Geta ekki flestir verið sammála því hvað það er notalegt að hafa dýr hjá sér.
Ég sit hérna lokuð inní herbergi með minn tölvuheim fyrir framan mig og Kisi liggur hjá mér. Það er bara það mest róandi í heimi!!
Maður þarf ekki að segja neitt. Hann er þarna bara. Veitir manni félagsskap og ég get engan veginn sagt að ég finni fyrir einmanakennd með hann við hlið mér.
Ég hef verið alin upp við þau skilyrði að ég hafi alltaf haft haug af dýrum í kringum mig. Fyrir utan að fæðast inní hestaheiminn sem er örugglega eitt það besta sem hefur nokkurn tíma komið fyrir mig hef ég laðast að hundum, köttum og hvaðeinu eða bara hreinlega þau laðast að mér?
Þegar maður var keyrandi upp í sveit þegar maður var yngri skrúfaði ég niður gluggan og hneggjaði, jarmaði eða baulaði á hesta, kindur og beljur sem voru í næstu girðingu. klikk*
Svo er líka bara svo óendanleg tryggð, einlægni, ást og sakleysi! Þau vilja aldrei vera vond nema þau neyðist til þess. Er það ekki rétt hjá mér??
Ætla að láta nokkrar sætar myndir fylgja..
miðvikudagur, september 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
já ég kannast við þetta :). En allt þetta er farið hjá mér. Greyið dínó
jámm Flosi og Bassi voru líka alltaf nánir mér. ahh... góðir tímar ;)
Já. Blessuð dýrin. Kisan mín er samt búin að fitna svolítið síðustu daga (húrraaa!!) og reyndar fylgdi því frekja. Þannig að hún er að verða feit og frek...:/ Sem er kanski eðli katta...eða hvað?
hahaha til hamingju að hún skuli loksins vera að fitna!=D
ég var farin að vera hrædd um að hún dytti í sundur!
Dýr.. þau eru góð!
Allavega er ég búin að klukka þig góða!
mhatthíhas borgar mér fyrir að urra á sig...
Klukk = Þú lætur klukkast með því að segja fimm svona staðreyndir um sjálfa þig. Svo áttu að klukka meira fólk!
T.d. Ein staðreynd um mig: Ég að lýsa og útskýra eiga hryllilega illa saman!
animal pervert...;(
Skrifa ummæli