miðvikudagur, mars 08, 2006

Hræðsla við Fuglaflensuna

Ef ég ætti að koma með ástæðu fyrir því að ég vildi ekki vera í MR, þá fyndi ég örugglega aðeins eina góða ástæðu.

Þegar fuglaflensan kemur til landsins er mjög líklegt að fuglarnir, sem búa allt árið um kring við Tjörnina, sýkist.
Hvaða mannverur verða fyrstar til að smitast ?
Jú, MR-ingar gætu verið einir af þeim fyrstu til að smitast!
Rökin fyrir því: MR-ingar skokka í íþróttum kringum tjörnina nálægt fuglunum sem gætu verið smitaðir.

Ég vil ekki vera lengur í Menntaskólanum í Reykjavík ef fuglaflensan kemur og við MR-ingarnir verðum sendir nauðugir viljugir til að hlaupa kringum Tjörnina.

En talandi um þetta... ég hef tekið eftir starfmönnum ríkisins á morgnanna, með dælur að skola stéttina við Tjörnina. Í seinustu viku gekk maður út á Tjörnina í galla. Gekk að einhverju sem virtist fyrir mínum augum vera fuglshræ.

Er fuglaflensan kannské komin og almenningur ekki látinn vita? Kannski til að koma í veg fyrir ofsahræðslu þjóðarinnar? Er verið að kanna hvort þetta hafi verið flensan sjálf í hinu mögulega fuglshræi á Tjarnarklakanum?

Óttinn um ofsahræðslu gæti leitt okkur til dauða.
(Ef svo væri þá, að fuglaflensan væri komin og enginn látinn vita)
Pæling,
takk fyrir mig...

Engin ummæli:

Nokkrar myndir