fimmtudagur, apríl 28, 2005

2 Vikur

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður.
Hann líður hjá eins og eldur í synu.

Talandi um synu. Um daginn tók einhver uppá því að kveikja í synunni bakvið selið í skólanum og þessi rosa bruni kom upp. Reykur um allt og litlir krakkar fóru að velta sér í öskunni þegar búið var að slökkva.
Sá sem kveikti í þessu vinsamlegast gefi sig fram þar sem einhver þarf að borga slökkvibílakostnaðinn :O

Heyrðu svo var aftur hérna íþróttafræðistund í dag.
Við Dagbjört ákváðum að reyna að hækka einkunnina okkar aðeins vegna lélegrar frammistöðu við kennslu. Vorum sumsé að kenna litlum leikskólakrökkum sem bíða spenntir eftir því að byrja í grunnskóla á næsta ári, þann hinn sama og ég er loksins að fara að yfirgefa.

Stefni á MR á næsta ári. Það verður spennandi hvernig sumarið verður en það er best að hugsa ekki of langt fram í tímann heldur að einbeita sér að því sem er að gerast núna. Annars verður bara ekkert úr framtíðinni :O

Klukkan er orðin margt. Ég nýkomin heim og enginn annar í húsinu nema Kisi minn.
Ákveð þess vegna að æfa mig á pianoið og fékk pínu útrás. Sem minnir mig á það að ég á að fara að taka stigspróf á laugardaginn. Ekki tilbúin. Ætla að fresta því þangað til eftir samræmdu. Svo ég sé laus við það vesen.

En svona er lífið dásamlegt! Tók mér tveggja tíma stund með mínum heittelskaða hesti áðan. Ánægjuleg kvöldstund. Röltum niður götuna og horfðum á sólarlagið. Awww...
Mót um helgina og langar að keppa. Býst samt ekki við neinu þar sem hesturinn minn er ekki í nógri þjálfun. Sé til.

En ætla að hafa þetta fínt.
Takk fyrir mig
Brynkan...

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Óð Fluga

Hææ!
Heyrðu mig langaði alveg óskaplega að byrja aftur með þessa síðu þar sem hún er með svona öðruvísi móti en gamla folk síðan.
Ætla að reyna að vera dugleg með þetta.

Gerði annars lítið í dag. Fór bara í aukatíma í stærðfræði og svon reiðtíma sem gekk svona líka stórkostlega! Léttir minn loksins farinn að gera eitthvað rétt.

Samræmdu að nálgast óðfluga. Veit ekki hvort ég eigi eftir að standa mig í þeim. hef komist upp með það að læra lítið heima en gengið samt ágætlega í prófum, en svo er maður alveg að klúðra öllu núna undanfarið.
Var allsekki sátt með dönskuprófið, gamalt samræmdu sem ég tók um daginn...
En þetta er ekkert til að tala um.

Vona bar að einhver hafi ánægju af því að lesa litlu bloggin mín.
Takk fyrir mig
Brynhildur

Nokkrar myndir