mánudagur, maí 01, 2006

Papaball - Pabbaball!

Ég var að læra á laugardaginn alveg í kapp við tímann og svo þegar lærdómnum lauk þann daginn horfði ég á Mission Impossible í sjónvarpinu. Það var um 12 leytið og ég lá úrvinda upp í sófa. Eða svo hélt ég. Ég ætla snemma að sofa í kvöld, hugsaði ég með mér en á þeirri stundu hringdi síminn.
Þetta voru Sandra og Sigga að biðja mig um að koma á ball með Pöpunum. Ég hugsaði málið og ákvað að slá til, ég átti það skilið að skemmta mér aðeins! Er búin að baila á flest öllum viðburðum nýlega og hef bara legið heima hjá mér í tölvunni og horft á bíómyndir og þætti.
EN þannig var það að Sandra hringdi og ég ákvað að standa upp og klæða mig og skella mér á papaball. Fórum heim til Siggu, púðruðum okkur aðeins (þó það þurfi nú ekkert þar sem við erum svo ómótstæðilega fallegar) og klæddum okkur í dress og vorum svo mættar á ballið. Mikið af fullorðnu fólki þarna, mömmum og pöbbum(pabbaball). Það var samt skemmtilegt. Vorum allar í banastuði þegar á gólfið kom og við dönsuðum undir trylltum trumbuslætti. Það var gaman. Dönsuðum við margan manninn og allir voru kátir. En svo lauk ballinu alveg fáránlega* snemma. Kannski maður hafi bara skemmt sér svona vel... en ég hef heyrt að Paparnir spili stutt. Var komin heim um 4 leytið af því ég vildi auðvitað ekki fara í nein eftirpartý.

Held að nýja viðhorfið mitt gagnvart skemmtunum sé: "Farðu á fáar góðar skemmtanir frekar en margar óskemmtilegar. ";) Því að ef maður er sífellt að skemmta sér verður það ekkert spes lengur. Ekki eins, allavega. Kannski það ég bara ég samt. En ég er sátt við þetta.

Á morgun er stærðfræðipróf sem ég hef enga löngun til að taka. En þar sem þetta er Vorprófið og ég hef engra kosta völ, nema ég vilji segja MR upp! Nei.. það verður ekki núna, ekki á næsta ári og hvað þá því þarnæsta! Mí gónna dú ðíss! Æ kan dú it!

*Þakka fyrir góða skemmtun um helgina
*Ég vil einnnig þakka bekkjarsystkinjum
mínum innilega fyrir þennan góða vetur,
gerast smá væmin og játa ykkur ást mína:
Ég elska ykkur öll!
*Skólinn er búinn og aðeins prófin eftir ójá!
P.S. ég fékk vinnu í póstinum og mun fá vinnu hjá Little Ceaser's. Sumarvinnunni reddað! ;)

3 ummæli:

Katrín sagði...

Til hamingju með vinnuna og engar áhyggjur með prófið, þetta reddast ;)

Nafnlaus sagði...

Aww :):) takk fyrir FRÁBÆRAN vetur sömuleiðis :D Þú ert æði pæði :):) tíhíhíhí... Ég er líka algjörlega sammála þessu nýja lífsviðhorfi þínu..allt er gott í hófi :P

Brynhildr... sagði...

hehe já ég var orðin frekar leið á því að "fara útálífið" núna í byrjun ársins but it's all coming back now! Fegðin yfir skólalokum fæ ég ekki lýst með orðum.

Nokkrar myndir