Jæja! Maður er búinn að bíða í örvæntingu eftir að umslag smjúgi inn um bréfalúguna. Umslag sem segir til um hvort maður komist inní tiltekinn skóla. Í mínu tilfelli var ég að bíða eftir svari frá Menntaskólanum í Reykjavík. Og viti menn! í gær kom móðir mín hálf hlaupandi inn í herbergið mitt til að segja mér stórfréttirnar í lífi mínu! Ég komst inn.
Er alveg þokkalega ánægð! Fegin en með smá vott af spennufalli eftir fréttirnar.
Vinnan er búin að vera rosalega átakanleg á stundum. Fólk flæðir inn og útum litla kofann sem hefur að geyma allt sem til þarf til að reiðskólinn gangi upp. Alltaf nýir krakkar sem um leið og maður kynnist, klára sína viku og koma aldrei aftur. Maður er nett að venjast þessu. Var fyrst að reyna að kunna öll nöfnin á krökkunum en það er algjörlega vonlaust þar sem þetta eru 35 - 40 krakkar á dag plús 4-12 fatlaðir, þroskaheftir eða á einhvern annan hátt sérstakir.
Ásgeir er kominn með nýjan benz á handlegginn. Eða fær hann eftir rúman mánuð. Svaka fréttir.
Fór eftir vinnu í dag út í garð með henni ömmu minni góðu. Misstum okkur í arfareitingi... og á morgun mætum við hressar og kátar og höldum áfram þar sem frá var horfið. Reyndar væri ágætt að hvíla smá "lúin bein".. eða í mínu tilfelli lúna vöðva sem eru að gera mér lífið leitt á degi hverjum.
Marissa er líklegast í Harvard núna. Annars veit ég ekkert hvar hún er í Ameríkunni!? Vona bara að hún skemmti sér alveg gríðarlega vel og hafi einhver spennandi verkefni fyrir stafni. Er farin að finna virkilega fyrir því hvað mig vantar hana til að fullkomna líf mitt! Og hér með vil ég opinbera það að ég Sakna Þín Ógeðslega, Marissa mín!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Allt að gerast á heimilinu! Systkini mín að flytja út og Marissa inn að sumarinu loknu :) Það verður æði!
En annars þakka ég bara fyrir mig og ætla að minna á að óskum nokkurra valinkunna drengja, á næstu helgi sem á að verða einhver draumur í dós fyrir hvern 10. Bekking í mosó sem útskrifaðist í júní 2005.
-Hittumst heil!
föstudagur, júní 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli