sunnudagur, desember 31, 2006

Myndasíða

ég var að reyna að setja upp enn eina myndasíðuna.
Er enn ekki búin að læra alveg á kerfið en... enginn skaði skeður!

Það eru bara komnar einhverjar myndir úr tölvunni hans pabba en ég kaupi kannski myndavél á nýja árinu svo að það verða teknar myndir við fleiri tækifæri.

En mig langar samt að óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að allir skemmti sér vel í kvöld og á nýársnótt.

http://www.flickr.com/photos/brynka/

Gjössovel.

laugardagur, desember 23, 2006

Greindarvísitölupróf

Congratulations, Brynkz!
Your IQ score is 133


This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others. Your Intellectual Type is Visual Mathematician. This means you are gifted at spotting patterns — both in pictures and in numbers. These talents combined with your overall high intelligence make you good at understanding the big picture, which is why people trust your instincts and turn to you for direction — especially in the workplace. And that's just some of what we know about you from your test results.

Yup, þetta eru niðurstöður mínar úr greindarvísitöluprófinu sem Atli, frændi minn góður, benti á á bloggsíðunni sinni -> www.blog.central.is/851
Mér fannst hann nokkuð góður að vera með 122 í greindó en ég sló honum víst við. Varð samt vör við að hafa óvart krossað við vitlausa möguleika hjá örfáum spurningum þannig að ég ætti jafnvel að vera enn hærri!
Húrrum fyrir því. Þetta var örlítil uppörvun fyrir mig eftir að hafa séð slæmu einkunnirnar mínar í skólanum en það verður ekki fjallað neitt nánar um þær.

Langar að óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka innilega fyrir það liðna.

GLEÐILEG JÓL!
-Brynhildur.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Nibbb

komst ekki í þessa Ameríkuferð þar sem búið var að velja úr þeim 70 sem þegar höfðu sótt um.
Issss.....
Bömmer. Kannski næst.

föstudagur, desember 15, 2006

Amríkuferð ?

Hvernig sérð þú fyrir þér Brynhildi í Ameríku?

Gæti verið spennandi!
Gæti gerst næsta haust!;)

Icelandics on Ice (IOI) óskar eftir starfsfólki/knöpum

Ég sótti um.
Vonum það besta.

- Takk!



Íssýning? Hummm.....

mánudagur, desember 11, 2006

Beta blogger er málið

Djö ég er ánægð með þetta nýja öppgreid hjá Bloggernum.
Nú er allt mun auðveldara.
Nýja lúkkið mitt um daginn var ekki alveg að taka sig nógu vel út þar sem kommentin fóru í rugl og allt var í hassi.
Þetta er ég ánægð með, nú get ég farið að dunda mér í jólafríinu... sem er þó enn ekki komið.
Ég á núna fjögur próf eftir og það er allt komið í rólegheit ef miða á við seinustu tvær-þrjár vikur.

Áðan var ég að taka strætó heim frá Ártúni. Að þessu sinni átti strætóinn minn að koma 9 mínútur yfir. Ég kom þarna alveg eina mínútu í þá klukkustund sem leið þannig að ég var fremur örugg með tíma. Stóð þarna í köldu strætóskýlinu og beið í örvæntingu eftir strætisvagninum sem virtist ekki vilja láta sjá sig. Klukkan var orðin fimmtán mínútur yfir og ég farin að blána í framan og fingurnir hættir að geta haldið í pokann sem ég bar, og enn lét strætó ekki sjá sig.
Þar sem ég er alveg últra þolinmóð manneskja þá sagði ég mér sjálfri bara að klukkan á símanum mínum væri nokkrum mínútum fljótari en strætóklukkan. Og enn leið tíminn...
Fjórum mínútum síðar sá ég glitta í þann gula, sármóðguð og óþolinmóð. Nú skyldi ég sko láta bílstjórann heyraða!
En þrátt fyrir tíu mínútna seinkun og tuttugu mínútna bið í köldu strætóskýli var ég of fegin að stíga upp í strætisvagninn til þess að hella mér yfir aumingja strætóbílstjórann.

Hvað er samt málið með að eini strætóinn sem kemur Alltaf of seint sé einmitt sá sem ég þarf að taka?

miðvikudagur, desember 06, 2006

Skuggsýnt yfir

Ég hélt að ég hefði hlakkað til prófanna.
Það var einhver bjartsýni...

Prófin virðast endalaus.

sunnudagur, desember 03, 2006

Free Hugs! -> tjékkit

Mér fannst þetta ótrúlega fallegt. Lætur manni sannarlega líða vel og vilja breyta til hins góða. Til allra þeirra sem langar í knús: Takið utan um þá sem ykkur þykir vænt um.

Skoðið FREE HUGS hér.

Mig langar allavega að faðma alla sem mér þykir vænt um núna.
-Takk!

Nokkrar myndir