Æskan og Hesturinn verður nú um helgina og verð ég og Aðalheiður að sýna með 6 öðrum krökkum úr Herði. Æfingar hafa verið stífar frá því á laugardaginn eða á hverjum degi! Það verður frí á morgun og svo verður bara stíft prógram um helgina!
Sjitt. Mamma og Pabbi fóru nefnilega til útlanda í gær, og ég er skilin eftir ein til þess að sjá um hestana. Jehh. Ég náði ekki að læra í gær þar sem ég var gjörsamlega úrvinda af þreytu þegar ég kom heim kl. 23:00 í gærkveldi. Sat uppi í sófa með störu á sjónvarpið í klst og drattaðist svo á fætur til að tannbursta og fara í háttinn. Dagurinn þar á undan var álíka...
Nema hvað.. Svo er mót hjá Herði næstu helgi og þar næstu helgi skilst mér að Framhaldskólamótið verði og þar ætla ég að taka þátt! Vona að ég standi mig nógu vel en er hrædd um að hesturinn fái ekki nógu mikla hvíld næstu vikurnar. Greyið...
En nú er tími til að halda áfram! Skokka niður í hesthús og moka skít! Reyna að læra áður en ég fer á æfingu. tvö próf í gær, próf í dag, próf á morgun! Ahh.. lífið er yndislegt.
Held ég myndi ekki endast í "gera ekki neitt" grínum. Neibb. Lífið hefur upp á allt of margt að bjóða! Og það er ég þakklát fyrir.
Eins og fyrirsögnin segir.. þá efa ég það að fólk segi lífið vera draum í dós. Enda er það miklu meira en það! Lífið er það sem við lifum fyrir! Lífið á að vera það sem líður á meðan maður er sífellt að undirbúa sig undir það!
Okkur ber að lifa lífinu lifandi.. enda mjög erfitt að lifa því þegar maður er dauður.
Ekki hala að það þurfi bíða eftir lífinu og hamingjunni. Þetta er þegar til staðar.
takk fyrir mig
Hin Lifandi Brynhildur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli