laugardagur, nóvember 19, 2005

Jánei!

Það sem flýgur um huga mér þessa dagana...


Neikvætt:

* Siffa Stærðfræðikennari er leiðinleg.
* Headphonin mín eru ónýt.
* Sögukaflinn um heimspekinga er 5 blaðsíður... það er Mikið..
* Þarf að gera félagsfræðiglósur.
* Djöf! Ég var að prófa hvort að skiladagurinn á jarðfræðiverkefninu myndi breytast ef ég myndi breyta dagsetningunni í tölvunni minni.. sendi skjalið og var ekki búin með það. Fæ ekki 10..
* Kann ekki jólalögin af því ég er búin að missa af öllum kóræfingum seinustu vikrnar.
* Jólaljós?? Eru þau ekki einum of snemma ? Kveikja jólaljósin í bænum í dag!? Öss..
* Neikvæðni og pirringur fer í taugarnar á mér svo að ég sjálf fer í taugarnar á mér..!


Jákvætt:


* Box er skemmtilegt.
* Þarf að tileinka mér meiri stjórnmál.
* Jibbíííííí!!!
* Pianopróf 9. des, 10. des- jólatónleikar í piano.
* Jólatónleikar hjá kórnum í kringum aðfangadag.
* Æfa mig á pianoið.
* Tannburstinn minn er bleikur.
* Team Lazer Explotion!
* Sudoku! Er að rústa því maður! Jee..
* Fæ mér rauðu og fjólubláu bara bráðum hah!
* Prófin eru að byrja. Jess! Þá get ég bara lokið þeim og jólafríið hefst!
* Kaupi bara ný headphone!
* Sigurrósar tónleikar! víí
* Sveitt Partý í kvöld ójá! Þema = Bleikur


Yup! Þetta er svona smá brot af daglegum hugsunum mínum...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jó... Jólaljósin eru right on time. Er akkúrat í þessu að komast í jólafýlinginn... og það er gott að þú sérð það broslega við lífið þrátt fyrir þennan... tjahh.. "langa" heimsspekingakafla! haha!! Og ég vissi ekki að þú værir í kór... :P en það er bara kúlla en allt!

Brynhildr... sagði...

hehe já Kúlla en allt segirðu hahaha.
Mér persónulega finnst að jólaljósin eigi ekki að koma fyrr en í byrjun Desember. Í minnsta lagi næstu helgi!
Kannski þetta sé ger til þess að lýsa upp skammdegið..
En það er þá um leið ekki í sínum jólalega tilgangi. Langar samt svolítið að fara að skreyta upp í herberginu og setja upp jólaljós... bara til að hafa stemningu yfir jólaprófalestri! Mandarínuát í Jólaljósum, hvernig hljómar það ?

Nafnlaus sagði...

Hey mér finnst lika bara geggjað að það sé komið jólaskraut! Ég er svo mikið jólabarn eitthvað að ég tek öllu jólalegu fagnandi! Vííí.....

Brynhildr... sagði...

Já. þetta er satt hjá ykkur stúlkur. Jólaljósin kalla á innri hamingju*
haha. Ég er farin að hlakka til jólanna!!
Vííí! Komin líklega með vinnu og allt svo að ég verð ekki í neinu sukki ;P Eða þannig..

Brrááááðum kooooma Blesssuð Jóóóóólin...

Nafnlaus sagði...

hmm já þú átt sko að breyta svörunum;) hehe og já bara gera eins og ég! haha :P geggjað þetta með steindirnar! þær eru skemmtó!! haha sjáumst beib!

Nafnlaus sagði...

Eins gott að okkur tókst að koma fyrir þig vitinu! Get ekki beðið eftir smákökunum, makkintoshinu og mandarínum! mmmm....! :P

Er nú þegar búin að skreyta herbergið mitt og setja jólaljós!! :D

Nokkrar myndir