föstudagur, ágúst 04, 2006

Cheers darlin' - Damien Rice

Vaknaði klukkan að verða 10 í morgun, lá uppi í rúmi heillengi og spekúleraði. Ahh fyrsti dagurinn í langan tíma sem ég þarf ekki að gera neitt fyrir neinn.
Fer niður í hesthús og gef hrossum sem ég á ekki, fer á hest sem ég á ekki og svo allra síðast á mína eigin. Léttir var rosalega góður og ég var sátt við Sprett líka. Það gerir mann sáttan. Þá þarf ég ekki að gera ekki neitt annað í dag og hafa samviskubit.
Seinustu vikur hafa verið alveg rosalega erfiðar. Vakna, vinna, vinna meira og svo heim og sofa. Aftur og aftur. Hef ekki eina einustu orku í að gera neitt annað og nú í dag, þegar ég þurfti ekki að mæta í vinnu lá ég í rúminu. Róleg, sallaróleg. Hugsandi, hlustandi á rólega tónlist. Slökun.
Ánægjulegur dagur þessi. Hef lengi velt fyrir mér hvað gera skyldi um verslunarmannahelgina en ég er bara nokkuð sátt við þetta. Enda er eins og ég hafi verið sprautuð með deyfilyfi, hendurnar hangandi fram á lyklaborðið og puttarnir þeir einu sem mjakast úr stað.

Svona hefur sumarið verið, nema allar helgar hafa haft í för með sér einhvern hasar og læti. Djamm og djús og sull og rugl.
Ég sem ætlaði að lesa alveg ógeðslega mikið í sumar, afla mér upplýsinga svo ég liti ekki út eins og fáviti eins og maður hefur gert seinustu ár.
Hef pælt svolítið í einmanaleiknum sem verður þegar ég ligg hérna. Hellingur af fólki í kringum mig en samt virðist ég ein. Mér finnst gott að liggja ein og hugsa.. stundum hugsar maður bara of mikið. Stundum dauðlangar mig að deila öllum pælingunum með einhverjum en virðist ekki geta fundið réttu manneskjuna.
Einhverra hluta vegna finnst mér ekkert skipta mig nógu miklu máli, þrátt fyrir að milljón hlutir skipti mig lífsins máli.
Var að hugsa áðan... hvaða lífsins farveg maður ætti að velja sér.
Það verður að segjast að ég get ekki ímyndað mér nákvæmlega hvað ég vil og hvað ég vil ekki.
Það er sannarlega erfitt að hafa gaman af öllu..

*to be continued*

Nokkrar myndir