mánudagur, apríl 09, 2007

Misskilningur getur verið snúinn

* Á föstudaginn sendi ég frænda mínum sms, spurði hann hvort hann og Berglind kæró ætluðu ekki að koma til mín í partý í Hvammi og fara svo með á ball í Ölfushöll.

- ,,Neibbs, förum ekki á tad.. en hvada ball er tar? - Ásgeir"


* Ég svaraði því að það væri bara eitthvað ball og að ég ætlaði að vera með fyrirpartý og spurði aftur hvort hann ætlaði ekki að koma. (sendi óvart í vitlaust númer)

-,, .?.?.?. Fyrirparty ? Do I know U ?"


* Ég hélt hann væri að stríða mér með því að gefa í skyn að ég væri alls ólíkleg til að halda fyrirpartý svo ég hlæ á móti og spyr hvort hann sé ekki með nýja númerið mitt.

- ,,uuu.. ha.. ju ég er med numerid hjá tér.. :S

ég skil ekki alveg? - Ásgeir"

* Ég spyr hann hvort hann hafi ekki fengið smsið frá mér deginum áður (aftur óvart í vitlausa númerið)

- ,,Nei ekkert SMS i gaer...

Hver ert thu ?"

* Ég hlæ enn meira og kynni mig og spyr aftur hvort hann ætli ekki að koma (aftur í vitlausa númerið).

-,,Kannast ekki vid thig...

Kvedja
Kingo."

Þegar ég hafði uppgötvað vitleysuna sprakk ég úr hlátri en nennti ekki að leiðrétta misskilninginn og hélt bara mitt partý án frænda míns.
Það var gaman. Myndir verður hægt að nálgast á síðu "hörðu stelpnanna" og badehose.bloggar.is þegar ég mun koma heim í heiðardalinn...

Gleðilega páska!
- Brynkz

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég lenti einu sinni í að fá sms frá ókunnugum manni, sem vildi vita hvar í ósköpunum ég væri. Ég taldi þetta upphaflega vera kunningja minn þannig að ég svaraði spurningunni samviskusamlega. Síðan eftir nokkur dæmalaust ruglingsleg skilaboð fattaði ég hvernig lá í þessu – án þess, sem betur fer, að lenda á stefnumóti með manninum.

Brynhildr... sagði...

hehe... já.
Ég er reyndar líka hringt heim til frænda minna og spurt um Andreu vinkonu mína. En það var bara af því að ég var annars hugsi og gleymdi hvert ég var að hringja :)

Nokkrar myndir