miðvikudagur, apríl 26, 2006

titillausabloggið... eða næstum

Þótt ótrúlegt sé hafa vinsældir bloggsíðunnar minnar aukist um 19 heimsóknir síðan í síðasta mánuði en nú er slegið nýtt met. Þrátt fyrir það hef ég aldrei tekið eftir miklum hvatningum af lesendum síðunnar um að halda henni gangandi. Kannski maður bjóði bara ekki upp á hljóðið ?
Hef t.d. ekki fundið fyrir löngun að blogga í langan tíma núna enda mikið að gera en enginn virðist heldur sakna þess. Er lesendahópurinn svoooooooo lítill að ég næ engum að skemmta ? Veit ekki hvort það sé pointið með þessu bloggi, frekar en að segja bara mínar asnalegu pælingar, sem mér finnst ég oft ekki getað nefnt í hópi annarra.

Hvernig er t.d. eins og með gestabækur... skrifar fólk aldrei í svoleiðis lengur ? Spurning...
Hef það ekki fyrir vana minn að grátbiðja fólk um að skrifa í gestabók þar sem mér datt í hug að það kannski langaði til að kvitta fyrir heimsókn. En svo er víst ekki. Nóg að kommenta.. enda eru blogg kannski helst gerð til þess?

En annars er ég með brunasár á hnénu eftir að hafa hent mér í gólfið í íþróttahöllinni í seinustu viku og gert um leið gat á buxurnar mínar. Sárið vill ekki gróa...
Það var líka klappað fyrir mér í skólanum í vikunni fyrir að segja eitthvað gáfulegt. Mér finnst ég eiga að vera hneyksluð, nema það sé bara sameiginlegt viðhorf manna, að Brynhildur segi aldrei neitt gáfulegt. Hvað fór úrskeiðis? Framkoma mín?

(spurningaflóð)
Takk.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Litla Ástardúfan!

Mér finnst stundum gaman að taka próf á netinu þrátt fyrir að þau merki ekki margt. Ég var að taka próf þar sem ég kom út sem Ástardúfa* skilgreind svo:

"Þig hungrar í innilegt samband sem þú getur sökt þér í. Hinn rétti eða rétta er vafalaust á næsta leyti."

Ég veit ekki hversu satt þetta er...

TakTu Prófið og sjáðu hvað í Þér býr!
Spörning svo með þetta:

What animal would best suit your personality?
A MONKEY!
You are the class clown. The happy, friendly member of your group of friends. You are very much a sociable person and enjoy spending time with both friends and family alike. You maintain a well balanced diet and maintain yourself regularly. People around you lighten up as soon as you walk into the room. You bring a warm glow with you that is hard to ignore. You are the Monkey!


laugardagur, apríl 15, 2006

Svona er ég heppin..

ég fékk líka gest frá borginni Forte Di Bibbona á síðuna mína, liggaliggalái!

Skyldi þetta vera Karen?

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Hugarórar..

Ég var að lalla heim úr hesthúsinu áðan... hægt og rólega, eftir að ég var búin að kemba hestunum öllum. Dusta allt ryk úr faxinu á þeim og þeir smjöttuðu á bragðgóðu heyi og sötruðu vatn úr fötu sem ég rétti á milli þeirra. Það er nefnilega svolítið fyndið að horfa á þá. Þeir eru allir með sína eigin vatnsskál en vilja samt drekka, eða þamba öllu heldur úr sömu fötunni! En þegar ég stóð þarna yfir þeim og fann hvernig værgðin í hestunum og vellíðan fyllti hesthúsið fór ég að hugsa með mér hversu heppinn maður er að vera með svona skepnur. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hversu vel manni líður í kringum þessa höfðingja. Nú veit ég ekki hvort ég sé eitthvað einsdæmi (efa það) eða að fólk sé virkilega sammála mér um hvað dýr eru yndisleg. Burt frá allri væmni. sem Mér þykir bara svo ólýsanlega vænt um hestana mína. Maður hefur lært sitthvað af móður sinni og það held ég að hún hafi kennt mér að meta náttúruna eins og hún er. Og amma mín ennþá meira.
Nú hef ég ekki búið í alvöru sveit en hef sætt mig við Mosfellsbæinn er líklegast næst því að vera sveit, svo nálægt höfuðborginni.

Allavega... það kom svona moment hjá mér áðan þegar ég var að labba heim úr heshtúsinu: (Bratta brekkan með göngustígnum sem ég og frændur mínir mynduðum þegar við fundum villikettina Kisa og Salómon niðri í hesthúsi og fórum að gefa þeim að borða á hverjum degi), ég rölti þar upp afturábak vegna vindsins sem kom í bakið á mér. Ég leit yfir voginn og Esjuna og sólsetrið og kyrrðin sem var úti! Ég nýt þess verulega að vera ein (eða með öðrum) á vappi í svona kvöldveðri..

Okei ég gefst upp... mér tekst ekki að tjá ykkur tilfinningarnar sem mölluðu inní mér. Mér leið bara ótrúlega vel og frjálst og er ég þakklát fyrir það sem ég hef. Læt mynd fylgja sem ég tók í vetur þegar ég var að koma heim úr skólanum.. Vona að það nái að lýsa hugarórum mínum á einhvern hátt...

mánudagur, apríl 10, 2006

VideosíðA!!!!

jess!!! Loksins er Brynhildur komin með videosíðu!
Ég hef núna notað páskafríið mitt í að finna almennilega síðu þar sem ég get birt myndskotin sem eru tekin á digital cameruna. Því miður get ég bara tekið upp í svona 10 sek. í einu en það eru samt sem áður fullt af myndböndum! Þar á meðal eru myndbönd síðan í Sviss og þau hafa aldrei verið birt neins staðar áður, stutt myndbönd frá því í bíltúr okkar Bjaddna og Daan og svo bara einhver ruglmyndbönd af Marissu að missa sig, Siggu og mér að einhverfast og Hemma með trektina í fyrirpartýinu fyrir árshátíðina. En shit ég hef ekki skoðað þessi myndbönd sjálf áður nema nokkur þeirra og "mæ gosh" hvað maður getur talað asnalega og röddin alveg... djíí.. tala ég svona í alvöru! Munar litlu að maður tali aldrei aftur... =\ haha..

Látið þetta ekki framhjá ykkur fara! Vona að einhver njóti þessara myndbanda..

Myndbönd frá Sviss eru hér en svo þarf ég því miður að leita uppi öll myndböndin þar sem að fólk getur ekki séð þau nema í search eða þá ef þau eru áskrifendur á My Space... Linkarnir koma inn fljótlega

laugardagur, apríl 08, 2006

Bíóferðir með ömmslum

Ég fór í þrjúbíó í dag með Hildi. Nýttum okkur þann möguleika að taka einn strætó úr mosó og fórum því í Regnbogann. Horfðum á Ice age 2 sem var alveg ágæt bara! En ég hef oft hugsað innra með mér, þó sú hugsun hafi ekki náð nógu langt.. greinilega.. þar sem ég hélt að engum manni dytti í hug að fara í þrjúbíó! En annað kom í ljós þegar ég kom inn í bíósalinn.

Hið yngsta fólk þjóðarinnar fyllti salinn. Þetta var ekki stór salur en ég varð alveg steinhissa! Ég var bara einfaldlega búin að gleyma þessu smáa fólki sem er svo stór þáttur í samfélaginu. Þrátt fyrir að sjá þónokkurn fjölda barna á hverjum degi fór það algjörlega framhjá mér að þau færu nokkurn tíma í bíó. En svo rifjaðist upp fyrir mér að bíóferðir manns sjálfs byrjuðu mjög snemma. Man sérstaklega eftir því þegar ég fór í bíó í Álfabakkanum með Bryndísi til að sjá Pocahontas. Jáhh gömlu góðu... salurinn var svoo stór fyrir mér og ég man að starfsfólkið var með lítil vasaljós til að vísa manni á laust sæti. Ekki það að það sé eitthvað óalgengt.. en þetta var rosa upplifun.


Veit ekki hvort það sé einhver boðskapur í þessu bloggi annað en að fólk á öllum aldri fari í bíó ?
Ég hef jafnvel stundum farið með ömmu minni. Það er mjög ánægjulegt að sú gamla hafi enn áhuga á því. Fórum saman á Mr Bean á sínum tíma og við gjörsamlega töpuðum okkur úr hlátri. Vil bara þakka fyrir að eiga völ á því vegna þess að þetta er eitthvað sem maður ætti ekki að missa af!
..Jú boðskapurinn í þessu bloggi er:

Maður getur alveg farið með ömmu sinni í bíó. Það er hvorki önkúl né leiðinlegt. Hvet því alla sem eiga kost á því að bjóða ömmu eða afa í bíó einn daginn.

*Smá aukapælingar á meðan sköpun bloggsins átti sér stað*
- Ég veit ekki hvort fólk almennt fari í bíó með ömmum sínum yfir ævina.
- Ég veit ekki hvort fólk fari almennt í bíó með ömmum sínum yfir ævina.
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó almennt með ömmum sínum
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó með ömmum sínum yfir ævina almennt.
- Ég veit ekki hvort að fólk fari í bíó með ömmum sínum almennt yfir ævina.



Takk fyrir..

mánudagur, apríl 03, 2006

Hrós

Seinasta þriðjudag fór ég í lífsleikni þar sem kennarinn lét okkur bekkjarsystkinin setjast saman í hring og tala um hrós. Hvernig fólki líður miklu betur þegar því er hrósað. Ég veit að ég hef verið mjög klaufsk í gegnum árin við að hrósa, en þegar ég vil meina það virkilega þá legg ég mig alla fram við að vera sannfærandi. Sumum er þetta bara ekki í blóði borið. Ég hef ávallt átt erfitt með að hrósa fólki, og hefur fundist það kaldhæðnislegt og oftar en ekki svo lítt meiningarfullt að fólk hefði allt eins getað sleppt því að hrósa.
EN nú eru nýir tímar! Þetta vakti fyrir mér mikla umhugsun og ég leit aftur í tímann og uppgötvaði þá að ég hefði nú alveg getað gert aðeins betur. Því að það gleður fólk alveg rosalega að fá eitthvað hrós. Sérstaklega þó, þegar maður finnur að manneskjan meini þetta alveg af rosalegri aðdáun og hreinskilni. Já maður verður líka að vera hreinskilinn! Ekki myndi ég vilja ganga um í rosaflottum fötum en vera óvart með sokkinn girtan yfir buxurnar öðrum megin. Enginn segði mér frá því.
Nú í dag fékk ég alveg yndislegt hrós af manni sem labbaði framhjá mér á Þjóðarbókhlöðunni. Ég fór svolítið hjá mér en gladdist alveg gífurlega. Mér leið vel og það var eins og batteríin í líkamanum hefðu fengið aukastraum og þetta veitti mér aukið sjálfsöryggi.

Héðan í frá ætla ég að hrósa meira. Og vona að fólki líki það að fá smá klapp á bakið fyrir vel unnin störf eða eitthvað annað sem er þess virði að hrósa. Fólk gerir nefnilega alveg stórkostlega hluti á hverjum degi án þess að maður taki eftir því endilega.

Hrós vikunnar fær þessi maður hérna... fyrir að vera með allra stærsta...:

http://media.putfile.com/Body-enhancement-gone-mad#139022440

Mér finnst hrós gott orð.

Nokkrar myndir