föstudagur, maí 20, 2005

It's Been A While

Halló fólk. Veit að það er alveg skuggalega langt síðan það var bloggað síðast

Samræmdu prófunum lauk á miðvikudaginn þann 18. maí. Vei loksins. Skrýtið að ég kveið ekkert fyrir þetta. Ég hlakkaði bara meira til að þetta væri allt búið =)


En jæja.. heyrðu já vinkonur mínar voru að keppa seinustu helgi og stóðu sig eins og alltaf með prýði!
Dóra vann fjórganginn og var í öðru sæti í töltinu.
Sigga var í 3. sæti í töltinu og 4. í fjórgang.
Tinna var hinsvegar í 3. sæti í fjórgangnum. ;) stolt af ykkur stelpur mínar.

Reið með Aðalheiði niður í Fák á miðvikudaginn eftir náttúrufræðiprófið. Var víst of sein að koma mér í þessa óvissuferð á vegum bólsins.
En þetta var alveg ágætis ferð til að koma hestunum í form. Fór svo í kjötsúpureið með Marissu í gær. Þegar við vorum komnar þurftum við að borga fyrir súpuna. Pabbi Söndru splæsti á okkur. Allt liðið úr Mosó var þarna saman komið vel í glasi og söng og dansaði eins og hestamönnum einum er líkt ;P
Riðum svo bara heim og eftir þessar tvær löngu ferðir er ég með ónýtan afturenda. Húðin gjörsamlega nuddaðist í burtu og á hnjánum og kálfunum er ég með stór brunasár. Ekki gott...
Nú er ég hjá Matthíasi. Við vorum að horfa á myndina National Treasure =}
Ég hef kannski ekki mikið vit á bíómyndum en mér fannst þessi bara góð skemmtun. Þetta kveikti óneytanlega áhuga minn um sagnfræði. Nú erum við búin að skipuleggja bókasafnsferðir þar sem við ætlum að hittast öll þriðjudagskvöld og lesa okkur til um sögu heimsins.
Ég hef ekki verið dugleg við að blogga seinustu misseri en ætla að reyna að bæta úr því svo að daglegir gestir á þessari síðu.... ef það er einhver... bíðið bara!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

va matti get a life...!!

Nafnlaus sagði...

hvað meinaru? ég skrifaði þetta ekkert :S en ég tek samt undir það

Brynhildr... sagði...

Okei þakka fyrir jákvætt viðhorf gagnvart mér. En ég bið þá vinsamlega sem hafa ekkert annað að segja en einhvern skandal að gera það annars staðar.

Takk fyrir.

Nafnlaus sagði...

hvað meinaru gagnvart þér? ég var að taka undir það sem dagbjört skrifaði sko?????

Nafnlaus sagði...

ok folk ætti bara að fa ser lif staðinn fyrir að vera að gera þetta...^o) anyways farðu að blogga :D eg var að blogga allastaðara víí

t.d
www.blog.central.is/pancake
www.skonzurnar.tk
www.dabba89.tk
meina hver hefur verið duglegur úff

Brynhildr... sagði...

þú ert líka bara einhverf^o)
þó það sjáist á samtalinu okkar að við erum það báðar =D:P

Ég fer að blogga... nenni því bara aldrei. og svo skrifar enginn í gestabókina..:(

Nokkrar myndir