Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður.
Hann líður hjá eins og eldur í synu.
Talandi um synu. Um daginn tók einhver uppá því að kveikja í synunni bakvið selið í skólanum og þessi rosa bruni kom upp. Reykur um allt og litlir krakkar fóru að velta sér í öskunni þegar búið var að slökkva.
Sá sem kveikti í þessu vinsamlegast gefi sig fram þar sem einhver þarf að borga slökkvibílakostnaðinn :O
Heyrðu svo var aftur hérna íþróttafræðistund í dag.
Við Dagbjört ákváðum að reyna að hækka einkunnina okkar aðeins vegna lélegrar frammistöðu við kennslu. Vorum sumsé að kenna litlum leikskólakrökkum sem bíða spenntir eftir því að byrja í grunnskóla á næsta ári, þann hinn sama og ég er loksins að fara að yfirgefa.
Stefni á MR á næsta ári. Það verður spennandi hvernig sumarið verður en það er best að hugsa ekki of langt fram í tímann heldur að einbeita sér að því sem er að gerast núna. Annars verður bara ekkert úr framtíðinni :O
Klukkan er orðin margt. Ég nýkomin heim og enginn annar í húsinu nema Kisi minn.
Ákveð þess vegna að æfa mig á pianoið og fékk pínu útrás. Sem minnir mig á það að ég á að fara að taka stigspróf á laugardaginn. Ekki tilbúin. Ætla að fresta því þangað til eftir samræmdu. Svo ég sé laus við það vesen.
En svona er lífið dásamlegt! Tók mér tveggja tíma stund með mínum heittelskaða hesti áðan. Ánægjuleg kvöldstund. Röltum niður götuna og horfðum á sólarlagið. Awww...
Mót um helgina og langar að keppa. Býst samt ekki við neinu þar sem hesturinn minn er ekki í nógri þjálfun. Sé til.
En ætla að hafa þetta fínt.
Takk fyrir mig
Brynkan...
fimmtudagur, apríl 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Obbobobb Brynhildur mín. Sinu, sinu og sinunni.
Mátt ekki gera svona villur í stafsetningunni næsta haust :)
ég var búin að vera í miklum vangaveltum með þetta.
Ákvað því bara að skjóta á y'ið.
Man eftir því næst =)
Free [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive competent invoices in one sec while tracking your customers.
Skrifa ummæli