Jú sumarið er víst komið. Og það hefur sést vel til sólarinnar seinustu daga.
En er það nóg..?
Ég man í þá gömlu góðu daga þegar maður var úti öll sumur og lék sér í einni krónu og vink vink í pottinn. En tímarnir breytast svo sannarlega. Það þarf ekkert endilega að vera að maður taki eftir því. En innst inni finna líklegast allir fyrir því.
Seinustu tvö sumur hafa alveg flogið framhjá mér.. Vinnan tekur frá mér fríið, fríið, sem ég vildi eyða í að gera ekki neitt! Eða öllu heldur gera eins mikið og ég gæti. Fyrir utan að vinna. En svo endar það með vinnu frá hálf 9 á morgnana til 10 á kvöldin ???
Reyni að þrauka en þetta er orðið alveg hryllilega þreytt... og ég.. og líkaminn minn! Allt þetta í samstarfi hefur verið að draga mig niður síðustu daga og líkaminn greinilega búinn að fá sig fullsaddann!
Veik. Röddin farin að dofna allverulega og vöðvarnir stífir eins og grjót.
Hressi mig upp með Svíþjóðarferðina í huga :)
Hlakka til að vera með öllum vinkonunum saman í útlandinu. Það verður gríðarlega gaman.
En svefninn kallar! Góða nótt.
fimmtudagur, júlí 21, 2005
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Damien Rice
Ætla að láta þennan texta nægja sem blogg í dag. Finnst hann alveg æði.
Damien Rice fer með þennan texta og hann er einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér núna um þessar mundir :)
Damien Rice fer með þennan texta og hann er einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér núna um þessar mundir :)
"Cheers Darlin"
Cheers darlin'
Here's to you and your lover boy
Cheers darlin'
I got years to wait around for you
Cheers darlin'
I've got your wedding bells in my ear
Cheers darlin'
You give me three cigarettes to smoke my tears away
And I die when you mention his name
And I lied, I should have kissed you
When we were running the reins
What am I darlin'?
A whisper in your ear?
A piece of your cake?
What am I, darlin?
The boy you can fear?
Or your biggest mistake?
Cheers darlin'
Here's to you and your lover man
Cheers darlin'
I just hang around and eat from a can
Cheers darlin'
I got a ribbon of green on my guitar
Cheers darlin'
I got a beauty queen
To sit not very far from me
I die when he comes around
To take you home
I'm too shy
I should have kissed you when we were alone
What am I darlin'?
A whisper in your ear?
A piece of your cake?
What am I, darlin?
The boy you can fear?
Or your biggest mistake?
Oh what am I? What am I darlin'?
I got years to wait...
föstudagur, júlí 08, 2005
Haustið að koma?:(
Seinustu daga hefur veðrið ekki verið ýkja gott. Rigning og leiðindi og svo þegar sólin reynir eins og hún getur að skjóta smá geislum á landið til að fegra upp daginn koma þung ský og hella sér yfir.
Það er samt ekki hægt að láta það á sig fá. Alltof margt að gera.
Gaman að segja frá því að ég var að byrja hjá ogvodafone! Mjög spennandi starf og vel launað. Enda yfirvinnukaup þannig verð bara vellrík eftir sumarið. Ánægjan blossar upp*
Aðalheiður átti afmæli í gær og við Sandra tókum okkur til og skutumst í bæinn með henni til að halda upp á þennan hamingjudag í lífi okkar allra. Fórum á Fridays og þurftum að bíða alveg endalaust eftir okkar þremur "börrum" og "fröllum" með ;P
Svo var mér litið á klukkuna. Hún var nærri orðin átta og við, sem ætluðum í bíó, rifum í okkur hamborgarana og hlupum naumast út af staðnum til að troða okkur inn í biðröðina sem náði út að úti dyrum á smáralindinni. Skelltum okkur á Mr. and Mrs. Smith sem kom mér virkilega á óvart.
- Allir á heimilinu eru að pakka niður draslinu sínu þar sem helmingur fjölskyldunnar er að flytja niður í bæ.
Stórframkvæmdir eru í vændum og miklar breytingar á húsinu eiga eftir að eiga sér stað. Fengum nefnilega fíniríis arkitekt til að teikna upp húsið á ný og nú á að fara að rústa veggjum í stofunni til að byggja upp húsið lengra inn í garðinn.
Það verður spennandi að sjá framhaldið af þessum gríðarlegu framkvæmdum.. og spennandi að fá að vita hvar í fjáranum ég á að sofa á meðan!!
takk fyrir mig.
Það er samt ekki hægt að láta það á sig fá. Alltof margt að gera.
Gaman að segja frá því að ég var að byrja hjá ogvodafone! Mjög spennandi starf og vel launað. Enda yfirvinnukaup þannig verð bara vellrík eftir sumarið. Ánægjan blossar upp*
Aðalheiður átti afmæli í gær og við Sandra tókum okkur til og skutumst í bæinn með henni til að halda upp á þennan hamingjudag í lífi okkar allra. Fórum á Fridays og þurftum að bíða alveg endalaust eftir okkar þremur "börrum" og "fröllum" með ;P
Svo var mér litið á klukkuna. Hún var nærri orðin átta og við, sem ætluðum í bíó, rifum í okkur hamborgarana og hlupum naumast út af staðnum til að troða okkur inn í biðröðina sem náði út að úti dyrum á smáralindinni. Skelltum okkur á Mr. and Mrs. Smith sem kom mér virkilega á óvart.
- Allir á heimilinu eru að pakka niður draslinu sínu þar sem helmingur fjölskyldunnar er að flytja niður í bæ.
Stórframkvæmdir eru í vændum og miklar breytingar á húsinu eiga eftir að eiga sér stað. Fengum nefnilega fíniríis arkitekt til að teikna upp húsið á ný og nú á að fara að rústa veggjum í stofunni til að byggja upp húsið lengra inn í garðinn.
Það verður spennandi að sjá framhaldið af þessum gríðarlegu framkvæmdum.. og spennandi að fá að vita hvar í fjáranum ég á að sofa á meðan!!
takk fyrir mig.
laugardagur, júlí 02, 2005
Sumarið sælt!
Góðan og blessaðan daginn félagar...
Gærdagurinn var hreinn snilldardagur. ég föstudögum skiptumst við á að fara fyrr heim úr vinnunni og nú var komið að mér og Leó. Sem er hinn fínasti gæji. Við hjálpuðum eftir hádegi hópnum af stað. Kristín farin upp í sveit þannig Sandra fór ein með Svölu. Við Leó fórum á berbaki til að stækka girðinguna. Ég á Hnappi og hann á Smartfara. Æðisgengnir gæðingar. Við skildum þá eftir með beislin og allt uppí sér og komum svo hlaupandi að þeim og hoppuðum uppá þá eins og maður sér í Villta vestrinu!;) Svaka fjör. Tókum svo nokkra snúninga í hverfinu. Hittum á félaga Leós.. sem að mínu leiti eru ekki alveg besti félagsskapurinn! ÞAU STÁLU HJÓLINU MÍNU!!! pff... ég alveg hneyksluð en sallaróleg. Sagði stúlkukindinni bara að drattast með það upp að kofadyrum og skilja það eftir þar. Riðum svo á harðastökki gegnum hverfið og heim til Leós. Ég teymdi Smarta heim aftur og svona skemmtilegheit. Eða skemmtilegheit..? Gleymdi að minnast á að við þurftum að týna þriggja vikna gamalt rusl uppúr ruslatunnunni og setja í poka til að dröslast með það uppá Sorpu! Ekki góð lykt.. ég með mínar snilldarhugmyndir að teypa bara pokann við tunnuna og sturta svo yfir. Gekk ekki alveg og ruslið útum allar trissur. Og þessi líka skítalykt! Leó teypaði hettuna sína fasta um hausinn og yfir nefið á sér. En svona er þetta ánægjulegt.
Komin með þrjátíuþúsund krónur útborgað..
Svo var ég að skipta yfir í ogvodafone. Svakafréttir þar sem ég fæ kannski bara vinnu hjá fyrirtækinu í kaupbæti! =D
Saga reddari. Fæ þá aðeins meiri pening fyrir sumarið. Og Matti og allir bara með í þessu!~=)
Við Matti fórum svo í bíó til að halda upp á þetta. "Guess who" var myndin sem við sáum í þetta skiptið. Ég eins og einhver algjör vælukjói grenjandi yfir hálfri myndinni. Kom mér sjálfri á óvart reyndar :S
Tatiana farin út til Boston! Marissa kemur svo þangað í vikunni. Og þaðan fer hún svo í Harvard. Ég er ekki alveg með þetta á hreinu en held að þetta sé svona.
Svo er það bara Svíþjóðin í ágúst!:D
Sagði vinnuveitanda mínum, Elíasi frá því að ég fengi frí á þessum tíma og hann varð alveg blár í framan! Svo ég lofaði að stytta aðeins þetta þriggjavikna frí sem ég var búin að koma mér upp.
Það verðru ánægjulegt að labba upp tröppurnar fyrir framan MR í haust. Farin að hlakka verulega til. :)
En þangað til næst! Hafið það gott ;)
Gærdagurinn var hreinn snilldardagur. ég föstudögum skiptumst við á að fara fyrr heim úr vinnunni og nú var komið að mér og Leó. Sem er hinn fínasti gæji. Við hjálpuðum eftir hádegi hópnum af stað. Kristín farin upp í sveit þannig Sandra fór ein með Svölu. Við Leó fórum á berbaki til að stækka girðinguna. Ég á Hnappi og hann á Smartfara. Æðisgengnir gæðingar. Við skildum þá eftir með beislin og allt uppí sér og komum svo hlaupandi að þeim og hoppuðum uppá þá eins og maður sér í Villta vestrinu!;) Svaka fjör. Tókum svo nokkra snúninga í hverfinu. Hittum á félaga Leós.. sem að mínu leiti eru ekki alveg besti félagsskapurinn! ÞAU STÁLU HJÓLINU MÍNU!!! pff... ég alveg hneyksluð en sallaróleg. Sagði stúlkukindinni bara að drattast með það upp að kofadyrum og skilja það eftir þar. Riðum svo á harðastökki gegnum hverfið og heim til Leós. Ég teymdi Smarta heim aftur og svona skemmtilegheit. Eða skemmtilegheit..? Gleymdi að minnast á að við þurftum að týna þriggja vikna gamalt rusl uppúr ruslatunnunni og setja í poka til að dröslast með það uppá Sorpu! Ekki góð lykt.. ég með mínar snilldarhugmyndir að teypa bara pokann við tunnuna og sturta svo yfir. Gekk ekki alveg og ruslið útum allar trissur. Og þessi líka skítalykt! Leó teypaði hettuna sína fasta um hausinn og yfir nefið á sér. En svona er þetta ánægjulegt.
Komin með þrjátíuþúsund krónur útborgað..
Svo var ég að skipta yfir í ogvodafone. Svakafréttir þar sem ég fæ kannski bara vinnu hjá fyrirtækinu í kaupbæti! =D
Saga reddari. Fæ þá aðeins meiri pening fyrir sumarið. Og Matti og allir bara með í þessu!~=)
Við Matti fórum svo í bíó til að halda upp á þetta. "Guess who" var myndin sem við sáum í þetta skiptið. Ég eins og einhver algjör vælukjói grenjandi yfir hálfri myndinni. Kom mér sjálfri á óvart reyndar :S
Tatiana farin út til Boston! Marissa kemur svo þangað í vikunni. Og þaðan fer hún svo í Harvard. Ég er ekki alveg með þetta á hreinu en held að þetta sé svona.
Svo er það bara Svíþjóðin í ágúst!:D
Sagði vinnuveitanda mínum, Elíasi frá því að ég fengi frí á þessum tíma og hann varð alveg blár í framan! Svo ég lofaði að stytta aðeins þetta þriggjavikna frí sem ég var búin að koma mér upp.
Það verðru ánægjulegt að labba upp tröppurnar fyrir framan MR í haust. Farin að hlakka verulega til. :)
En þangað til næst! Hafið það gott ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)