fimmtudagur, júlí 21, 2005

hvar er sumarfríið ??

Jú sumarið er víst komið. Og það hefur sést vel til sólarinnar seinustu daga.
En er það nóg..?
Ég man í þá gömlu góðu daga þegar maður var úti öll sumur og lék sér í einni krónu og vink vink í pottinn. En tímarnir breytast svo sannarlega. Það þarf ekkert endilega að vera að maður taki eftir því. En innst inni finna líklegast allir fyrir því.
Seinustu tvö sumur hafa alveg flogið framhjá mér.. Vinnan tekur frá mér fríið, fríið, sem ég vildi eyða í að gera ekki neitt! Eða öllu heldur gera eins mikið og ég gæti. Fyrir utan að vinna. En svo endar það með vinnu frá hálf 9 á morgnana til 10 á kvöldin ???
Reyni að þrauka en þetta er orðið alveg hryllilega þreytt... og ég.. og líkaminn minn! Allt þetta í samstarfi hefur verið að draga mig niður síðustu daga og líkaminn greinilega búinn að fá sig fullsaddann!
Veik. Röddin farin að dofna allverulega og vöðvarnir stífir eins og grjót.

Hressi mig upp með Svíþjóðarferðina í huga :)
Hlakka til að vera með öllum vinkonunum saman í útlandinu. Það verður gríðarlega gaman.

En svefninn kallar! Góða nótt.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ja þetta er satt hja þer eg er ekki buin að gera neitt i sumar nema að vinna allan helv daginn..:S en svona er þetta...:/

Nafnlaus sagði...

jæja hvernig væri að hætta að blogga um eitthvað hvað þú ert þreitt.. og segja eitthvað skemmtilegt einsog hvað við erum búnað verað bralla síðustu vikurnar :Þ Rugludallur

Brynhildr... sagði...

já snoopsylambs ég skal gera það næst !;P

Nafnlaus sagði...

im just a sexmachine...;)

brynhildur u know what i mean... löl

Brynhildr... sagði...

indeed Gabriella!

Nokkrar myndir