föstudagur, mars 28, 2008

Brettaferð

Um páskana fór ég á bretti með nokkrum félögum mínum úr Mosó, vinum þeirra og Árna. Bjarni hafði hringt í mig í vikunni fyrir fríið og spurt hvort ég vildi ekki koma með í bústaðarferð norður á Dalvík og fara á bretti í leiðinni. Auðvitað vildi ég það þar sem ég sé strákana ekki það oft vegna skólans. Svo var ekkert meira talað um það og ég var að keppast við að klára félagsfræðifyrirlestur, læra undir próf og skrifa ritgerð um bókina Pride & Prejudice sem átti að skila á miðnætti á föstudeginum auk þess sem Morfís undankeppnin var í þessari viku og úrslitaþátturinn í Gettu betur þar sem MR keppti við MA. Vegna alls þessa hafði ég engan tíma til þess að skipuleggja brettaferðina en ég er vön því að setja niður í tösku á nokkrum mínútum og vera komin út í óbbygðir nokkrum tímum síðar þannig að mér fannst þetta ekkert mál.
Hinsvegar er Árni meira í skipulagða pakkanum og hafði ekki hugmynd um hvernig hann átti að fara að þessu. En það hafðist á endanum að koma sér í gírinn og komast til Dalvíkur.

Við lögðum af stað snemma á laugardagsmorgni og þegar við komum norður var skíðasvæðið lokað. Dalvíkursvæðið er bara opið til 17:00 á hverjum degi þannig að við skutluðumst bara upp í bústað aftur og byrjuðum kvöldið uppúr 18. Maturinn var settur á grillið og borðaður með bestu list og svo slökuðum við á í pottinum fram eftir kvöldi.
Einhleypu strákarnir voru eitthvað að kíkja á stelpurnar í næsta bústað á meðan pörin í ferðinni nutu friðsins í pottinum.
Svo vöknuðum við snemma daginn eftir og drifum okkur upp í fjall.

Veðrið hefði ekki getað verið betra! Glampandi sól og heiðskír himininn.

Púðursnjórinn var líka mega. Það var miklu betra að detta í honum heldur en á hörðu brautunum sem snjóbíllinn hafði skafið.
Allir stóðu sig eins og hetjur og við komumst heim aftur óslösuð eftir daginn uppi í fjalli.

Horft niður skíðalyftuna á skíðaskálann.

Sama rútínan var annað kvöldið þegar heim var komið. Á mánudagsmorgun áttum við að skila bústaðnum en öllum hafði fundist svo gaman yfir helgina þannig að við sömdum um að fá eina nótt í viðbót og ætluðum að fá okkur steik á Greifanum um kvöldið. En við Árni þurftum að fara heim á mánudeginum og fórum því ekki upp í fjall heldur tókum til í bústaðnum og lögðum svo af stað heim á leið.
Þetta var æðisleg helgi og aldrei er farið of oft í svona ferðir.
Takk fyrir helgina.

Árni og ég með sólskinsbros

fimmtudagur, mars 06, 2008

Coldplay - The Scientist

Það er ótrúlegt hvað mér leiðist sjaldan. Mér finnst í raun ótrúlegt að manni geti leiðst yfir höfuð. Enda hef ég alltaf sagt að ef manni leiðist þegar maður er einn með sjálfum sér... þá hlýtur maður að vera bara svona leiðinlegur!

En það er kannski ekki bara það að maður sé leiðinlegur.
Maður getur komist í svo ótrúleg hugarástand, hvort sem það er að leiðast, spila tónlist eða bara að hugsa um gamlar góðar minningar.
Í dag hef ég komist að því að ég sakna margra gamalla tíma. Sem maður fullorðnast meir og meir virðist heimurinn alltaf verða flóknari og flóknari. Seinasta sumar tókst mér að lifa í einfaldleikanum. Ég tók mér frí frá borginni og bjó hjá ömmu minni og afa á Hellu. Vann sem flokkstjóri í unglingavinnunni og naut hvers einasta dags til hins fullnasta. Sólin og blíðan, góði félagsskapurinn og einfalda hugsunin gerði mig hamingjusama, eitthvað sem ég hafði þá ekki verið í nokkurn tíma.
Nú er langt liðið á veturinn og ég get ekki beðið eftir næsta sumri.
Eins og titillinn á laginu hans Bubba sem mér finnst svo gaman að vitna í, þá er Sumarið tíminn!

I just want to break free!!

fimmtudagur, janúar 10, 2008

fimmtudagur, desember 13, 2007

Smá kveðja í anda jólanna :)

Inga systir Árna Fannars (kærasta míns) sendi mér þennan link til að lífga upp á próflestrarstemninguna. Mér fannst þetta fyndið.

Dansandi Jólaálfar

mánudagur, nóvember 12, 2007

hildurmae.blogspot.com

Hildur fékk sér nýja bloggsíðu sem kom mér til þess að langa að kíkja á mitt gamla blogg sem ég hef byrjað og hætt þó nokkuð oft.
En þessi breyting verður vonandi til góðs. Ég stóóórefa það þó að ég muni blogga eitthvað til frambúðar. En ég hugsa að ég setji inn eitthvað sjitt.
Saga dagsins hljóðar þó svo:

Ég fór með Matta á rúntinn eftir söbvei máltíð. Við keyrðum upp í Mosfellsdal og beygðum svo upp veginn inn í Helgadal. Þar komum við að botngötu og keyrðum inn að hlaði. Það var myrkur en við sáum samt nokkra ullarhnoðra liggjandi á túninu, nefnilega kindur. Ég bjóst við því að þær hlypu í burtu en þær virtust svo rólegar þannig að ég ákvað að henda í þær chilli hrískökum sem ég hafði keypt og var með í poka. Þá risu þær á fætur en í stað þess að hlaupa í burtu þá ruddust þær að girðingunni og virtust alveg óðar..... í kökurnar mínar.
Svo að kvöldið mitt fór í að mata kindur af hrískökum.
Gamla konan í glugganum virtist skelkuð á þessum óboðnu gestum á hlaðinu sem voru að abbast upp á kindurnar sínar. Svo að ég rölti upp að dyrum og heilsaði og baðst afsökunar á viðveru minni. En bara svo að hún myndi ekki hringja á lögguna þegar við brunuðum úr hlaði.

Svona var dagurinn í dag.
Góða nótt.

föstudagur, maí 18, 2007

næturlífið í reykjvík og Herr Christian.

Ég var að skoða myndband á youtube eins og svo oft. Það virtist vera skemmtilegra en að lesa fyrir stúdentspróf í dönsku sem ég er að fara í á morgun.
Þarna er rúmlega fjögurra mínútna kynning á næturlífinu í Reykjavík.
Það sem er athyglivert við þetta myndband er að sá sem stendur fyrir því er þjóðverji (kennari) sem kom í þýsku til okkar að kynna heimsmeistarakeppnina í fótbolta í fyrra, og svo kom hann aftur í vetur í stutta heimsókn.
Þetta er sannarlega ÜBER hress gæi.

Njótið vel...





-Brynkz

miðvikudagur, maí 16, 2007

einu sinni....

var ég að vinna á Little Caesar's.
En það var líka bara einu sinni, og mun það aldrei gerast aftur.
Sem betur fer.

Nokkrar myndir