fimmtudagur, september 08, 2005

Tolleringin!Hin árlega busun var í dag og allir voru Tolleraðir og svona ;)
Þetta var alveg gríðarlega ánægjulegt og ég held að allir nýnemar hafi gengið stoltir heim úr skólanum í dag.
Loksins orðnir viðurkenndir MR-ingar !=D

Það er alltaf svaka húllumhæ í kringum þetta og sjöttu bekkingar klæða sig upp í svona hvít föt, mála sig ógurlega og svo er spiluð þessi hrottafegna tónlist til að hræða okkur litlu börnin.
Maðurinn með ljáinn gekk fyrir stafni allra sjöttu bekkinganna og þetta var mjög vel heppnað :)

Jú jú maður var látinn gera ýmsa niðurlægjandi hluti.
Vorum fyrst lokuð inní stofu í gamla skóla og svo ruddust 6. bekkingar inn öskrandi og skipuðu okkur fyrir. Girða okkur.. peysur ofan í buxur og buxur ofan í sokka. Dansa tvö og tvö og syngja höfuð herðar hné og tær. Svo vorum við látin syngja gaudann og að lokum rekin út úr stofunni skríðandi og jarmandi eins og fresh new lambakjöt!
Ég var sérstaklega tekin fyrir útaf nylonbolnum mínum sem ég keypti bara í gamni mínu.
Látin syngja í micraphone eitthvað nylon lag en kunni það ekki þannig það enntist stutt.
Svo var ég látin syngja Gaudann aftur á meðan ég var tolleruð.

Og það allra síðasta var skúffukakan og mjólk sem var alveg ofboðslegt ljúfmeti í munninn :)

En MR ballið er í Kvööld, MH ballið var í gær og það var rosa fjör
Þarf að klára að læra fyrir morgundaginn þannig ég kveð að sinni!

Yfir og út...
Litli MR-ingurinn

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Varst það þú sem söngst nylon lagið?? hehehe ég heyrði það ;)

Nafnlaus sagði...

Vóóó... þú ert bara orðin fræg... Ég heyrði þig nefla líka syngja nælon lagið en fattaði ekkert að þetta varst þú þar sem ég var aðeins að hlusta með hálfum huga. Var svo upptekin af því að leyta eftir því hvort ég sæi einhvern sem ég þekkti!! :S

Brynhildr... sagði...

hehe. Þetta var fjör :)

Nafnlaus sagði...

haha þú ert góð að syngja þannig ætti ekki hafa verið það niðurlægjandi. Ég þurfti að húlla fyrir framann allan skólann með bleiju ;(

Nokkrar myndir