Hef t.d. ekki fundið fyrir löngun að blogga í langan tíma núna enda mikið að gera en enginn virðist heldur sakna þess. Er lesendahópurinn svoooooooo lítill að ég næ engum að skemmta ? Veit ekki hvort það sé pointið með þessu bloggi, frekar en að segja bara mínar asnalegu pælingar, sem mér finnst ég oft ekki getað nefnt í hópi annarra.
Hvernig er t.d. eins og með gestabækur... skrifar fólk aldrei í svoleiðis lengur ? Spurning...
Hef það ekki fyrir vana minn að grátbiðja fólk um að skrifa í gestabók þar sem mér datt í hug að það kannski langaði til að kvitta fyrir heimsókn. En svo er víst ekki. Nóg að kommenta.. enda eru blogg kannski helst gerð til þess?
En annars er ég með brunasár á hnénu eftir að hafa hent mér í gólfið í íþróttahöllinni í seinustu viku og gert um leið gat á buxurnar mínar. Sárið vill ekki gróa...
Það var líka klappað fyrir mér í skólanum í vikunni fyrir að segja eitthvað gáfulegt. Mér finnst ég eiga að vera hneyksluð, nema það sé bara sameiginlegt viðhorf manna, að Brynhildur segi aldrei neitt gáfulegt. Hvað fór úrskeiðis? Framkoma mín?
(spurningaflóð)
Takk.