* að vera í góðra vina hópi
* að liggja ein heima með Kisa og slaka á þegar mér finnst ég eiga það skilið
* að vera hjá hestunum mínum og horfa á það hvernig þeir haga sér
* að spila á nýja fína pianoið mitt
* að eiga svæfil
* að sjá hvernig allir í kringum mig hafa uppskorið vel því sem þeir hafa sáð
* að heilsa upp á fólk sem ég hef ekki heyrt í eða séð lengi
* að sjá aðra brosa
* að sjá vorið koma og fuglana syngja
* allt fólkið mitt, vini mína og kunningja
* alla persónulegu hlutina sem ég hef safnað í gegnum árin
* það þegar fólk segir mér að ég skipti það máli
* heimahaga mína
* alla þá litlu hluti sem gefa manni smá hamingjuboozt
* að vita að öðrum líði vel
________________________________________________________________
Ég vil líka óska Tatiönu til hamingju með afmælið í dag. Hún er orðin sautján ára litla skonsan.
sunnudagur, apríl 15, 2007
mánudagur, apríl 09, 2007
Misskilningur getur verið snúinn
* Á föstudaginn sendi ég frænda mínum sms, spurði hann hvort hann og Berglind kæró ætluðu ekki að koma til mín í partý í Hvammi og fara svo með á ball í Ölfushöll.
- ,,Neibbs, förum ekki á tad.. en hvada ball er tar? - Ásgeir"
* Ég svaraði því að það væri bara eitthvað ball og að ég ætlaði að vera með fyrirpartý og spurði aftur hvort hann ætlaði ekki að koma. (sendi óvart í vitlaust númer)
-,, .?.?.?. Fyrirparty ? Do I know U ?"
* Ég hélt hann væri að stríða mér með því að gefa í skyn að ég væri alls ólíkleg til að halda fyrirpartý svo ég hlæ á móti og spyr hvort hann sé ekki með nýja númerið mitt.
- ,,uuu.. ha.. ju ég er med numerid hjá tér.. :S
ég skil ekki alveg? - Ásgeir"
* Ég spyr hann hvort hann hafi ekki fengið smsið frá mér deginum áður (aftur óvart í vitlausa númerið)
- ,,Nei ekkert SMS i gaer...
Hver ert thu ?"
* Ég hlæ enn meira og kynni mig og spyr aftur hvort hann ætli ekki að koma (aftur í vitlausa númerið).
-,,Kannast ekki vid thig...
Kvedja
Kingo."
Þegar ég hafði uppgötvað vitleysuna sprakk ég úr hlátri en nennti ekki að leiðrétta misskilninginn og hélt bara mitt partý án frænda míns.
Það var gaman. Myndir verður hægt að nálgast á síðu "hörðu stelpnanna" og badehose.bloggar.is þegar ég mun koma heim í heiðardalinn...
Gleðilega páska!
- Brynkz
- ,,Neibbs, förum ekki á tad.. en hvada ball er tar? - Ásgeir"
* Ég svaraði því að það væri bara eitthvað ball og að ég ætlaði að vera með fyrirpartý og spurði aftur hvort hann ætlaði ekki að koma. (sendi óvart í vitlaust númer)
-,, .?.?.?. Fyrirparty ? Do I know U ?"
* Ég hélt hann væri að stríða mér með því að gefa í skyn að ég væri alls ólíkleg til að halda fyrirpartý svo ég hlæ á móti og spyr hvort hann sé ekki með nýja númerið mitt.
- ,,uuu.. ha.. ju ég er med numerid hjá tér.. :S
ég skil ekki alveg? - Ásgeir"
* Ég spyr hann hvort hann hafi ekki fengið smsið frá mér deginum áður (aftur óvart í vitlausa númerið)
- ,,Nei ekkert SMS i gaer...
Hver ert thu ?"
* Ég hlæ enn meira og kynni mig og spyr aftur hvort hann ætli ekki að koma (aftur í vitlausa númerið).
-,,Kannast ekki vid thig...
Kvedja
Kingo."
Þegar ég hafði uppgötvað vitleysuna sprakk ég úr hlátri en nennti ekki að leiðrétta misskilninginn og hélt bara mitt partý án frænda míns.
Það var gaman. Myndir verður hægt að nálgast á síðu "hörðu stelpnanna" og badehose.bloggar.is þegar ég mun koma heim í heiðardalinn...
Gleðilega páska!
- Brynkz
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Sigurvegarar músíktilrauna
Ég má til með að óska Andra félaga mínum og strákunum í Shogun til hamingju með sigurinn á Músíktilraunum á laugardaginn 31. mars og láta klippu úr kastljósi ríkissjónvarpsins fylgja með:
Viðtal við Shogun
En ég labbaði held ég inn á <3 Svanhvít!, hljómsveitina sem var í öðru sæti niðrí skóla um daginn þegar liðið var að æfa sig og að sjálfsögðu óska ég þeim líka til hamingju með árangurinn. :)
En ég labbaði held ég inn á <3 Svanhvít!, hljómsveitina sem var í öðru sæti niðrí skóla um daginn þegar liðið var að æfa sig og að sjálfsögðu óska ég þeim líka til hamingju með árangurinn. :)
mánudagur, apríl 02, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)