föstudagur, maí 19, 2006

amma gamla

Hey pælið í aulalegu dóti.

Ég stakk mig í augað með þumalfingursnöglinni. Hmm.. nú spyr maður sig kannski hvernig í ósköpunum það sé hægt.
Einfalt mál:
ég geispaði, táraðist, ætlaði að þurrka tárið með bolerminni en missti takið og puttinn bara skaust í augað á mér!

Ég ætlaði fyrst ekkert að gera í málinu en svo sá ég mér til mikillar mæðu, þegar ég ákvað að líta á þetta í speglinum að þetta var engin venjuleg rispa. Ég klóraði mig alveg til blóðs. Hringdi upp á heilsugæslu til þess að spyrja hvað gera skyldi og konan sagði mér að ekkert væri hægt að gera annað en að bíða.
En engar áhyggjur, ég lifi enn. Hef lært efnafræði í 6 tíma núna og það er meira en ég hef lært í efnafræði allan veturinn og líður alveg hreint glimrandi!

Annars horfði ég á Eurovision í gær eins og flest allir líklega og mér fannst alveg sanngjarnt að Silvía Nótt kæmist ekki áfram. Held hún geri sér grein fyrir því sjálf greyið að hún hafi skemmt svolítið fyrir sér sjálfri. En á meðan ég horfði á þessa keppni fór ég að hugsa hvað ég ætla að gera þegar ég verð orðin gömul. Og það fyrsta sem mér datt í hug var að gera alveg hellings prakkarastrik! Hver færi að skamma mig orðin gömul og vitstola! Hahh... Nei, frekar væri ég skömmuð núna, eða í nánari framtíð. ,, Þá væri ég orðin svo fullorðin og væri mér til skammar"

En mér er illt í auganu og vöðvabólga er að hrjá mig svo að ég ætla að fara á hestbak.

Takk.

föstudagur, maí 12, 2006

víííí haha, haha víííí

haha mér fannst þetta fyndið þegar Matthías, góði litli vinur minn sýndi mér þetta áðan.
Vakti mig aðeins upp frá dáleiðslu dönsku sagnanna:

Ástæðan fyrir því að Við notum Firefox

mér finnst explorerinn minna mig á einhvern/ja... ;)

TAKK!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Allt full bókað

hey ég fékk ímeil frá Pósinum áðan. Þar var starfsumsókn mín skrifuð upp nákvæmlega eins og ég hafði gert hana fyrst en fyrir ofan stóð eitt, stutt og laggott.

Allt fullbókað.

héh.. fékk ekki neinar þakkir fyrir áhugann eða neitt.. iss.
Nú er ég ekki mjög vön því að fá höfnun frá fyrirtækjum sem ég sæki um hjá.. þar sem þau hafa ekki verið mörg, en er það ekki lágmarks kurteisi að þakka fyrir sig ? Er hin íslenska þjóð að verða æ dónalegri með degi hverjum ?
Humm.. ætla ekki að alhæfa neitt en maður hefur nú alveg fengið hint frá útlendingum um að Íslendingar væru nú ekki þeir al kurteisustu, þó víðar væri leitað. Meðað við þá reynslu sem ég hef haft af yngra fólki, sem munu vera í framtíðinni fulltrúar landsins, þá get ég ekki beinlínis sagt að margur væri kurteis. Jafnvel krakkar á sama aldri og ég og margir eldri. Það er allavega ekki það fyrsta sem kæmi upp í kollinn á mér. Ég hló af myndinni How do you like Iceland, þegar hún var sýnd í sjónvarpinu. Mér fannst fyndið að við Íslendingarnir værum svolitlir Víkingar ennþá, þó langt sé um liðið en ég held að skilningur minn sé að aukast. Skilningur minn á meiningu útlendinganna.
Nú er ég ung sjálf og er að læra að "verða fullorðin" og hef undanfarnar vikur verið mjög meðvituð um hegðun mína og annarra í kringum mig. Hef mikið pælt í því hvernig einstaklingar haga sér og hvernig hlustendur og áhorfendur bregðist við. Hvernig sé hægt að fá jákvæðar móttökur eða neikvæðar. Ég veit ekki alveg hvar ég stend en mér finnst lágmarks kurteisi að þakka fyrir mig, sérstaklega við ókunnuga og kannski ónána kunningja.

Því langar mig að skilja lesendur mína eftir með þetta til umhugsunar og enda bloggið með einu...


Takk

þriðjudagur, maí 09, 2006

Jibbíjei

ERUÐI AÐ TAKA EFTIR VEÐRINU!!!!!!!!!!!! BRRRRRJÁÁÁL!

Ég á bara sex próf eftir af fjórtán og er að missa mig úr tilhlökkun. Meiri hlutinn afstaðinn!

3 Knapamerkjapróf og 5 skólapróf búin. Jibbíjei!

sunnudagur, maí 07, 2006

Sól og sumar og ávextir og grænmeti!


Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum á maímánuðinum.
Veðrið hefur verið mjög gott núna í dag og í gær og þó að það hafi komið smá rigning á föstudaginn var ekki hægt að kvarta. Hitinn var svo mikill og maður horfði bókstaflega á grasið grænka eins og rigningin innihéldi litarefni.
Ég vaknaði snemma í morgun og kláraði að lesa kaflana úr "Þættir úr sögu vestrænnar menningar" sem eru fyrir söguprófið á morgun. Ég las bókina úti. Sólin í morgun var alveg geðveik og það var alveg logn. Ég sat í sumarkjól með hatt og mér leið eins og ég ætti heima á baðströnd. Skrapp svo upp í búð með Marissu og við keyptum alveg krás af ávöxtum. Skar þá niður á disk og svo gæddum við okkur á safaríkri vatnsmelónu og sætum eplum.
Ég var mjög fljót að lesa fyrrnefnda bók og er núna að lesa "Rómaveldi" sem er með eindæmum leiðinleg. Ástæðan fyrir leiðindunum held ég að sé einna helst vegna lélegs leturs. Ef bókin væri með öðru skriftarletri væri mun auðveldara að lesa hana. Þetta er svolítil skemmd á annars góðu námsefni. En best að halda áfram. Margt sem eftir á að klára.

Ég mæli með...

Safaríkum Suðrænum ávöxtum við próflesturinn.

Verði ykkur að góðu!
Brynhildur

laugardagur, maí 06, 2006

Ormaveiðar og nýjar uppgötvanir

Í gær átti ég ánægjulegan dag.

Prófkvíðinn sem safnast alltaf upp fyrir fyrstu prófin var alveg horfinn og mér gekk ágætlega í íslenskuprófi. Ég fékk miða á Manchester tónleikana frá Guðrúnu og það var gleðiefni. Ég fékk líka bol í afmælisgjöf frá frænda mínum og pönnukökur og randaköku heima hjá ömmu. Kíkti á nýja hús frændfólks míns, sá hundinn þeirra, Dúllu, sem ég fór mjög oft út með á mínum yngri árum. Hún þekkti mig strax. Fór líka með Marissu í kringluna. Það rættist vel úr deginum. Fékk meðal annars Jóa Skúla Hnakk! Og er mjög ánægð með þann kostagrip. Fór svo með Kára aðeins í körfubolta þegar við vorum búin að borða kvöldmat heima hjá ömmu. Einhverjir strákar úr 8. bekk(að ég held) við Foldaskóla komu og við spiluðum 3 á móti 4.
Svo tók við hesthúsið þar sem móðir mín nennti ekki að fara og láta inn. Ég sat lengi hjá hestunum og horfði á þá smjatta á heyi. Það kemur yfir mann svona værgð og það er svo mikil ró í hestunum þegar þeir eru komnir inn úr rigningunni og syfjaðir eftir daginn, borðandi kvöldverðinn og leggjast svo í hreinar stíurnar. Manni líður vel þegar öðrum líður vel og það fylgir því að eiga hesta. Þessi vellíðan kemur mjög oft yfir mann - sæluvíma jafnvel.
Svo þegar ég rölti heim varð ég að passa mig að stíga ekki á orma á göngustígnum. Það var allt morandi í þeim og ég lék mér við að pota í þá og sjá viðbrögðin. Mér finnst ormar skemmtilegir.
Kom heim og náði mér í dollu og fór aðeins út í garð að athuga hvort ég fyndi einhverja orma. :D
Jú þeir voru þarna á víð og dreif og ég náði að grípa í nokkur flykki! Shit, maður bjóst ekki við að þeir yrðu svona stórir!
En allavega.. ástæðan fyrir þessum ormaveiðum var sú að þegar ég gekk heim úr hesthúsinu þá tók ég eftir að það voru eiginlega tvær gerðir af ormum? Annars vegar svona næstum glær með svona hring um annan endann og hinn endann gulan og svo hinsvegar svona næstum brúnir ormar að ofan. Mér datt í hug að þetta væri karl- og kvenkyn en vitneskja mín um orma nær frekar skammt. Hélt að ormar væru með 7-8 hjörtu og að þegar þeir dyttu í sundur yrðu til fleiri einstaklingar.. en ég er ekki frá því að hafa séð orma fjölga sér, tveir og tveir, í gær. Nýjar uppgötvanir Brynhildar á þessum heimi! Það er samt frekar subbulegt ef maður heldur á þeim, þeir kúka alltaf í hendurnar á manni og þegar þeir brjóta sig saman og liðast í hringi þá koma út úr þeim svona dropar - slím eða vatn.

En þetta var sumsé rannsóknin mín í gær og á næstunni ætla ég að lesa mig til um orma. Spennandi verkefni framundan.

Þakka fyrir afmælisgjafir og kveðjur. Þetta var skemmtilegur dagur. ~=)

mánudagur, maí 01, 2006

væntumþykjuverkir

Varð bara að bæta við einu smábloggi.

Mér þykir svo vænt um vini mína og alla jafna að mig verkjar í kroppinn. Fæ svona sæluvímukast og spennist öll upp og oftar en ekki koma skrýtin "íííííískr" hljóð í mér af hamingju.
Fólk sem umgengst mig eitthvað kannast kannski við þetta...

Er ég einsdæmi eða er þetta eðlilegt?

Papaball - Pabbaball!

Ég var að læra á laugardaginn alveg í kapp við tímann og svo þegar lærdómnum lauk þann daginn horfði ég á Mission Impossible í sjónvarpinu. Það var um 12 leytið og ég lá úrvinda upp í sófa. Eða svo hélt ég. Ég ætla snemma að sofa í kvöld, hugsaði ég með mér en á þeirri stundu hringdi síminn.
Þetta voru Sandra og Sigga að biðja mig um að koma á ball með Pöpunum. Ég hugsaði málið og ákvað að slá til, ég átti það skilið að skemmta mér aðeins! Er búin að baila á flest öllum viðburðum nýlega og hef bara legið heima hjá mér í tölvunni og horft á bíómyndir og þætti.
EN þannig var það að Sandra hringdi og ég ákvað að standa upp og klæða mig og skella mér á papaball. Fórum heim til Siggu, púðruðum okkur aðeins (þó það þurfi nú ekkert þar sem við erum svo ómótstæðilega fallegar) og klæddum okkur í dress og vorum svo mættar á ballið. Mikið af fullorðnu fólki þarna, mömmum og pöbbum(pabbaball). Það var samt skemmtilegt. Vorum allar í banastuði þegar á gólfið kom og við dönsuðum undir trylltum trumbuslætti. Það var gaman. Dönsuðum við margan manninn og allir voru kátir. En svo lauk ballinu alveg fáránlega* snemma. Kannski maður hafi bara skemmt sér svona vel... en ég hef heyrt að Paparnir spili stutt. Var komin heim um 4 leytið af því ég vildi auðvitað ekki fara í nein eftirpartý.

Held að nýja viðhorfið mitt gagnvart skemmtunum sé: "Farðu á fáar góðar skemmtanir frekar en margar óskemmtilegar. ";) Því að ef maður er sífellt að skemmta sér verður það ekkert spes lengur. Ekki eins, allavega. Kannski það ég bara ég samt. En ég er sátt við þetta.

Á morgun er stærðfræðipróf sem ég hef enga löngun til að taka. En þar sem þetta er Vorprófið og ég hef engra kosta völ, nema ég vilji segja MR upp! Nei.. það verður ekki núna, ekki á næsta ári og hvað þá því þarnæsta! Mí gónna dú ðíss! Æ kan dú it!

*Þakka fyrir góða skemmtun um helgina
*Ég vil einnnig þakka bekkjarsystkinjum
mínum innilega fyrir þennan góða vetur,
gerast smá væmin og játa ykkur ást mína:
Ég elska ykkur öll!
*Skólinn er búinn og aðeins prófin eftir ójá!
P.S. ég fékk vinnu í póstinum og mun fá vinnu hjá Little Ceaser's. Sumarvinnunni reddað! ;)

Nokkrar myndir