fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Úps.

Margt hefur drifið á daga mína og má þar helst segja frá vinnu, hefbundnum íslenskum helgum innan skemmtanalífsins og hesta. Tjahh... það er svona það helsta.
Ahh hestar ? Var sneðug að taka hest sem sumarkaup fyrir að temja hjá Ragnheiði nokkurri Hólastúdent. Var alveg ágætlega sátt við það... nema úps gleymdi að segja mömmu.

Það reddaðist svo allt saman... tveimur vikum síðar nema hvað. Daginn eftir að ég var búin að staðfesta það opinberlega að ég ætti nýjan hest er Menningarnótt haldin með pomp og prakt í Reykjavík og að lokinni dagskrá hin árleag flugeldasýning. Flugeldasýning með miklum sprengingum, blossum og hvellum. Flugeldasýning sem hrakti margan hestinn úr girðingum þar sem þeir voru á suarbeit hér í sveit. Þar á meðal hestinn minn en það endaði með þeim afleiðingum að hann hljóp upp á þjóðveg 1 og varð fyrir bíl. Úps ? tjahh... það hugsa kannski einhverjir sem áttu hlut að flugeldasýningunni. En það var ekki bara hesturinn minn sem dó heldur maður í bílnum sem ók á hann. Og nokkrir aðrir sem slösuðust.
Leiðinlegt já...

Fórum svo tveimur dögum seinna með Létti (hestinn) austur í Hvamm til að jarða hann. Smá erfidrykkja var haldin fyrir þennan heiðurshest og viðstaddir voru móðir mín, faðir og ég auk kærustu bróður míns.
Heyrðu.. bankar ekki uppá Herbert Guðmundsson! Goðsögn sölumannsins. Hinn margumtalaði og frækni Herbert mætir og ákveður frir okkar hönd að við ætlum að kaupa nokkrar bækur af honum. Og viti menn! Við fengum diskinn hans með öllum bestu smellunum í kaupauka! Gamlir góðir slagarar eins og já.. ég man ekki nöfnin.

Skólinn er byrjaður. Málabraut... hvað get ég sagt? Ég fýlana í tætlur. Og nei ég er ekki að gefast upp heldur að láta hið vitræna ráða.

Stórt kvöld í kvöld. Magni var atkvæðahæstur í keppninni Rockstar; Supernova. Skilst að kosningar hér á Íslandi hefðu tífaldast fyrir þessa kosningu, síðan í seinustu viku.
Flott hjá Íslandi, gefum okkur sjálfum gott klapp! Enn og aftur stendur þjóðin saman og styður við okkar mann sem er að meikaða í hinum stóra heimi. Þetta er hreinlega Magnað.

Góða nótt...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu bara voðalega óheppin í þessum hestamálum...mikið voðalega er þetta leiðinlegt:/...en sé þig vonandi á busaballi;)

Brynhildr... sagði...

jaaá... Bæring minn about that... heh. Það gæti verið nokkur breyting á því =\

Nafnlaus sagði...

brynhildur bumba?? seinast þegar ég vissi vorum við sko ekki með neina bumbur, sitjandi allan anskotan og horkuduglegar skal ég sko segja þér.. hvurslags..

Brynhildr... sagði...

tjahh... sitjandi og ekki sitjandi ?
Það var allavega engin slökun. En þar sem ég er komin í fríið og hef ekki hreyft mig var ég fljót að bæta á meg... Nú erða ræktin! Újé

Ludsen Jones sagði...

En sorglegt ad hesturinn tinn hafi daid, en eg er i brjaludu ofundskasti herna uti ad Tu hafir fengid ad hitta Hebba beib, eg hefdi borgad tvofalt fyrir tessar baekur ef hann hefdi tekid fyrir mig: svaradu, kallinu, fra mer......

Nafnlaus sagði...

misstir af svaka balli:/...:)

Brynhildr... sagði...

já Hjalti Og pældu í því, eigin Handar áritun og allt! Djís hvað ég var heppin þann daginn. Bætti svolítið fyrir látið á hestinum mínum.

En Bæring já maður hefði kannski átt að koma.. en ég var bara upptekin í matarboði hjá Katrínu ~=)

Nokkrar myndir