fimmtudagur, júlí 06, 2006

Magni og Rockstar

yehh... var að horfa á þennan þátt, rockstar subernova(erða pé ?) með Magna sem var að keppa fyrir hönd.. tjahh Íslands ? Nei heldur fyrir sjálfan sig býst ég við en þar sem maður er héðan af sama landi þarf maður auðvitað að kjósa hann, frekar en aðra.
Mér finnst Magni alveg æðislegur gaur og fínn að spila hérna heima.. en ég veit ekki... finnst hann ekki alveg vera að fíla sig þarna meðal brjálæðinganna. Hann vill þetta kannski alveg en mér finnst hann ekki rétti karakterinn í þetta starf. Eins og sást á dómurum þáttarins þá voru þeir að "fíla" fólkið sem var allt tattúverað með litað rautt og bleikt hár og alveg brjálæðislega fleppað! Maður gat séð að Magni er ekki svoleiðis. Hann er hógvær og góður drengur. Held að fólkið þarna sé kannski örlítið tómt í hausnum og frekar klikk, án nokkurra athugasemda til rokkara yfirleitt. Mér leist alveg ágætlega á nokkra þarna til þess að eiga sigurinn en mér finnst Magni ekki eiga heima í þessari keppni. Það veitti honum máské frægð og frama en þetta held ég að hann vilji ekki.
Dómarar vildu minna hann á það að þetta er rokkkeppni. Það var bara til þess að benda honum á að hann væri ekki þessi rokk týpa sem þeir eru að leita að.

Ef ég ætti að breyta mér og mínum karakter til þess að vinna svona keppni myndi ég frekar segja farvell og eiga mínar góðu stundir í góðra vina hópi.
Því segi ég að Magni ætti bara að flýta sér burt af þessum vígvelli, ef hann er ekki tilbúinn til að fórna því sem hann er og hefur.

Takk fyrir mig...

p.s. Landsmótsblogg og eitthvað svoleiðis kemur kannski einhvern tímann þegar ég nenni því. En fyrir þá, sem vilja vita, þá var alveg sjúktmegageðveikt fjör!
Þakka fyrir góðar stundir!
Brynkz

2 ummæli:

Katrín sagði...

jebb, það er pé ;)

Una sagði...

Já ég er sammála. Ég myndi helst veðja á að þessi sem kynnti sig frá Afríku væri nógu sjúskuð og lifuð til að fitta inn með þessum gaurum, Magni er allt of hreinn og beinn.

En það er gaman að því að hann fari þarna út og örugglega skemmtileg reynsla fyrir hann. Ég efast samt um að hann vilji virkilega vinna þetta, því þá skuldbindur hann sig til að túra með þessum sukkpöddum um BNA í stað þess að vera með konunni sinni og barni hérna heima á Íslandi.

Nokkrar myndir