Góðan og blessaðan daginn félagar...
Gærdagurinn var hreinn snilldardagur. ég föstudögum skiptumst við á að fara fyrr heim úr vinnunni og nú var komið að mér og Leó. Sem er hinn fínasti gæji. Við hjálpuðum eftir hádegi hópnum af stað. Kristín farin upp í sveit þannig Sandra fór ein með Svölu. Við Leó fórum á berbaki til að stækka girðinguna. Ég á Hnappi og hann á Smartfara. Æðisgengnir gæðingar. Við skildum þá eftir með beislin og allt uppí sér og komum svo hlaupandi að þeim og hoppuðum uppá þá eins og maður sér í Villta vestrinu!;) Svaka fjör. Tókum svo nokkra snúninga í hverfinu. Hittum á félaga Leós.. sem að mínu leiti eru ekki alveg besti félagsskapurinn! ÞAU STÁLU HJÓLINU MÍNU!!! pff... ég alveg hneyksluð en sallaróleg. Sagði stúlkukindinni bara að drattast með það upp að kofadyrum og skilja það eftir þar. Riðum svo á harðastökki gegnum hverfið og heim til Leós. Ég teymdi Smarta heim aftur og svona skemmtilegheit. Eða skemmtilegheit..? Gleymdi að minnast á að við þurftum að týna þriggja vikna gamalt rusl uppúr ruslatunnunni og setja í poka til að dröslast með það uppá Sorpu! Ekki góð lykt.. ég með mínar snilldarhugmyndir að teypa bara pokann við tunnuna og sturta svo yfir. Gekk ekki alveg og ruslið útum allar trissur. Og þessi líka skítalykt! Leó teypaði hettuna sína fasta um hausinn og yfir nefið á sér. En svona er þetta ánægjulegt.
Komin með þrjátíuþúsund krónur útborgað..
Svo var ég að skipta yfir í ogvodafone. Svakafréttir þar sem ég fæ kannski bara vinnu hjá fyrirtækinu í kaupbæti! =D
Saga reddari. Fæ þá aðeins meiri pening fyrir sumarið. Og Matti og allir bara með í þessu!~=)
Við Matti fórum svo í bíó til að halda upp á þetta. "Guess who" var myndin sem við sáum í þetta skiptið. Ég eins og einhver algjör vælukjói grenjandi yfir hálfri myndinni. Kom mér sjálfri á óvart reyndar :S
Tatiana farin út til Boston! Marissa kemur svo þangað í vikunni. Og þaðan fer hún svo í Harvard. Ég er ekki alveg með þetta á hreinu en held að þetta sé svona.
Svo er það bara Svíþjóðin í ágúst!:D
Sagði vinnuveitanda mínum, Elíasi frá því að ég fengi frí á þessum tíma og hann varð alveg blár í framan! Svo ég lofaði að stytta aðeins þetta þriggjavikna frí sem ég var búin að koma mér upp.
Það verðru ánægjulegt að labba upp tröppurnar fyrir framan MR í haust. Farin að hlakka verulega til. :)
En þangað til næst! Hafið það gott ;)
laugardagur, júlí 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jæææja...verð að commenta eitthvað fyrst þessir vinir þínir eru svona latir í því..en hef ekki mikið að segja..:S Ég fer allvega aldrei frá símanum..;)
Skrifa ummæli