miðvikudagur, nóvember 29, 2006

nýtt lúkk inn/komment út

Bloggið mitt er í rúst í kjölfar nýja lúkksins, kommentasíðan villtist af leið og hefur ekki enn náð sínum fyrri farveg.
Ég er ekki sátt.

Hvernig eruði annars að fíla nýja lúkkið ?
- Ahh djöf... þið getið ekki kommentað um það! >(

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Hvaða Ameríska stórborg er ég ?

Stal þessu af mæspeisinu hans Aríel.


You Are Austin

A little bit country, a little bit rock and roll.
You're totally weird and very proud of it.
Artistic and freaky, you still seem to fit in... in your own strange way.

Famous Austin residents: Lance Armstrong, Sandra Bullock, Andy RoddickAðrar borgir sem komu til greina hjá mér voru:

*Los Angeles: Young and fun, you always know where the best parties are.
And while you tend to keep things carefree and casual...
You certainly can glam it up when you need to.

Famous people from Los Angeles: Tyra Banks, Jake Gyllenhall, Freddie Prinze Jr.

og

*Las Vegas: Wild and uninhibited, you enjoy all of life's vices. You're a total hedonist, especially with sex, gambling, and drinking. You shine brightly every night, but you do the ultimate walk of shame each morning. Famous Las Vegas residents: Wayne Newton, Howard Hughes, Penn & Teller, Siegfried & Roy

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

,,Með þér"?

"ég vil bæði lifa og vona!
ég vil brenna upp af ást
ég vil lifa með þér svona!
ég vil gleðjast eða þjást"

Ef einhver man hvað þetta lag heitir og langar ógeðslega að senda mér það þá má hann vinsamlegasat senda mér það á msn.

-TAKK

Ný læknisaðferð

ég var að vafra á mbl.is og sá þá frétt um það að Kínverjar (alltaf að finna upp á einhverju nýju) hafi fundið nýja lækningu við bólgum og svoleiðis.
Í fréttinni var einmitt tekið dæmi um mann sem hefur verið með sykursýki í fjölda ára og var svo illa haldinn að það átti að fara að taka af honum fótinn. En neei ! Ekki í Kína! Læknar hafa fundið upp á því að stinga sjúklinga í bólgurnar eða á staði þar sem tiltekinn sjúkdómur með geitungs stungu.
Þeir hafa enn ekki fundið út hvers vegna í ósköpunum þetta virkir en þetta sýnir greinilega árángur!

Ef þið viljið sjá fréttina klikkið þá hér .

Takk fyrir mig

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Shadow Parade & Pétur Ben

Í gær fór ég á tónleika Shadow Parade í Tjarnarbíói.
Einn hljómsveitarmeðlima er bekkjarbróðir Marissu og stór hluti bekkjarins fór auk þess sem Aron frændi minn þekkir sama aðilja og kom ásamt vinahópi sínum. Svo kom Kári líka, veit ekki hvort þeir hafi ætlað að koma saman.
Ég heyrði bara af þessum tónleikum í gegnum Marissu og svo var ég að skoða mæspeisið hans Péturs Ben og komst að því að hann væri að leika þar líka þannig að ég ákvað að troða mér með í för Marissu.
Þetta var ágætt kvöld og mig hefur einmitt langað í nokkurn tíma að sjá Pétur Ben á sviði, þ.e.a.s. eftir að Kári kynnti mig fyrir honum í septemberbyrjun.

En já, þetta voru útgáfutónleikar Shadow Parade og nú er ég komin með disk bæði þeirra og Péturs ben í hendurnar, þó ég eigi þá ekki sjálf.
-Ég verð pott þétt húkt á þessu...

Ætla að láta linka á mæspeisin þeirra fylgja þessu bloggi og þar getið þið hlustað á nokkur lög frá þeim:
Takk

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

42" plasma sjónvarp frá BT ?!

haha... þetta finnst mér skemmtilegt, varð að setja þetta inn.
Var sumsé að fá sms sent frá BT og þar stóð að ég hafi unnið 42 tommu plasma sjónvarp.

Svona er maður heppinn á þriðjudagskvöldum í miðjum nóvembermánuði...

Uppskeruhátíð hestamanna

Ég hef enga hugmynd um hvernig uppskeran fór og þar með verðlaunaafhendingin en ég veit að ballið eftirá var mjöög skemmtilegt og það er svo æðislegt að hafa marga marga vini í kringum sig sem er mikið gaman að vera með. Mér þykir vænt um svona kvöld.
Myndir á síðunni hjá Dóru og co.

-Takk fyrir kvöldið:)

laugardagur, nóvember 11, 2006

Orðaleikur

Ég er núna að lesa glósur fyrir líffræðipróf sem er á mánudaginn. Fékk sendar glósur frá hildi til þess að fara yfir hvort að eitthvað vantaði í mínar glósur og í Word-skjalinu voru nokkur orð undirstrikuð með rauðu til að gefa til kynna að þau væru annað hvort vitlaust skrifuð eða af erlendum uppruna.
Orðið var ,,heilkjörnungar" og sem ég hægri klikkaði á orðið komu hin ýmsu orð sem gæti passað inn í í stað þessa framandi orðs.

Möguleikarnir á orðinu heilkjörnungar voru m.a. eftirfarandi.

*Heilkjarnungar
*Heilkjörnáungar
*Heilkjörpungar
*Heilkjörsungar

Þetta er eitt af fjölmörgum orðum sem maður getur farið orðavillt með. Ahh reyndar getur orðavillt einnig haft fleiri en eina merkingu ef út í það er farið.
Svona finnst mér tungumál einkar skemmtileg fyrirbæri og það væri nú gaman að sökkva sér einhvern tímann út í orðarugl þar sem maður finnur aðrar merkingar orðanna.
Mér finnst líka magnað að menn eiga í raun að geta lesið heilu greinarnar af rugluðum orðum ef bara fyrsti og síðasti stafur í hverju orði er á sínum stað.
Og annað sem mér finnst mjög skemmtilegt er hversu fjölbreytt orð geta verið, mynduð úr sömu stöfunum.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Piano

Mamma var að koma með tölvutösku handa mér sem í var búnt af gömlum pianobókum sem ég hef verið að spila á seinustu árin.
Ég skoðaði pianohefti 1 og tvö, "píanó-leikur 2", A dozen a day I og II og piano lesson book 2 og 3 og 4 og upgrade, Richard Clayderman og að spila á píanói eftir eyranu og 16 auðveldustu verk Beethoven og miklu fleiri bækur og hefti. Svo fann ég eina klarinett bók eftir að ég hafði lært á Klarinett. En það sem mér fannst mjög athyglivert við þetta allt saman var að ég uppgötvaði að ég hef æft á piano í um 7 ár. Ég hef greinilega seinustu þrjú árin staðið í þeirri trú um að hafa bara spilað á piano í aðeins 4 ár en svo er nú ekki.

Þetta fannst mér merkilegasta uppgötvun dagsins í dag.

-Takk

mánudagur, nóvember 06, 2006

Eplaball

Uhh, já það var svolítið sérstakt kvöld. Það var alveg ægilega gaman að hitta stelpurnar og gjörsamlega miiiiiiissa sig í fjörinu.
Vildað kvennóböllin mín gætu verið fleiri...

Takk fyrir kvöldið!;)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Snow patrol - Run

Ég ætlaði að blogga en ég nennti því ekki.

Það hefur eitthvað verið að dissa mig í dag og kannski í gær líka. Hef alveg náð að gleyma því inn á milli, svo kemur það upp aftur. Held það sé vegna einhverrar óreglu. Um daginn sagði ég frá því hvað ég væri eitthvað rugluð og tætt. Hélt ég væri komin yfir það en svo virðist sem það sé að hellast yfir mig aftur.
Er farin að huga að jólaprófunum. Í dag er1. nóvember og ég er í fyrsta skipti svo snemma farin að hugsa um komandi prófatíð. Ég er engan veginn kvíðin eða stressuð en mér finnst samt sem áður óþægileg tilfinning hvíla yfir komandi prófum. Puff...

Mér finnst leiðinlegt þegar fólk talar til mín eins og það sé verulega pirrað út í mig.. sérstaklega marga daga í röð. Það gerir mig pirraða og ósátta við mig sjálfa. Skoðaði stjörnuspána mína á mbl.is áðan og mér finnst það meika örlítinn sens.

,,Nautið er í eilífu ákvörðunarferli. Kannski er það orðið leitt á þessu og líklega að bíða þess tíma er enginn spyr það að neinu. Bráðum munu allir skilja til hvers er ætlast af þeim og spurningaflóðinu mun linna."

Brynhildur er upptekin þessa dagana. Vinsamlegast takið númer og bíðið þar til kemur að ykkur.

Takk fyrir.

Er ég að flýja raunveruleikann ?

Nokkrar myndir