laugardagur, maí 07, 2005

Lífið er yndislegt!

Dagurinn í dag.

Kisi er hress, finnst alveg æðislegt að sitja uppá stillas sem stendur á planinu okkar. Baða sig í sólinni og sjá yfir konungríkið sem hann vakir yfir.

Fór á hestbak í gær og það var gaman. Prófaði Loka minn sem ég fékk í fermingargjöf. Hann er svo mikið krútt! Algjör töffari =) Alveg æði! Ætla að láta mynd fylgja

http://mblog.is/mblog/image?imageid=268744&type=IMAGE/JPEG

Þetta er Sumsé Loki þarna lengst til vinstri.

Körfubolti er skemmtileg íþrótt. Man þegar ég var lítil spilaði ég stundum körfubolta með systkinum mínum og fleiri krökkum úr götunni. Það var gaman. Svo var ég alveg að owna í körfubolta í íþróttum í vetur. Svaðalegt! Er svo líka búin að kynnast mörgum nýlega sem hafa áhuga á körfubolta. Það er fínt.

Heyrðu ég fékk alveg æðislegar afmælisgjafir frá mínum bestu vinum =)
Vil endilega þakka fyrir þær hér ;)

Var að læra undir samræmda íslenskuprófið áðan. Rifja upp hætti og myndir og ætlaði að beygja sögnina að prumpa i kennymyndum.
Önni hér sérfræðingur beygði þetta svo fyrir mig og út kom..


ég prumpa
ég pramp
við prumpum
við hofum prompið


En ætla að láta hendur standa fram úr ermum. Leigði mér dönsku myndina "Festen" í gær og ætla að horfa á hana mér til yndisauka.

En ekki gleyma að lífið er yndislegt!
Gangi öllum í 10. bekk alveg gríðarlega vel í prófunum!;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Viss um að þessi mynd sé við hæfi? :O

Nafnlaus sagði...

haha já hesturinn með liminn lafandi greyið

Nafnlaus sagði...

Þú ert ógeðsleg

Nokkrar myndir