Hinsvegar er Árni meira í skipulagða pakkanum og hafði ekki hugmynd um hvernig hann átti að fara að þessu. En það hafðist á endanum að koma sér í gírinn og komast til Dalvíkur.
Við lögðum af stað snemma á laugardagsmorgni og þegar við komum norður var skíðasvæðið lokað. Dalvíkursvæðið er bara opið til 17:00 á hverjum degi þannig að við skutluðumst bara upp í bústað aftur og byrjuðum kvöldið uppúr 18. Maturinn var settur á grillið og borðaður með bestu list og svo slökuðum við á í pottinum fram eftir kvöldi.
Einhleypu strákarnir voru eitthvað að kíkja á stelpurnar í næsta bústað á meðan pörin í ferðinni nutu friðsins í pottinum.
Svo vöknuðum við snemma daginn eftir og drifum okkur upp í fjall.
Veðrið hefði ekki getað verið betra! Glampandi sól og heiðskír himininn.
Púðursnjórinn var líka mega. Það var miklu betra að detta í honum heldur en á hörðu brautunum sem snjóbíllinn hafði skafið.
Allir stóðu sig eins og hetjur og við komumst heim aftur óslösuð eftir daginn uppi í fjalli.
Horft niður skíðalyftuna á skíðaskálann.
Sama rútínan var annað kvöldið þegar heim var komið. Á mánudagsmorgun áttum við að skila bústaðnum en öllum hafði fundist svo gaman yfir helgina þannig að við sömdum um að fá eina nótt í viðbót og ætluðum að fá okkur steik á Greifanum um kvöldið. En við Árni þurftum að fara heim á mánudeginum og fórum því ekki upp í fjall heldur tókum til í bústaðnum og lögðum svo af stað heim á leið.
Þetta var æðisleg helgi og aldrei er farið of oft í svona ferðir.
Takk fyrir helgina.
Árni og ég með sólskinsbros