föstudagur, maí 18, 2007

næturlífið í reykjvík og Herr Christian.

Ég var að skoða myndband á youtube eins og svo oft. Það virtist vera skemmtilegra en að lesa fyrir stúdentspróf í dönsku sem ég er að fara í á morgun.
Þarna er rúmlega fjögurra mínútna kynning á næturlífinu í Reykjavík.
Það sem er athyglivert við þetta myndband er að sá sem stendur fyrir því er þjóðverji (kennari) sem kom í þýsku til okkar að kynna heimsmeistarakeppnina í fótbolta í fyrra, og svo kom hann aftur í vetur í stutta heimsókn.
Þetta er sannarlega ÜBER hress gæi.

Njótið vel...





-Brynkz

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha! umræddur kennari og HM-predikari mætti einmitt líka í þýskutíma til mín í FSu í fyrravor. Þá vakti sérstaka athygli hvað hann var iðinn við að dansa í tímum.
Þessir Þjóðverjar ...

Brynhildr... sagði...

hahaha. Já hann fór einmitt um landið svo ég er viss um að margir kannist við andlitið ;)

Nafnlaus sagði...

hey you:)
langaði bara að heyra í þér, hvernig gekk í prófunum? hvar ætlaru að vinna í sumar ?

aaaallavega.. það virtist líka vera aðeins skemmtilegra að vera á netinu heldur en að gera heimalærdóm af hraðlestranámskeiði! Gettu betur sigurvegararnir fóru btw á Hraðlestranámskeið! Smá undirbúningur fyrir Hraðbraut. Var annars ekki Sigga vinkona þín í Hraðbraut eða!!?

annars, svaraðu bara (ef þú nennir) hér (sé fram á mikinn lærdóm haha!).

Kveðja
Þín vinkona.. Svandís:*

[Sponsor þessa comments var : wwww.h.is]

Brynhildr... sagði...

Jú Sigga var einmitt í Hraðbraut og er núna í óða önn að undirbúa sig fyrir læknisfræðiinntökupróf!:)
Flott hjá þér að undirbúa þig fyrir Hraðbraut á hraðlestrarnámskeiði!:) Mig langar að fara á svoleiðis, helst í sumar. Ég hef bara aldrei gefið mér tíma fyrir svoleiðis. En ég hugsa að ég myndi stórgræða á því þar sem ég er alltaf svo lengi að lesa!
Ég verð að vinna sem flokkstjóri í unglingavinnunni á Hellu í sumar!:D
Ég var að klára prófin í gær svoleiðis að ég veit ekki hver útkoman er fyrr en á mánudag held ég. Hinsvegar held ég að mér hafi gengið bara ágætlega. Ekkert alltof vel enda má alltaf gera gott betur!;)

En hvað er að frétta af þér? höfum þetta bara okkar samskiptamáta fyrst að ég hitti aldrei á þig annars staðar :D

Nokkrar myndir