mánudagur, nóvember 01, 2004

Halló halló

Góða kvöldið.
Var að uppgötva það að salatið sem ég hef borðað með steiktum fiski síðan ég man eftir mér þekkja ekki allir.
Mamma var að segja mér að amma hefði búið þetta bara til. :O
ótrúlegt.! Rifnar Gulrætur, rófur og rúsínur og svo bituð epli og appelsínur saman sett =D Mér ffannst skrýtið að fólk vissi ekkert hvað ég var að tala um þegar ég var í heimilisfræði einn daginn..:S
Hehh.. svoldið kjánalegt.

Allavega.. Skólinn byrjaði á ný í dag. Það var fínt marr.. ekkert erfiði eða púl.! Átti samt erfitt með einbeitingu og þegar ég kom heim var svo miklu betra að læra það sem ég átti eftir.! Engin truflun eða neitt... eða var reyndar hjá Matta og systir hans var grenjandi allann tímann og Hann labbandi um að tala við mig en samt meira við sjálfann sig í counter-strike. Hehehe var ekkert á því að svara honum af því að ég gleymdi mér bara alveg í lærdómnum.!;P
Gaman að því.. það er víst bara gaman að læra þegar maður pælir í því.!:O vííí.!

sunnudagur, október 24, 2004

Hvammsferð

Vaknaði kl níu í morgun við öskurapana þau mömmu og pabba.
Þau ætluðu austur og þurftu endilega að draga mig með.!
Jæja.. þetta var ekkert svo slæmt, heilsaði fólkinu bara, borðaði ágætis mat og hafði bara gaman af því að hafa Klöru (köttinn þeirra) hangandi á öxlinni meiri hluta dagsins.
Við Marissa ætluðum að vera duglegar að læra en það er algjörlega vonlaust þegar maður er truflaður svona mikið plús það að það var MYNDAVÉl þarna og við báðar eitthvað að farast, misstum okkur svo í einkurju flippi en þetta var svo allt bara misheppnaðar myndir eftir allt.
Tókum nokkrar skemmtilegar myndir þegar við vorum eitthvað að einhverfast Atli fór í peysuna mína sem var alveg vel þröng á hann og dansaði svo eins og einkur algjör hommi með perrasvipinn sinn!:D ojjj hehehe Svo var ég í einkurri silkuskyrtu með leðurbindi og í leðurjakkanum hans Arnar pabba strákanna. Var með svona Harley Davidson drehúfu og gleraugu alveg að fýla mig :D;P hehehe. blalalala
En jáhh þetta var alveg ágætt.

Var svo hjá Matta í gær og uppgötvaði að hann var búinn að installa GTA VC hehe og ég eitthvað hooooo nei í alvöru!!:O alveg þvílíkt happy og ætlaði í hann og svo þurfti hann að vera með sína frekju ;):P og byrja á undan mér og eitthvað blibli. Urðu alveg þvílík slagsmál þetta kvöld um þennan leik :D;* Geggjuð snilld :P Svo þurfti ég að reka olnbogann minn í olnbogann á honum og ég er með svona lika feita kúlu á Olnboganum og verkjar í hann..=En það skiptir voða litlu hehe þetta var bara gaman^o):P og jáhh víííí..!!!

föstudagur, október 22, 2004

Blalalalalalla

Tók eftir því að seinustu tvö blogg byrjuðu víst á sama hátt og ætlaði bara að passa að byrja ekki þriðja bloggið á sama hátt.

Var eitthvað hangandi í gær þegar Matti stakk uppá því að leigja spólu. Rölti upp í Snæland og í nokkurn tíma stóðum við þarna og rifumst um hvaða myndir yrðu fyrir valinu.
Tókum svo Troy og einkurja aðra mynd sem ég man ekki eitthvað.. time* eitthvað man ekki hvað. Var í smá svona eyðslu stuði og keypti mér ís og fór svo á Subway en það kostaði mig bara 150 kr. þar sem ég var með svona kort og keypti bara Sptrite og eitthvað jeij, en sleppum díteilunum. Fórum eitthvað aðeins til mín að hommast, ég eitthvað að spila á pianoið og læti.. jee á alveg framtíðina fyrir mér í essu..^o)
En svo bara fórum við að sækja Fanney og horfðum svo á Troy sem ég var búin að sjá og eitthvað blibli..
Svo um kvöldið sá ég að ég var búin að TÝNA SÍMANUM MÍNUM!!! :'( Sorg ójá.. algjör sorg og blóm og athöfn og.. jáhh eða nei ekki alveg..^o) úff... Fór bara í counter-strike til að fá útrás.. heh.
En já týndi sumsé símanum mínum og hann þurfti endilega að taka uppá því að vera batterís laus akkúrat þennan dag! Þannig það dró úr líkunum til að finna hann aftur. Gæti verið í strætó eða hvar sem er.!:O Bara ef einhver rekst á síma þá bara að láta mig vita..ô) jeij.. heh

Helgin á að leggjast bara ágætlega í mig. Ætlað eyða líklega meiri hluta hennar með honum Matthíasi og eitthvað jeij grr...^o) meoW*
Ætla að lauma einkurju skóladóti með þar sem ég læri best þarna..:S Jíj!! Það verður bara partý hjá okkur Matta og Fanneyju hehehe yeah* en jámm.. æji nenni ekki að skrifa neitt meir..8-)
Bara.. Later.!;P blehh..

Brynhildur

fimmtudagur, október 21, 2004

hi..!

Jeij ok þetta Date-ball varð mér verulega fyrir vonbrigðum. Hélt að 200þús. naglbítar væru betri en þetta. En þetta var ágætt.. jájá, en er svoldið sammála mér um það að það var alltof mikið af litlu fólki þarna!!:
Maður fékk bara minnimáttarkennd.. eða ég þarf sem ég er ekki mikil manneskja í mér.

Dagurinn í dag mun örugglega ekki vera mjög tilbreytingamikill..
Er farin að verða alvarlega löt og úrill á óhenntugum tímum. Ef það eru til henntugir tímar fyrir svoleiðis..?

Aron frændi minn var svo duglegur og indæll að hjálpa mér með að setja upp þetta blogg þar sem ég var ekki alveg að fatta hvað maður ætti að gera og í stað þess að blogga hef ég búið til óendanlega mörg ný blogg. :S
Þetta er allt að koma og ef ég nenni þá held ég að það gæti eitthvað orðið úr þessari síðu. En það er náttúrulega bara persónubundið hvað fólki finnst. Jáhh.. hef þetta bara fínt í dag..

Brynhildur.

miðvikudagur, október 20, 2004

humm...

Jeij ok er ekki viss með þetta.. er bara að læra á þetta en hef Eiginlega engann tíma til þess í kvöld þar sem ég er að fara á Date-Ballið í Hlégarði.. og eitthvað jeij.
Ætlum nokkur að mæta til Sölku Völku og hafa smá svona forpartý* eins og ég kýs að kalla það. Ætlum bara að taka okkur til þar og panta pizzu og eitthvað svona í okkar sakleysi.
Svo verður bara þetta blessaða Dansiball, 200þús. Naglbítar ætla að vera á svæðinu og halda uppi fjörinu. Mér skilst samt að það eigi einhvern lítil hljómsveit að hita upp fyrir þá. Er samt ekki viss um að það verði nokkur.
En já.. vonandi verður þetta bara gaman.

Takk takk
Brynhildur..

Jáhh

halló..?

Nokkrar myndir