föstudagur, september 30, 2005

Klukkud hvad ??

eg skil ekki hvad tetta klukk daemi er ennda er eg bara hryllilega utur greinilega.

En fekk svo upplysingar um hvad tetta vaeri tannig... Njotid vel!
Vona ad tetta turfi ekki ad vera langar sogur...?

1. Tegar eg profadi snjobretti i fyrsta skipti kunni eg ekki ad stoppa, renndi mer nidur tessa lika rosalega haettulegu barnabrekku i skalafelli og klessti a rolu sem var tarna eitthvad ad tvaelast!

2. Madur er nattla madur alveg gridarlega gafadur. Komin i MR og allt og einn godan vedurdag vorum vid i jardfraedi og vorum ad tala um steindir. Aedislegt alveg hreint, nema hvad, malefnid for ut i alkul og svoleidis gafulegheit. Spurt var hvort tad vaeri alkul i geimnum og fleira tegar eg spurdi hvort tad vaeri alkul a sudurskautslandi. En tad virtist hafa verid eitthvad svadalega heimskuleg spurning tennan dag og var mikid hlegid ad mer... Ekki gaman.

3. En madur a ad geta gert grin af sjalfum ser. Tad gerir mann vist ad sterkari einstaklingi. Aetla ekki ad segja adeins fra misgjordum og heimskuporum manns.

ER í partýi!!! get ekki klárað.jkljklæj

miðvikudagur, september 21, 2005

Dýr.

Geta ekki flestir verið sammála því hvað það er notalegt að hafa dýr hjá sér.
Ég sit hérna lokuð inní herbergi með minn tölvuheim fyrir framan mig og Kisi liggur hjá mér. Það er bara það mest róandi í heimi!!
Maður þarf ekki að segja neitt. Hann er þarna bara. Veitir manni félagsskap og ég get engan veginn sagt að ég finni fyrir einmanakennd með hann við hlið mér.

Ég hef verið alin upp við þau skilyrði að ég hafi alltaf haft haug af dýrum í kringum mig. Fyrir utan að fæðast inní hestaheiminn sem er örugglega eitt það besta sem hefur nokkurn tíma komið fyrir mig hef ég laðast að hundum, köttum og hvaðeinu eða bara hreinlega þau laðast að mér?
Þegar maður var keyrandi upp í sveit þegar maður var yngri skrúfaði ég niður gluggan og hneggjaði, jarmaði eða baulaði á hesta, kindur og beljur sem voru í næstu girðingu. klikk*

Svo er líka bara svo óendanleg tryggð, einlægni, ást og sakleysi! Þau vilja aldrei vera vond nema þau neyðist til þess. Er það ekki rétt hjá mér??
Ætla að láta nokkrar sætar myndir fylgja..






sunnudagur, september 11, 2005

flugur..?

Kannast einhver við það að hafa kannski setið og séð flugu tylla sér á vegginn rétt hjá manni. Hún situr þarna.. og þú í dálitla stund en svo stendurðu upp og ferð. Svo kannski siturðu á sama stað aftur eftir viku og flugan er ennþá þarna.. BARA DAUÐ??


Pæling...

Myndir

Einhverjar myndir komnar inn fyrir þá sem vilja sjá....

Það er sumsé MR ballið, MH ballið held að mynd af Andreu sé þarna líka síðan á MS ballinu og svo vantar fleiri. En já þetta er líka úr fyrirpartýjum og eitthvað shit þannig endilega bara skoða. ~=)

fimmtudagur, september 08, 2005

Tolleringin!



Hin árlega busun var í dag og allir voru Tolleraðir og svona ;)
Þetta var alveg gríðarlega ánægjulegt og ég held að allir nýnemar hafi gengið stoltir heim úr skólanum í dag.
Loksins orðnir viðurkenndir MR-ingar !=D

Það er alltaf svaka húllumhæ í kringum þetta og sjöttu bekkingar klæða sig upp í svona hvít föt, mála sig ógurlega og svo er spiluð þessi hrottafegna tónlist til að hræða okkur litlu börnin.
Maðurinn með ljáinn gekk fyrir stafni allra sjöttu bekkinganna og þetta var mjög vel heppnað :)

Jú jú maður var látinn gera ýmsa niðurlægjandi hluti.
Vorum fyrst lokuð inní stofu í gamla skóla og svo ruddust 6. bekkingar inn öskrandi og skipuðu okkur fyrir. Girða okkur.. peysur ofan í buxur og buxur ofan í sokka. Dansa tvö og tvö og syngja höfuð herðar hné og tær. Svo vorum við látin syngja gaudann og að lokum rekin út úr stofunni skríðandi og jarmandi eins og fresh new lambakjöt!
Ég var sérstaklega tekin fyrir útaf nylonbolnum mínum sem ég keypti bara í gamni mínu.
Látin syngja í micraphone eitthvað nylon lag en kunni það ekki þannig það enntist stutt.
Svo var ég látin syngja Gaudann aftur á meðan ég var tolleruð.

Og það allra síðasta var skúffukakan og mjólk sem var alveg ofboðslegt ljúfmeti í munninn :)

En MR ballið er í Kvööld, MH ballið var í gær og það var rosa fjör
Þarf að klára að læra fyrir morgundaginn þannig ég kveð að sinni!

Yfir og út...
Litli MR-ingurinn

Nokkrar myndir