fimmtudagur, mars 23, 2006

urgh.. leiðinnnnndi

Internetið er í Rugli heima hjá mér...

En þér ?
-Bilað internet = leiðindi

Veðrið er kalt. Mér er kalt. Mig langar að vera í heitri sól núna, sprangandi um á bikiníinu og hendandi mér út í volga sundlaug, örugglega í fyrsta skiptið í vetur. En svona getur heimurinn verið á móti manni!
Sumarið er bara á næsta leiti og ég mun kannski mögulega vinna við hesta eins og tvö seinustu sumur. Það verður gaman.
Það verður hinsvegar ekki gaman að þurfa að fara á eftir niður í hesthús og heypa grey skepnunum út.
-Kuldi = leiðindi

Mér finnst setningar eins og " Ingibjörg og Atli hafa megnan ímugust hvort á öðru." og "Landsliðið beið mikinn hnekki." leiðinlegar.
Íslenskukennarinn minn lætur aumingja bekkinn minn beygja þessi orð en getur ekki skýrt fyrir okkur almennilega hvað þau standa fyrir, né hvernig til dæmis "hnekki" orðið, sem ég hreinlega veit ekki hvernig á að vera í nefnifalli, er beygt.
Ég gleymdi að skila efnafræðiverkefni í hólfið hjá Má efnafræðikennara...
-Asnaleg orð og gleymska = leiðindi

Mér finnst leiðinlegt að hafa borðað nammi. Nammi er ljótt. Maður vill það fyrst og svo eftir á líður manni illa. Svoleiðis virkar það allavega hjá mér. Snakk er einnig óæskilegt og vont.
-Óhollusta = leiðindi

Ég fékk rós í dag. Mér finnst lyktin af rósum góð. Þó sérstaklega þeim hvítu og smábleiku. Það er svo yndislega sætur keimurinn sem festist í nebbanum!
Góð lykt = gleði!

Þannig að... lífið er ekki bara leiðindi þrátt fyrir erfiði og puð, kulda og pirring. Því að eftir þetta tímabil kemur það næsta. Lífið er lagskipt.

Takk fyrir mig

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

áhugavert allt saman..:)....en er lífið svona leiðilegt???..jú, Brynhildur hefur ekki kíkt í sveitina í geeeðveikt langan tíma=leiðindi:(

Brynhildr... sagði...

hehehe, ég veit, það er óþolandi að geta ekki komið í sveitina. Ég er komin með virkileg fráhvarfseinkenni... ég fýlaða illa að vera Borgarbarn.
Kem kannski bráðum.. jei

Nokkrar myndir