mánudagur, maí 01, 2006

væntumþykjuverkir

Varð bara að bæta við einu smábloggi.

Mér þykir svo vænt um vini mína og alla jafna að mig verkjar í kroppinn. Fæ svona sæluvímukast og spennist öll upp og oftar en ekki koma skrýtin "íííííískr" hljóð í mér af hamingju.
Fólk sem umgengst mig eitthvað kannast kannski við þetta...

Er ég einsdæmi eða er þetta eðlilegt?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha kannast við þetta :')

Katrín sagði...

já, ég get nú allavega sagst kannast við "ííískr" hljóðið (MR-Bórgó í loftkastalanum e-n tímann í lok janúar) og svo held ég að flestum þyki mjög vænt um vini sína og þess vegna ert þú ekkert einsdæmi þó þú sért auðvitað einstök :D

Katrín sagði...

Þetta átti auðvitað að vera Borgó en ekki Bórgó og get ég afsakað þessa vitleysu mína með því að segja að stærðfræði hefur átt hug minn allan í dag og þó er ég engu nær um gildi x í flest öllum jöfnum sem ég hef reynt að leysa, o jæja, þetta reddast svo sem (ætla ég allavega rétt að vona)

Brynhildr... sagði...

jáhh Katrín nú get ég sagt, þar sem ég er nú reynslunni ríkari, að það er ekki alltaf allt sem reddast ;)~=\

Nafnlaus sagði...

Eitthvað kannast ég við þetta ískur!!
Mér finnst það flott..;) Ég er svo einstaklega "cool" í dag (cool er tökuorð, samræmt á morgunn). Ég er neflinlega einstaklega kúl á þann hátt að ég leyfi öðrum að vera kúl, til dæmis eru danir nörd! Íslendingar eru kúl. Þetta var út fyrir efnið, allavega þar sem ég er svo gjafmild á kúlið þá sakl ég gefa þér smá hlut úr því þannig ískrið þitt er svona líka svaaakalega kúl! Set bara upp gleraugun sko..

Brynhildr... sagði...

hahaha já Bryndís þú ert ógeðslega kúl ;) ég tek að ofan fyrir kúlinu þínu.

Nokkrar myndir