þriðjudagur, júlí 11, 2006

Jæjajæja

Var að koma úr bíó með Siggu. Fórum á Click, sem er með alveg ágætis boðskap þó svo að mér finnist bandarískar myndir oft fara út í nett rugl. Horfði á the Brakeup á föstudaginn var með Söndru og Aðalheiði. Fórum fyrst út að borða á friday's og svo í lúxussalinn í sambíóunum við Álfabakka til þess að halda upp á 17 ára afmæli Aðalheiðar. Gerðum þetta einmitt líka í fyrra og það þarf víst bara tvö skipti til að þetta fari út í hefð. Hver veit hvort þessi litla hefð okkar haldi áfram. Hgeníveis.
Sigríður Sjöfn var að útskrifast úr hinum ágæta Menntaskóla, Hraðbraut og var haldin veisla seinasta laugardag. Þetta var fín veisla og planið var að fara niður í bæ svo en þar sem við Aðalheiður og Sandra erum enn tæpar eftir landsmótið þá skutluðumst við bara heim og Tinna fór með Siggu einni. Nóttin var víst ánægjuleg...
Marissa kíkti líka við nokkrum mínútum eftir að lenda hérna á Íslandi og rétt áður en hún flaug aftur út og í þetta skiptið til London í sumarskóla. En frá Sviss kom hún fyrr um daginn.
Nú, Landsmótið var helgina fyrir þessa helgi sem var að líða og vikuna þar áður og þar var mikið grín og mikið gaman. Vonum að myndir fari að týnast inn en stelpurnar eru eitthvað tregar til að setja þetta inn á netið. ;)

Næstu helgi verður svo haldið upp að seljalandsfossi í smá útilegu með vinum og vandamönnum, eða öllu heldur með fyrrum skólafélugum úr Gaggó Mos. Þessi ferð er skipulögð af Oddnýju og Söndru og þær hafa sýnt mikla hetjudáð við að koma þessu í kring.
Það eru víst alveg þétt skipaðar allar helgar hjá mér í sumar... eða reyndar koma held ég tvær helgar sem eru enn óákveðnar en þar á eftir kemur verslunarmannahelgin og hver veit hvað maður gerir þá. Sigga var að biðja mig um að koma með til Eyja en það verður allt að koma í ljós... tjahh á morgun, ef ég á að ná í miða.

En þangað til næst! Gúdbæ..

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Magni og Rockstar

yehh... var að horfa á þennan þátt, rockstar subernova(erða pé ?) með Magna sem var að keppa fyrir hönd.. tjahh Íslands ? Nei heldur fyrir sjálfan sig býst ég við en þar sem maður er héðan af sama landi þarf maður auðvitað að kjósa hann, frekar en aðra.
Mér finnst Magni alveg æðislegur gaur og fínn að spila hérna heima.. en ég veit ekki... finnst hann ekki alveg vera að fíla sig þarna meðal brjálæðinganna. Hann vill þetta kannski alveg en mér finnst hann ekki rétti karakterinn í þetta starf. Eins og sást á dómurum þáttarins þá voru þeir að "fíla" fólkið sem var allt tattúverað með litað rautt og bleikt hár og alveg brjálæðislega fleppað! Maður gat séð að Magni er ekki svoleiðis. Hann er hógvær og góður drengur. Held að fólkið þarna sé kannski örlítið tómt í hausnum og frekar klikk, án nokkurra athugasemda til rokkara yfirleitt. Mér leist alveg ágætlega á nokkra þarna til þess að eiga sigurinn en mér finnst Magni ekki eiga heima í þessari keppni. Það veitti honum máské frægð og frama en þetta held ég að hann vilji ekki.
Dómarar vildu minna hann á það að þetta er rokkkeppni. Það var bara til þess að benda honum á að hann væri ekki þessi rokk týpa sem þeir eru að leita að.

Ef ég ætti að breyta mér og mínum karakter til þess að vinna svona keppni myndi ég frekar segja farvell og eiga mínar góðu stundir í góðra vina hópi.
Því segi ég að Magni ætti bara að flýta sér burt af þessum vígvelli, ef hann er ekki tilbúinn til að fórna því sem hann er og hefur.

Takk fyrir mig...

p.s. Landsmótsblogg og eitthvað svoleiðis kemur kannski einhvern tímann þegar ég nenni því. En fyrir þá, sem vilja vita, þá var alveg sjúktmegageðveikt fjör!
Þakka fyrir góðar stundir!
Brynkz

Nokkrar myndir