að taka þátt! Vona að ég standi mig nógu vel en er hrædd um að hesturinn fái ekki nógu mikla hvíld næstu vikurnar. Greyið...
En nú er tími til að halda áfram! Skokka niður í hesthús og moka skít! Reyna að læra áður en ég fer á æfingu. tvö próf í gær, próf í dag, próf á morgun! Ahh.. lífið er yndislegt.

Held ég myndi ekki endast í "gera ekki neitt" grínum. Neibb. Lífið hefur upp á allt of margt að bjóða! Og það er ég þakklát fyrir.
Eins og fyrirsögnin segir.. þá efa ég það að fólk segi lífið vera draum í dós. Enda er það miklu meira en það! Lífið er það sem við lifum fyrir! Lífið á að vera það sem líður á meðan maður er sífellt að undirbúa sig undir það!
Okkur ber að lifa lífinu lifandi.. enda mjög erfitt að lifa því þegar maður er dauður.
Ekki hala að það þurfi bíða eftir lífinu og hamingjunni. Þetta er þegar til staðar.

takk fyrir mig
Hin Lifandi Brynhildur

miðvikudagur, mars 08, 2006

Hræðsla við Fuglaflensuna

Ef ég ætti að koma með ástæðu fyrir því að ég vildi ekki vera í MR, þá fyndi ég örugglega aðeins eina góða ástæðu.

Þegar fuglaflensan kemur til landsins er mjög líklegt að fuglarnir, sem búa allt árið um kring við Tjörnina, sýkist.
Hvaða mannverur verða fyrstar til að smitast ?
Jú, MR-ingar gætu verið einir af þeim fyrstu til að smitast!
Rökin fyrir því: MR-ingar skokka í íþróttum kringum tjörnina nálægt fuglunum sem gætu verið smitaðir.

Ég vil ekki vera lengur í Menntaskólanum í Reykjavík ef fuglaflensan kemur og við MR-ingarnir verðum sendir nauðugir viljugir til að hlaupa kringum Tjörnina.

En talandi um þetta... ég hef tekið eftir starfmönnum ríkisins á morgnanna, með dælur að skola stéttina við Tjörnina. Í seinustu viku gekk maður út á Tjörnina í galla. Gekk að einhverju sem virtist fyrir mínum augum vera fuglshræ.

Er fuglaflensan kannské komin og almenningur ekki látinn vita? Kannski til að koma í veg fyrir ofsahræðslu þjóðarinnar? Er verið að kanna hvort þetta hafi verið flensan sjálf í hinu mögulega fuglshræi á Tjarnarklakanum?

Óttinn um ofsahræðslu gæti leitt okkur til dauða.
(Ef svo væri þá, að fuglaflensan væri komin og enginn látinn vita)
Pæling,
takk fyrir mig...

mánudagur, mars 06, 2006

föstudagur, mars 03, 2006

Allt í Drasli!

Mig langar að gefa mínu eigin herbergi bikar fyrir
að vera allt í drasli eins og samnefndur sjónvarpsþáttur.
Kannski bikarinn myndi prýða upp herbergið!

Svona er heimurinn (minn) í dag.

(Gömul mynd af herberginu en svo virðist sem alltaf sé drasl í því!)

ég skil ekki...

P.S. MR-ingar töpuðu í Gettu betur gegn MA-ingum þar sem Mr-ingar voru ekki með fullnægjandi svar í lokaspurningunni! Þeir hefðu getað sagt meira en voru stoppaðir af! Hvurslags réttlæti er það!

Nokkrar myndir