Það er ótrúlegt hvað mér leiðist sjaldan. Mér finnst í raun ótrúlegt að manni geti leiðst yfir höfuð. Enda hef ég alltaf sagt að ef manni leiðist þegar maður er einn með sjálfum sér... þá hlýtur maður að vera bara svona leiðinlegur!
En það er kannski ekki bara það að maður sé leiðinlegur.
Maður getur komist í svo ótrúleg hugarástand, hvort sem það er að leiðast, spila tónlist eða bara að hugsa um gamlar góðar minningar.
Í dag hef ég komist að því að ég sakna margra gamalla tíma. Sem maður fullorðnast meir og meir virðist heimurinn alltaf verða flóknari og flóknari. Seinasta sumar tókst mér að lifa í einfaldleikanum. Ég tók mér frí frá borginni og bjó hjá ömmu minni og afa á Hellu. Vann sem flokkstjóri í unglingavinnunni og naut hvers einasta dags til hins fullnasta. Sólin og blíðan, góði félagsskapurinn og einfalda hugsunin gerði mig hamingjusama, eitthvað sem ég hafði þá ekki verið í nokkurn tíma.
Nú er langt liðið á veturinn og ég get ekki beðið eftir næsta sumri.
Eins og titillinn á laginu hans Bubba sem mér finnst svo gaman að vitna í, þá er Sumarið tíminn!
I just want to break free!!
fimmtudagur, mars 06, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli