miðvikudagur, maí 04, 2005

Læra Afmæli Læra!

Samræmd próf

Komst að því fyrir tveimur dögum að mamma og pabbi ætla að yfirgefa mig á afmælisdaginn minn til að fara til London.
Ekki nóg með það að þau verða eigi hér á mínum 16 ára afmælisdegi, heldur verða þau ekki viðstödd til að halda í mér lífinu fyrstu tvö samræmduprófin. Hvernig geta þau gert manni þetta!?!?!:O Aldrei til staðar þegar þeirra er loksins þörf.
Þetta hefur valdið alveg ágætis áfalli þar sem ég þarf þá, fyrir utan að læra eins og brjálæðingur seinustu daga áður en prófin skella á, að sjá um 7 hesta sem bíða eftir að vera hreyfðir, látnir út og fá að borða. Jei. Spennandi dagskrá framundan alveg hreint!
En svona er bara lífið ekki satt? Býður upp á margt óvænt á hverjum degi sem líður.
Er að reyna að undirbúa mig undir þessi próf. Svo mikið gert úr þeim, að mér finnst, en samt líður mér eins og ég eigi aldrei að standa mig nógu vel í þeim!
Þetta er það sem ruglar mig aðallega í rýminu. Rosalegt sjálfsálit eins og ég eigi eftir að rústa þessu á milli þess sem mér finnst eins og ég eigi eftir að falla.
Langar í rauninni bara að ljúka þessu af svo þetta verði afstaðið og þá fer þessi langvarandi þreyta, mæði og leti. -Vonandi.
Veit samt ekki með letina. Hún er yfirleitt alltaf í sama hámarki.

Pianoprófi var frestað fram í lok maí. Svo ég geti haft eitthvað mér til dundurs eftir prófin.
Reyndar bara af því að ég hef ekki nennt að æfa mig svo að ég hafi fullkomnað verkin sem ég á að spila

Afmæli á morgun og það verður gaman.
Veit samt ekki hvort maður eigi að halda eitthvað uppá það fyrr en seinna.
Hef bara eitthvað sprell. Nettan dag. Frídagur, afmæli en þarf að læra örugglega mest allan daginn.
Jíííí

En þetta er orðið fínt.
Vonum bara að þetta blessist allt!~=)
Brynhildur

Engin ummæli:

Nokkrar myndir