Jæja nú má ég til með að blogga. Var rétt í þessu að stíga inn um þröskuldinn heima hjá mér eftir Stórmagnaða tónleika með Roger Waters. Alveg frá því að ég frétti að Roger Waters kæmi til Íslands að spila ætlaði ég að kaupa miða en það komst svo aldrei í verk. En það var allt í góðu þar sem fjölskyldan skellti sér bara á VIP svæði, "þar sem allt snobbliðið var", að sögn Matthíasar, sem var boðið með. Þetta var mín fyrsta upplifun á svona fínum stað þar sem fríar veitingar voru í boði frá meistarakokkum og frítt áfengi allt kveldið. Gaman að segja frá því að það var svona einskonar súkkulaðigosbrunnur með heitu rennandi suðusúkkulaði sem maður gat gætt sér á með jarðarberjum og ananas og melónum. Lostæti allt saman. Svo voru tónleikarnir sjálfir ekki af verri endanum. Um 16.000 trylltir aðdáendur fylltu Egilshöllina og hituðu hana vel upp. Nógu vel þannig það þurfti enga upphitunarhljómsveit. Roger Waters og teymið hans spiluðu margt af því besta með Pink floyd og showið var hreint stórkostlegt. Hann skaut því inn með einu lagi þar sem hann sagði frá því hvernig fjölskylda í Afganistan breytti hugarfari hans gagnvart landinu og sinni eigin þjóð. Hversu illræmt mannfólkið gæti verið að ráðast á heila þjóð sem hefur ekkert illt í huga og hann var hissa á því hversu gestrisið og gott fólkið var. Deildi því litla sem það átti með honum og leyfðu honum að sofa á rúminu sínu. Þegar hann var 17 ára varð hann sumsé algjörlega andvígur stríðum býst ég við. Þetta var rosalega falleg saga sem var birt á skjánum í myndasöguformi. Góð stefna hjá honum að lýsa því yfir svo stórum hópi fólks að maður ætti að vera á móti þessu og áhorfendur fylgja skoðunum hans. Þetta hlýtur að hafa mikil áhrif.
En allavega. Þetta var sumsé allt glæsilegt og mergjað og ýktað kúl svo ég segi nú ekki meir.
Takk fyrir mig og afsakið bloggleysið.
Brynhildur ("Pink Floyd'isti")
5 ummæli:
stórkostlegt kvöld :D
Flott blogg. Og hvernig fékkstu VIP passa? :|
Og það var btw, Líbanon. Hann var í Beirút. ;)
Bendi annars á þessa grein sem ég skrifaði um tónleikana: http://www.mania.stuff.is/index.php?subaction=showfull&id=1150243534&archive=&start_from=&ucat=7&
vávávává! vá!
En Brynhildur? Ertu ennþá að læra?
Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt Karen!;)
Skrifa ummæli