Tók eitt af þessum prófum á netinu sem á að segja manni hvernig maður er. Eins og allir vita þá er þetta bara eintómt rugl og vitleysa en þetta getur orðið skemmtilegt.. held samt að þetta test sem átti að birtast hér að neðan sé eitthvað að klikka svo ég sýni það með aðeins öðruvísi móti...
How Good are you at Certain Things?
Name - Brynhildur
Age - 16
Favorite Color - Green
Nickname - Brynka
Sex - 73%
Romance - 43%
Self - Control - 5%
Kissing - 40%
Cuddling - 68%
Kinkiness - 18%
This QuickKwiz by KillianO - Taken 1469458 Times.
Annars segi ég fínt. Vinnan hófst í gær og ég og Sandra erum búnar að standa okkur alveg rosalega vel. Erum að vinna í reiðskólanum hjá Beggu hinni góðkunnu. Elías er búinn að vera að stjórna okkur nema hvað hann er alltaf upptekinn við að tala í símann þannig að við komumst lítið áfram. Samt afrekuðum við það í dag að rífa upp heila girðingu! Rúlla upp heilum helling af gaddavír og safna saman spýtnabraki og rusli. Í gær bárum við á hnakkana en hin eiginlega vinna byrjar á mánudag þar sem við verðum leiðbeinendur fyrir litla krakka sem fá að hoppa á bak aumingja hestunum sem starfa við skólann...
Samræmdu prófin gengu einnig vel. Ég er nokkuð ánægð miðað við hvað ég lagði litla vinnu í þetta allt saman. Meðaleinkunn 8 og hæsta einkunn 9.5 í Stærðfræðinni sem gekk vel bara vegna þess hvað Pétur er góður kennari. Nú er stefnan bara á MR og ætla ég að rúlla upp öllu. Þó veit ég að ég á eftir að skjóta mig sjálfa í fótinn þar sem ég er ekki búin að byggja mig vel upp seinustu árin.. Í menntaskóla þarf maður nefnilega að beita alvöru vinnubrögðum! Skilst mér allavega.. En ég læri þetta bara. Verð með Fartölvu mér við hönd og pikka hvert einasta orð sem kennararnir segja inná tölvuna og seifa inn á læst skjalasafn!
Svona er lífið í dag. Útskriftin á að vera eftir um það bil 40. mínútur og ég er ennþá í vinnugallanum þar sem ég var að hamast og djöflast til klukkan 18:00 og er hreinlega of þreytt til að lyfta peysunni yfir höfuðið..
Takk fyrir mig samt sem áður og ég lofa að blogga fljótlega aftur~=)
- Brynhildur
fimmtudagur, júní 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
hæjjj:D hehehe frabært hvað þu fekkst a profonum eg er svo stolt af þer:') sniff* en ja koddu ut að leika foli..;) meow...:P
va hvað þetta er vangefið eg skrifaði nafnið mitt;( eg dagbjört:)
vá æstir aðdáendur útum allt!
I love it!
mín síða er ekkert rassgat ljót brynhildur
jú víst! gerðu eitthvað við hana hún er forljót og þú veist það!
Skrifa ummæli