föstudagur, mars 30, 2007

Nei þetta eru hetjur!

Björn Reynir
Maggi Lú
Hilmar

MR liðið í Gettu betur náði loksins hljóðnemanum heim!!
TIL HAMINGJU!
MR > mk
29 > 27

miðvikudagur, mars 28, 2007

Hetja

Ég var að skoða blogg hjá félaga mínum sem var að tala um hvað hægt væri að finna á youtube.

Ég fann eitt sem mér fannst heldur hallærislegt í byrjun en svo horfði ég á myndband sem kom á eftir þessu fyrra og sjáið bara, þetta er snilld:

Stelpan sem fannst ógeðslega asnalegt að vera með kaldhæðin myndbönd á jútjúb

Svör frá þeim sem horfðu á myndbandið:



sunnudagur, mars 25, 2007

FRAMTÍÐARLANDIÐ.IS

Um daginn festist ég í hörku rökræðum við félaga minn um stækkun álversins í straumsvík. Honum finnst í lagi að stækkunin eigi sér stað í þeim skilningi að bygging Álvers í Helguvík verði ekki hafin.
Það er rangt því að þessi álver eru algjörlega óháð hvoru öðru.
Eigi stækkunin í Straumsvík sér stað þýðir ekki að bygging nýs álvers í Helguvík verði ekki að veruleika.
Mín spurning er bara sú: HVERS VEGNA LIGGUR SVONA Á AÐ GERA ÞETTA STRAX ?
Mín ályktun er sú að Alcangaurarnir séu að drífa sig í að byrja svo ekki verði aftur snúið.


Mig langar að birta örlítið úr nýjustu færslu heimasíðunnar ,,Sól í straumi" þar sem fram kemur að mynd á heimasíðu Alcans séu með villandi upplýsingar.


Í færslunni kemur þetta fram: ,,Á myndinni hér að ofan, sem tekin er af heimasíðu Alcan, er annarsvegar sett fram ársmeðaltal og hinsvegar heilsuverndarmörk sem sólarhringsgildi. Eins og gefur að skilja er um ósamanburðarhæfar tölur að ræða. Út frá samanburði á ósamanburðarhæfum gögnum dregur Alcan þá ályktun styrkur SO2 hafi árið 2005 verið innan við 1/200 af þeim styrk sem þykir skaðlegur. Framsetning af þessu tagi er ósæmandi hverjum þeim sem vill kenna sig við faglega og málefnalega umræðu. Mikilvægt er að gögn sem eiga að vera almenningi til upplýsinga í aðdraganda kosninga séu faglega rétt sett fram. Því er ekki að fagna af hálfu Alcan í þessu tilfelli."
Þið getið lesið alla færsluna HÉR.

miðvikudagur, mars 21, 2007

enginn eða hvað?

mér líður svoldið eins og rauða punktinum hlýtur að líða á þessari mynd. (stundarbrjálæði)

föstudagur, mars 09, 2007

Skíðaferð

Seinustu helgi fór ég í Skóðaferð til Akureyrar á vegum skólans.
En þar sem ég á ekki nema eldgömul skíði sem passa ekki lengur var þetta meiri brettaferð fyrir mig.
Ég var svo heppin að geta fengið snjóbrettið hennar Lenu lánað.
Þegar ég loksins kom upp í fjall eftir sex tíma keyrslu og svefn á loftlausri vindsænginni dreif ég í að skella á mig búnaðnum til að læra á þetta apparat.
Ég byrjaði bara í auðveldu, þ.e. í brekkunni sem ég hélt að væri barnabrekkan en er öllu heldur brekkan sem togar mann bara upp að skálanum! Ég renndi mér þar nokkrar ferðir ásamt öðrum stelpum í fjórða bekk sem voru líka að prófa bretti í fyrsta skiptið (með misgóðum árangri).
Ég fékk nóg af því að renna mér niður þessa skítnu brekku svo ég rölti upp í skála í þeirri von um að rekast á einhvern sem væri á leið í stólalyftuna og þar hitti ég einmitt Petru og Margréti.
Við ákváðum að fara saman, sem varð svo aldrei þar sem ég dróst afturúr í biðröðinni eftir passa í lyftuna. En ég hitti Karen og hún fylgdi mér.
Alls renndi ég mér fimm sinnum niður hina illræmdu, löngu og bröttu brekku sem beið mín þegar upp var komið. Ég hefði kannski rennt mér oftar ef ég hefði ekki stútað á mér fótunum þegar ég reyndi að hægja ferðina alla leiðina niður, alltaf!
Þetta var þrátt fyrir mína lélegu kunnáttu á bretti mjög hressandi og ég vildi óska þess að geta farið oftar upp í fjall að renna mér. Ég er samt ennþá alveg eftir mig og marblettirnir eru farnir að láta sjá sig. Marblettir sem ég vissi ekki einu sinni að hefðu komið.
Eftir ferðina var mér ill í bakinu, hnjánum, olnboganum, lærunum, tánum og restinni af líkamanum en nú eru bara hnén og olnboginn eftir auk þess sem tvær tær á vinstri fæti haga sér mjög svo undarlega.

Ég tók bara nokkrar myndir en þær er hægt að sjá hér

Nokkrar myndir