föstudagur, maí 20, 2005

It's Been A While

Halló fólk. Veit að það er alveg skuggalega langt síðan það var bloggað síðast

Samræmdu prófunum lauk á miðvikudaginn þann 18. maí. Vei loksins. Skrýtið að ég kveið ekkert fyrir þetta. Ég hlakkaði bara meira til að þetta væri allt búið =)


En jæja.. heyrðu já vinkonur mínar voru að keppa seinustu helgi og stóðu sig eins og alltaf með prýði!
Dóra vann fjórganginn og var í öðru sæti í töltinu.
Sigga var í 3. sæti í töltinu og 4. í fjórgang.
Tinna var hinsvegar í 3. sæti í fjórgangnum. ;) stolt af ykkur stelpur mínar.

Reið með Aðalheiði niður í Fák á miðvikudaginn eftir náttúrufræðiprófið. Var víst of sein að koma mér í þessa óvissuferð á vegum bólsins.
En þetta var alveg ágætis ferð til að koma hestunum í form. Fór svo í kjötsúpureið með Marissu í gær. Þegar við vorum komnar þurftum við að borga fyrir súpuna. Pabbi Söndru splæsti á okkur. Allt liðið úr Mosó var þarna saman komið vel í glasi og söng og dansaði eins og hestamönnum einum er líkt ;P
Riðum svo bara heim og eftir þessar tvær löngu ferðir er ég með ónýtan afturenda. Húðin gjörsamlega nuddaðist í burtu og á hnjánum og kálfunum er ég með stór brunasár. Ekki gott...
Nú er ég hjá Matthíasi. Við vorum að horfa á myndina National Treasure =}
Ég hef kannski ekki mikið vit á bíómyndum en mér fannst þessi bara góð skemmtun. Þetta kveikti óneytanlega áhuga minn um sagnfræði. Nú erum við búin að skipuleggja bókasafnsferðir þar sem við ætlum að hittast öll þriðjudagskvöld og lesa okkur til um sögu heimsins.
Ég hef ekki verið dugleg við að blogga seinustu misseri en ætla að reyna að bæta úr því svo að daglegir gestir á þessari síðu.... ef það er einhver... bíðið bara!

laugardagur, maí 07, 2005

Lífið er yndislegt!

Dagurinn í dag.

Kisi er hress, finnst alveg æðislegt að sitja uppá stillas sem stendur á planinu okkar. Baða sig í sólinni og sjá yfir konungríkið sem hann vakir yfir.

Fór á hestbak í gær og það var gaman. Prófaði Loka minn sem ég fékk í fermingargjöf. Hann er svo mikið krútt! Algjör töffari =) Alveg æði! Ætla að láta mynd fylgja

http://mblog.is/mblog/image?imageid=268744&type=IMAGE/JPEG

Þetta er Sumsé Loki þarna lengst til vinstri.

Körfubolti er skemmtileg íþrótt. Man þegar ég var lítil spilaði ég stundum körfubolta með systkinum mínum og fleiri krökkum úr götunni. Það var gaman. Svo var ég alveg að owna í körfubolta í íþróttum í vetur. Svaðalegt! Er svo líka búin að kynnast mörgum nýlega sem hafa áhuga á körfubolta. Það er fínt.

Heyrðu ég fékk alveg æðislegar afmælisgjafir frá mínum bestu vinum =)
Vil endilega þakka fyrir þær hér ;)

Var að læra undir samræmda íslenskuprófið áðan. Rifja upp hætti og myndir og ætlaði að beygja sögnina að prumpa i kennymyndum.
Önni hér sérfræðingur beygði þetta svo fyrir mig og út kom..


ég prumpa
ég pramp
við prumpum
við hofum prompið


En ætla að láta hendur standa fram úr ermum. Leigði mér dönsku myndina "Festen" í gær og ætla að horfa á hana mér til yndisauka.

En ekki gleyma að lífið er yndislegt!
Gangi öllum í 10. bekk alveg gríðarlega vel í prófunum!;)

miðvikudagur, maí 04, 2005

Læra Afmæli Læra!

Samræmd próf

Komst að því fyrir tveimur dögum að mamma og pabbi ætla að yfirgefa mig á afmælisdaginn minn til að fara til London.
Ekki nóg með það að þau verða eigi hér á mínum 16 ára afmælisdegi, heldur verða þau ekki viðstödd til að halda í mér lífinu fyrstu tvö samræmduprófin. Hvernig geta þau gert manni þetta!?!?!:O Aldrei til staðar þegar þeirra er loksins þörf.
Þetta hefur valdið alveg ágætis áfalli þar sem ég þarf þá, fyrir utan að læra eins og brjálæðingur seinustu daga áður en prófin skella á, að sjá um 7 hesta sem bíða eftir að vera hreyfðir, látnir út og fá að borða. Jei. Spennandi dagskrá framundan alveg hreint!
En svona er bara lífið ekki satt? Býður upp á margt óvænt á hverjum degi sem líður.
Er að reyna að undirbúa mig undir þessi próf. Svo mikið gert úr þeim, að mér finnst, en samt líður mér eins og ég eigi aldrei að standa mig nógu vel í þeim!
Þetta er það sem ruglar mig aðallega í rýminu. Rosalegt sjálfsálit eins og ég eigi eftir að rústa þessu á milli þess sem mér finnst eins og ég eigi eftir að falla.
Langar í rauninni bara að ljúka þessu af svo þetta verði afstaðið og þá fer þessi langvarandi þreyta, mæði og leti. -Vonandi.
Veit samt ekki með letina. Hún er yfirleitt alltaf í sama hámarki.

Pianoprófi var frestað fram í lok maí. Svo ég geti haft eitthvað mér til dundurs eftir prófin.
Reyndar bara af því að ég hef ekki nennt að æfa mig svo að ég hafi fullkomnað verkin sem ég á að spila

Afmæli á morgun og það verður gaman.
Veit samt ekki hvort maður eigi að halda eitthvað uppá það fyrr en seinna.
Hef bara eitthvað sprell. Nettan dag. Frídagur, afmæli en þarf að læra örugglega mest allan daginn.
Jíííí

En þetta er orðið fínt.
Vonum bara að þetta blessist allt!~=)
Brynhildur

Nokkrar myndir