miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Mér var bennt á síðu sem er alveg gríðarlega sniðug. Langaði að minnast á hana í blogginu þar sem þetta er alveg snilldar síða!

http://www.pandora.com


Prófin eru að hefjast og það verður skrautlegt að sjá útkomurnar.
Að þessu sinni tek ég samanlagt 10 jólapróf! JEii!
Mjög gaman að hafa próf á hverjum degi í tvær vikur.
En svo verður því lokið og ég get haldið áhyggjulaus inn í jóladraumaheiminn.. gleymt mér alveg, ætla að halda mig bara í letinni þessi jólin. Fyrir utan það að stunda ræktina og vinna.
Já.. Brynhildur sjálf ætlar að fá vinnu um jólin! Og það er ekkert annað en svona kynnir á matvælum í búðum! Komið til Brynhildar og fáið smakk! Jehh..

Vona að hesthúsið taki á sig einhverja góða mynd fyrir jól. Það verður yndislegt að fá hestana um jólin til þess að geta týnt mér bara í einhverfni með þeim! Ahh.... svona á maður að lifa lífinu! Hlakka skuggalega til að sjá stúlkukindurnar mínar sem maður er ekki búin að sjá svo lengi =)
Þá á ég við hestastelpurnar og svo að sjálfsögðu ykkur í saumónum ;)
Jiss. saumó! stelpur... hvað er í gangi!

Því miður fer Marissa 15. desember, daginn sem ég er búin í skólanum þannig ég verð ekki með henni um jólin :(
Stefni að því að komast austur eitthvað! Austankaldinn á oss blés eins og textinn í minnistæðu lagi gefur, sem maður æfði í kór einu sinni.

Maður er nú svolítið nörd ég sér.. eða er það bara álit mitt á mér...
Rás 2 komin sterklega inn hjá mér! Daglegur viðburður að hlusta á m.a. deigluna og fréttir og svona rosalega sniðuga þætti.
Boxið er alltaf á sínum stað og svo er pianopróf og tónleikar bráðum, kórinn í fullu fjöri, öss þegar skólanum líkur fyrir jól verða stífar æfingar á hverjum degi fram að Þorláksmessu.
Af öllu ógleymanlegu!
Jólaballið! Það verður tryllt fjör á jólaballinu og stefnan er að hafa fyrirpartý með 3 bekkjum. =)
Þetta verður rosafjör. Get ekki stillt mig fyfir þessu öllu saman! Það er gjörsamlega allt að gerast! vÍÍÍÍÍÍÍ elska að hafa mikið að gera!!!!!!!!!!
Hvar væri maður ef maður væri ekki með eitthvað fyrir stafni. Úff....

En ætla að láta þetta gott heita.
Takk fyrir mig.

4 ummæli:

Una sagði...

Jæja ég sé að þú hefur ákveðið að gera síðuna þína smám saman líkari og líkari minni. Kannski svona í anda við að þú varðst sjálf líkari og líkari mér eftir kynþroska. Og fórst svo í MR. Ætlarðu kannski að koma mér fyrir kattarnef á endanum, sameina líf okkar og sannfæra fólk um að ég hafi aldrei verið til heldur höfum við allan tímann verið sama manneskjan?
I'm on to you.

Brynhildr... sagði...

Job's almost done...

Nafnlaus sagði...

heyrðu þú bara svara þessum staðreyndum eins og ég gerði í þessu kítli :P skrifa bara eins og ég! :) þú getur bara gert þetta fyrst í word og svo copyað inná !

later babe ;)

Nafnlaus sagði...

Já...!! Hvað er málið með saumó!?!

Nokkrar myndir