Seinustu daga hefur veðrið ekki verið ýkja gott. Rigning og leiðindi og svo þegar sólin reynir eins og hún getur að skjóta smá geislum á landið til að fegra upp daginn koma þung ský og hella sér yfir.
Það er samt ekki hægt að láta það á sig fá. Alltof margt að gera.
Gaman að segja frá því að ég var að byrja hjá ogvodafone! Mjög spennandi starf og vel launað. Enda yfirvinnukaup þannig verð bara vellrík eftir sumarið. Ánægjan blossar upp*
Aðalheiður átti afmæli í gær og við Sandra tókum okkur til og skutumst í bæinn með henni til að halda upp á þennan hamingjudag í lífi okkar allra. Fórum á Fridays og þurftum að bíða alveg endalaust eftir okkar þremur "börrum" og "fröllum" með ;P
Svo var mér litið á klukkuna. Hún var nærri orðin átta og við, sem ætluðum í bíó, rifum í okkur hamborgarana og hlupum naumast út af staðnum til að troða okkur inn í biðröðina sem náði út að úti dyrum á smáralindinni. Skelltum okkur á Mr. and Mrs. Smith sem kom mér virkilega á óvart.
- Allir á heimilinu eru að pakka niður draslinu sínu þar sem helmingur fjölskyldunnar er að flytja niður í bæ.
Stórframkvæmdir eru í vændum og miklar breytingar á húsinu eiga eftir að eiga sér stað. Fengum nefnilega fíniríis arkitekt til að teikna upp húsið á ný og nú á að fara að rústa veggjum í stofunni til að byggja upp húsið lengra inn í garðinn.
Það verður spennandi að sjá framhaldið af þessum gríðarlegu framkvæmdum.. og spennandi að fá að vita hvar í fjáranum ég á að sofa á meðan!!
takk fyrir mig.
föstudagur, júlí 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Yea
Kúl Og Til Hamingju Með Ogvodafone Vinnuna sweetypie
thanks guys ;)
jahá..til hamingju með starfið..vertu nú fljót að klífa upp í hæstu stöðu..veit þú getur það..;)
Skrifa ummæli