þriðjudagur, júní 07, 2005

Grunnskólinn að baki

Jáh þótt ótrúlegt sé að hugsa sér það að maður er búinn með grunnskólann þá er það dagsatt.
Samræmdu prófin komu vel út hjá mér. Hæst í stærðfræði með 9.5. =)
Svo er þetta bara búið að ganga upp og ofan. Á maður að fara að segja einkunnirnar hér? Ég veit ekki. En meðaleinkunnin var allavega 8. Mamma lofaði mér fartölvu þannig ég bíð bara spennt eftir henni.

En það er ekki allt búið þó að skólinn sé það. Sumarið tekur við og vinnan. Ég verð að þessu sinni að vinna hjá Beggu með reiðskólann. Vona að það verði gaman. Sandra verður þarna líka svo þetta verður fjör. Ég læt mér það að kenningu verða að sækja ekki um neinstaðar... það átti að gerast en einhvern veginn tókst mér að sleppa því. Nema hvað ég keyrði framhjá húsasmiðjunni og ákvað þá bara í leiðinni að sækja um. En svona er þetta.

Ég er farin að hlakka allverulega til sumarsins og vil nota hverja einustu mínútu til hins ýtrasta. Í dag er ég búin að eyða deginum með góðum vini mínum, Matthíasi.

Engin ummæli:

Nokkrar myndir