föstudagur, júní 24, 2005

Jæja! Maður er búinn að bíða í örvæntingu eftir að umslag smjúgi inn um bréfalúguna. Umslag sem segir til um hvort maður komist inní tiltekinn skóla. Í mínu tilfelli var ég að bíða eftir svari frá Menntaskólanum í Reykjavík. Og viti menn! í gær kom móðir mín hálf hlaupandi inn í herbergið mitt til að segja mér stórfréttirnar í lífi mínu! Ég komst inn.
Er alveg þokkalega ánægð! Fegin en með smá vott af spennufalli eftir fréttirnar.

Vinnan er búin að vera rosalega átakanleg á stundum. Fólk flæðir inn og útum litla kofann sem hefur að geyma allt sem til þarf til að reiðskólinn gangi upp. Alltaf nýir krakkar sem um leið og maður kynnist, klára sína viku og koma aldrei aftur. Maður er nett að venjast þessu. Var fyrst að reyna að kunna öll nöfnin á krökkunum en það er algjörlega vonlaust þar sem þetta eru 35 - 40 krakkar á dag plús 4-12 fatlaðir, þroskaheftir eða á einhvern annan hátt sérstakir.

Ásgeir er kominn með nýjan benz á handlegginn. Eða fær hann eftir rúman mánuð. Svaka fréttir.

Fór eftir vinnu í dag út í garð með henni ömmu minni góðu. Misstum okkur í arfareitingi... og á morgun mætum við hressar og kátar og höldum áfram þar sem frá var horfið. Reyndar væri ágætt að hvíla smá "lúin bein".. eða í mínu tilfelli lúna vöðva sem eru að gera mér lífið leitt á degi hverjum.

Marissa er líklegast í Harvard núna. Annars veit ég ekkert hvar hún er í Ameríkunni!? Vona bara að hún skemmti sér alveg gríðarlega vel og hafi einhver spennandi verkefni fyrir stafni. Er farin að finna virkilega fyrir því hvað mig vantar hana til að fullkomna líf mitt! Og hér með vil ég opinbera það að ég Sakna Þín Ógeðslega, Marissa mín!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Allt að gerast á heimilinu! Systkini mín að flytja út og Marissa inn að sumarinu loknu :) Það verður æði!

En annars þakka ég bara fyrir mig og ætla að minna á að óskum nokkurra valinkunna drengja, á næstu helgi sem á að verða einhver draumur í dós fyrir hvern 10. Bekking í mosó sem útskrifaðist í júní 2005.
-Hittumst heil!

fimmtudagur, júní 09, 2005

Heimurinn minn..?

Tók eitt af þessum prófum á netinu sem á að segja manni hvernig maður er. Eins og allir vita þá er þetta bara eintómt rugl og vitleysa en þetta getur orðið skemmtilegt.. held samt að þetta test sem átti að birtast hér að neðan sé eitthvað að klikka svo ég sýni það með aðeins öðruvísi móti...

How Good are you at Certain Things?

Name - Brynhildur
Age - 16
Favorite Color - Green
Nickname - Brynka
Sex - 73%
Romance - 43%
Self - Control - 5%
Kissing - 40%
Cuddling - 68%
Kinkiness - 18%


This QuickKwiz by KillianO - Taken 1469458 Times.




Annars segi ég fínt. Vinnan hófst í gær og ég og Sandra erum búnar að standa okkur alveg rosalega vel. Erum að vinna í reiðskólanum hjá Beggu hinni góðkunnu. Elías er búinn að vera að stjórna okkur nema hvað hann er alltaf upptekinn við að tala í símann þannig að við komumst lítið áfram. Samt afrekuðum við það í dag að rífa upp heila girðingu! Rúlla upp heilum helling af gaddavír og safna saman spýtnabraki og rusli. Í gær bárum við á hnakkana en hin eiginlega vinna byrjar á mánudag þar sem við verðum leiðbeinendur fyrir litla krakka sem fá að hoppa á bak aumingja hestunum sem starfa við skólann...

Samræmdu prófin gengu einnig vel. Ég er nokkuð ánægð miðað við hvað ég lagði litla vinnu í þetta allt saman. Meðaleinkunn 8 og hæsta einkunn 9.5 í Stærðfræðinni sem gekk vel bara vegna þess hvað Pétur er góður kennari. Nú er stefnan bara á MR og ætla ég að rúlla upp öllu. Þó veit ég að ég á eftir að skjóta mig sjálfa í fótinn þar sem ég er ekki búin að byggja mig vel upp seinustu árin.. Í menntaskóla þarf maður nefnilega að beita alvöru vinnubrögðum! Skilst mér allavega.. En ég læri þetta bara. Verð með Fartölvu mér við hönd og pikka hvert einasta orð sem kennararnir segja inná tölvuna og seifa inn á læst skjalasafn!

Svona er lífið í dag. Útskriftin á að vera eftir um það bil 40. mínútur og ég er ennþá í vinnugallanum þar sem ég var að hamast og djöflast til klukkan 18:00 og er hreinlega of þreytt til að lyfta peysunni yfir höfuðið..

Takk fyrir mig samt sem áður og ég lofa að blogga fljótlega aftur~=)
- Brynhildur

þriðjudagur, júní 07, 2005

Grunnskólinn að baki

Jáh þótt ótrúlegt sé að hugsa sér það að maður er búinn með grunnskólann þá er það dagsatt.
Samræmdu prófin komu vel út hjá mér. Hæst í stærðfræði með 9.5. =)
Svo er þetta bara búið að ganga upp og ofan. Á maður að fara að segja einkunnirnar hér? Ég veit ekki. En meðaleinkunnin var allavega 8. Mamma lofaði mér fartölvu þannig ég bíð bara spennt eftir henni.

En það er ekki allt búið þó að skólinn sé það. Sumarið tekur við og vinnan. Ég verð að þessu sinni að vinna hjá Beggu með reiðskólann. Vona að það verði gaman. Sandra verður þarna líka svo þetta verður fjör. Ég læt mér það að kenningu verða að sækja ekki um neinstaðar... það átti að gerast en einhvern veginn tókst mér að sleppa því. Nema hvað ég keyrði framhjá húsasmiðjunni og ákvað þá bara í leiðinni að sækja um. En svona er þetta.

Ég er farin að hlakka allverulega til sumarsins og vil nota hverja einustu mínútu til hins ýtrasta. Í dag er ég búin að eyða deginum með góðum vini mínum, Matthíasi.

Nokkrar myndir